Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 Sport DV Sigursælasta körfuboltakona íslands frá upphafi, Anna María Sveinsdóttir, þarf að leggja skóna á hill- una vegna meiðsla. Keflavíkurliðið þarf því að gera eitthvað á þessu tímabili sem tólffaldir íslandsmeist- arar hafa aldrei gert áður - að vinna titil án Önnu Maríu. m J& tffctitlar meö Kenavik a TT*Jtuttugu árum. íPJÍslandsmeistaratitlar með JL MKeflavík. nBikarmeistaratitlar með Keflavík. 9sinnum unnið tvöfalt (íslands- oe bikarmeistari á •'V.- •. sem sinnum unnið tvöfalt (íslands- og bikarmeistari á sama tímabili). 4996 stig f efstu deild AnnaMaríaSveins- k% dóttir hefur skorað 4996 stig Iþeim 323 leikj- l íf&Islandsmeistaratitlar í um sem hún hefur spilaö fyrir Keflavlk lefstu I Wrfspilandi þjálfari. deild.Húnléksinnfyrstaleik6.október1985 og þann slöasta rúmum 20 árum slðar. ^ _lbij[|p trp sigurleikir, spilaði í émá 4 ámiefstu deild með Keflavík. „Ég er búin að ná öllum hugsanlegum markmiðum mínum í körf- unni miðað við á hvaða tíma ég var upp á mitt besta. Það eru nátt- úrlega aðrir möguleikar fyrir ungar stelpur í dag. Ég hefði ekki náð meira en að bæta við einhverjum titlum sem ég er búin að vinna oft áður,“ segir Anna María Sveinsdóttir, sem hefur sett punktinn aftan við glæsilegasta körfuboltaferil á Islandi fyrr og síðar. Eftir 20 ár er Anna María búin að vinna 40 titla og fleiri íslandsmeistaratitla (12) og bikarmeistaratitla (11) en nokkur armar íslenskur körfu- boltamaður. önnu Maríu vantar reyndar aðeins fjögur stig til þess að brjóta fimm þúsund stiga múrinn en hún er sú eina sem hefur skorað yfir 4000 stig í efstu deild kvenna á íslandi. „Ég hélt alltaf að þessi meiðsli væru ekki svona alvarleg. Ég bjóst bara við að þetta væri bara liðþófinn og að ég gæti bara byrjað eftir fjórar vikur eins og síðast. Þegar maður er kominn á þennan aldur og kominn með einhverjar bijóskskemmdir þá er þetta ekkert auðvelt við að eiga. Það eina sem myndi gerast er að þetta myndi versna því þetta myndi alla vega ekki batna,“ segir Anna María sem tók ákvörðunina eftir að hafa talað við lækninn sinn. Búin að ná mínum markmið- um „Læknirinn spurði mig bara hvort ég væri búin að ná mínum markmiðum og hvort ég ætlaði mér eitthvað lengra en ég sá að það var ekki. Ég er bara í þessu til að hafa gaman að þessu og kannski leiða hinar en ekkert meira. Ég tók því þá ákvörðun að ég myndi segja þetta gott og eftir að ég tók hana þá er ég mjög sátt," segir Anna María sem ætlar að aðstoða Sverri Þór Sverris- son við þjálfun liðsins. „Stelpurnar skilja þetta alveg þótt að þær hafi ekkert verið hoppandi glaðar með þetta. Ég ætla líka að vera í kringum liðið samt sem áður," segir Anna María. Hefði viljað klára þetta tíma- bil „Ég hefði samt viljað klára þetta tímabil. Það er erfitt að horfa upp á liðið sitt tapa hverjum leiknum á fætur öðrum þó svo að við hefðum kannski ekkert unnið þótt ég hefði verið með. Það kemur einhvern tímann að þessu en það er leiðinlegt að það skuli vera svona," segir Anna María sem saknar þess að sjá meira sjálfstraust í sínu liði. „Mér finnst vanta allt sjálfstraust í þetta og að þora að gera hlutina. Mér flnnst eins og hausinn sé ekki í laginu því það vantar ekki getuna. Ég hef þó alveg trú á því að við kom- um til með að rífa okkur upp. Það er alltaf slæmt fyrir lið að missa stóran póst út en ég er viss um að það komi einhver og leysi það. Þetta verða við- brigði fyrir alla því maður er nátt- úrulega bara búinn að vera þarna eins og húsgagn. Ég er viss um að stelpurnar eiga eftir að stappa í sig stálinu og koma sterkar inn eftir ára- mót," segir Anna María en Keflavík- urliðið er í 3. sæti Iceland Express deildar kvenna á eftir Haukum og Grindavík sem hafa unnið alla fjóra innbyrðisleikina gegn Keflavíkurlið- inu í vetur. Kveðjuleikur fyrir Önnu Mar- íu? Þegar Anna María leggur nú skóna á hilluna þá vantar hana aðeins ijögur stig upp á að ná að skora 5000 stig í efstu deild. Anna María hefur skorað 4996 stig í 323 leikjum eða 15,5 að meðaltali í leik. Þegar blaðamaður gerir önnu Maríu grein fyrir þessu þá er ekki frá því að vakni löngun til þess að ná eina sjá- anlega markmiði sem Anna María Sveinsdóttur á eftir að ná í körfunni. 10 Yfir 500 leikir fyrir Keflavík Anna Marla fékk skemmtilega mynd að gjöfeftir að hún lék slð- asta vorsinn 500. leik fyrir Keflavlk i öllum keppnum. „Ertu ekki að grínast? Allt í lagi, ég er tilbúin í að spila kveðjuleik," segir Anna María í léttum tón og ef að það hefur einhvern tímann verið ástæða til þess að íslenskur leikmaður fái tækifæri til þess að kveðja körfuna á sínum forsendum þá er það fyrir Önnu Maríu Sveinsdóttur. Því má örugglega búast við því að Keflvík- ingar séu farnir að leita að hentug- um leik til þess að kveðja körfuknattleikskonu aldarinnar og þakka herini fyrir tuttugu frábær starfsár fyrir körfuboltann í Keflavík. ooj@dv.is y| skoruð í 323 TríFir Wleikjum í efstu deild með Keflavík. ^Qlandsleikir fyrir ísland. fjf fíQstig fyrir íslenska / Oif landsliðið. Oi sinnum kosinn besti eikmaðúr íslandsmótsins. 10 sinnum valin í lið ársins. 6sinnum stigadrottning efstu deildar kvenna á íslandi. 1 M tímabil í röð sem hún JL TTskoraði yfir tíu stig að meðaltali. Ofll sti8í13 wv 11 bikarúrslitaleikjum, meira en nokkur leikmaður, karl eða kona. M QWig í 33 úrslitaleikjum TtJf 4 um íslandsmeistara- titilinn. OCOst'S 158 leikjum í OOOúrsli slitakeppni kvenna. Ronaldinho og Prinz best í heimi Ronaldin- ho er besti knatt- spyrnumaður FIFA annað árið í röð en hann fékk verðlaunin af- hent í fyrrakvöld. Ronaldinho hafði betur í baráttunni við þá Frank Lampard og Samuel Eto’o en það em landsliðsþjálfarar heims sem kjósa. Þýska knattspymukonan Birgit Prinz vann sömu verðlaun í kvennaflokki en þetta er þriðja árið í röð sem hún er valin best. Brasil- íska knattspymukonan Marta varð í 2. sæti og Shannon Boxx frá Bandaríkjunum varð í 3. sætinu. Pétur Hafliði Marteinsson með samningstilboð frá Hammarby til næstu þriggja ára Býst við að vera í Svíþjóð í eitt ár í viðbót Landsliðsmaðurinn Pétur Hafliði Marteinsson er nú með lausan samn- ing hjá félagi sínu í Svíþjóð, úrvals- deildarliðinu Hammarby, sem hann hefur leikið með síðan hann gekk til liðs við það frá Stoke City í Englandi árið 2003. Hann lék áður með Hammarby árin 1996-1998, á sfnum fyrstu ámm í atvinnumennskunni. Honum stendur þó til boða að semja við félagið upp á nýtt til þriggja ára en hann staðfesti það í samtali við DV Sport í gær. „Ég er að velta fyrir mér hvað ég geri," sagði Pétur. „Sennilega mun ég spila í Svíþjóð í eitt ár til viðbótar og eftir það gæti verið sá möguleiki fýrir hendi að koma heim. Ég mun senni- lega skrifa undir þennan þriggja ára samning eftir áramótin en í honum verður ákvæði sem gerir mér kleift að endurskoða mína stöðu að hvetju tímabili loknu. Ég mun skoða mín mál nánar þegar líður á tímabilið í Svíþjóð í sumar og ég veit betur hvemig meiðslin hafa farið með mig." Pétur meiddist illa í leik með ís- lenska landsliðinu í byrjun júní í sumar og hefur ekkert getað spilað með Hammarby síðan þá. Hann fót- brotnaði og hlaut þar að auki meiðsli á hné sem hafa reynst þrálát. „Ég jafn- aði mig fljótt á fótbrotinu en ég fór svo í aðgerð á hné í síðasta mánuði. Ég byrja að skokka aftur í janúar og von- andi get ég spilað eitthvað með liðinu í Royal League-deildinni í febrúar." Um möguleikann að koma heim og spila með liði hér á landi segir Pét- ur að enn séu öll slik mál óráðin. „Það kemur til greina að hætta og líka að spila hér heima," sagði Pétur sem er 32 ára gamall. eirikurst@dv.is Pétur Marteinsson Fótbrotn- aði / landsleik snemma I sumar en verður vonandi kominn d fullt aftur dður en um langt er liðið. I. ■ ■ ' 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.