Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Page 39
DV Síðast en ekki síst
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 39
Spurning dagsins
Hvað færðu í matinn
á aðfangadag?
Hefmeira það segja fengið
Kentucky-kjúkling.
„Ég held að ég fái hrygg. Ég fer I mat til tengdó.
Það er mjög mismunandi hvað ég fæ íjólamat,
stundum erþað gæs en ég hefmeira að segja
fengið Kentucky-kjúkling einu sinni."
Irma Þöll Þorsteinsdóttir nemi.
Það er mismunandi hvað fólk fær sér að borða á jólunum. Þó að fólk sé fast í
venjum sínum vilja líka margir breyta til og prófa eitthvað nýtt á aðfangadag.
„Ég fæ
alltafrjúpu
nema náttúru-
lega I fyrra. Þá
fékk ég nauta-
lund. Mér finnst
rjúpan samt
langbest."
Reynir Logi
Ólafsson laga-
„Ég hef
ekki hugmynd.
Fékk hamborg-
arahrygg í fyrra
og það gæti líka
gerstiár."
Arna Auðuns-
dóttir nemi.
„Ég fæ
amerískan
kalkún en það
kemur fyrir að
ég fæ ham-
borgarhrygg."
Þorvaldur
Mattíasson
ellilífeyris-
þegi.
„Mérer
alltafboðið í
matölljól.Ann-
ars fæ ég
kalkún og svo
elda ég hangi-
kjöt á jóladag."
EyrúnJó-
hannsdóttir
V húsmóðir. .
Þorsteinn hættirvið
Mörður Arnason þingmaður ritar á mordur.is
dagsin
Þorsteinn Pálsson er
hættur við að skrifa
bókina um sögu þing-
ræðisreglunnar sem
þeir Halldór Blöndal
ákváðu í sumar og núverandi
þingforseti lét forsætisnefhd
þingsins samþykkja í septem-
ber. Ástæður Þorsteins eru
þær að ekki hafi rikt sátt
um málið á þinginu - en
það hafi hann sett að skil-
yrði þegar hann féllst á að
skrifa bókina.
Sem kunnugt er mótmæltu
meðal annars samtök
fræðinga og fræðirithöfunda
því að Þorsteinn Pálsson,
sem hefur mikla reynslu í
stjórnmálum og fjölmiðlun
en enga af ffæðiritun, skyldi
ráðinn án þess að gefa öðrum
ffæðimönum og höfundum kost á
að sækja um. Ég tók þetta mál svo
upp á þinginu og mót
mælti þessari ráðn-
ingu á sömu for-
sendum.
Gott hjá Þorsteini
Gott hjá Þorsteini að hafna þessu
ritstarfi. Hann skilur auðvitað
strax að það er óeðlilegt að hann
sé tekinn fram yfir reynda sagn-
ffæðinga, lögffæðinga, stjórn-
málafr æðinga og fræðimenn aðra
við verk af
tagi,
verk sem
1
hlytur
að
vera eftirsótt vegna
hinnar ágætu að-
stöðu og kjara sem
forsætisnefhdin
hugðist veita rithöf-
undinum, fyrir utan efnið sjálft
sem snertir stjórnmálasögu allr-
ar 20. aldar.
Laufskálinn skúbbar
Það vekur athygli að
þessi frétt kom fram
morgunspjallþætti á Rik
isútvarpinu, Laufskálan-
um, sem er yfirleitt ekki
vettvangur samtímafrétta.
Hún er sögð í dag 20. des
ember. Upphafleg ffétt for-
sætisnefndar um ráðningu
Þorsteins var sett á vefsetur
þingsins 28. september. Alykt-
un sagnfræðinga var samþykkt 2.
október, og ég ræddi þetta við for-
seta þingsins 20. október. Hefur
Þorsteinn verið að hugsa sig um í
tvo mánuði? Eða var hann búinn
að segja Sólyeigu Pét-
ursdóttur ffá þess-
ari ákvörðun sinni
fyrir löngu? Af
hverju stafar
þögnin?
Nýr höfundur -
vonandi með auglýsingu
Engin tilkynning hefur borist frá
þingforsetanum ennþá um fráfall
Þorsteins sem þingræðishöfund-
ar eða um framhald málsins. Á
skotspónum hefur yðar einlægur
þó hlerað að forsætisnefndin
blessuð ætli sér að láta rita
þessa sögu hvað sem tautar og
raular. Enda nokkuð snúið að
hætta við núna - þá er einsog
verkið hafi staðið og fallið með
fyrrverandi formanni Sjálfstæðis-
flokksins. Ætlunin mun vera að
fela ritnefhdinni að auglýsa eftir
nýjum höfundi - alveg einsog ég
og fleiri þingmenn lögðum til í
umræðunum 20. október.
Það er góður endir á þessu vand-
ræðamáli - í bili.
Hallgrímur Helgason er staddur í miðju bókaflóðinu. Kvittar á
bækur sínar og les bækur annarra.
Jólin koma
Sat í Smáralind á laugardag að kvitta á bækur.
Unnur Bima alheimsdrottning grátandi á hæðinni
fyrir ofan. Tíu þúsund manns að samhryggjast
henni. Samt fullt af fólki rambandi tnn Hagkaup á
meðan. íslenskt samfélag hefúr breysL Það eru
ekki allir stilltir á sömu stöð.
Náði svo lendingu F-drottningar í E-fréttum NFS
tun kvöldið. Hún gekk frá borði með borðann. (Þarf
hún að vera með hann allt næsta ár? f morgunmatn-
tun? í skólanum?) Hún var hreint logandi fögur,
Hefúr breyst. Auðvitað er maður á móti fegurð
arsamkeppnum (seint og um síðir varð maður
að viðurkenna að femínistar hafa rétt fyrir
sér, þær eru ekkert annað en gripasýningar)
en hver getur verið á móti þessari ungu
stúlku með alheimsbros og bláan borða?
Famist henni vel.
KK og Ellen sungu í skódeildinni. í kallkerfinu
var fólk beðið um að ldkja á þau. Síðan var til-
kynnt að undirritaður væri að kynna bók
súia „Rokkland" með tveimur k-um. fs
lenskir listamenn eru þrautþjálfaðir í
auðmýkt. Hér kemst enginn upp með
franskan hroka.
Gekk svo fram á Silvíu Nótt á leiðinni út
þar sem hún sat og áritaði eigin mynddisk á göngum
Smáralindar. Það var biðröð við borðið hennar.
Spuming um að láta farða sig fyrir næstu
áritun.
Besta spurning bókaflóðsins kom
óvænt á upplestri fýrir unglinga í Rétt-
arholtsskóla. Ég var staddur í miðri
kynningu á Bödda Steingríms (aðal-
persónu Roklands) og var að segja frá
því þegar hann var rekinn frá Fjöl-
brautaskólanum þegar ung stúlka
rétti upp höndina og spurði:
„Bíddu, gerðist þetta í alvörunni,
eða?“
Við þessu átti ég að sjálfsögðu
ekkert svar. Samt búinn að
fara í hundrað viðtöl í
fjölmiðlum. Og saknaði
líí?iui®1fflíi en dá-
töh\Lmkule9 efnis-
*&gan endurtek-
ThíS fannarlega.
iíi °í Jensen var
lika hataður fvrir
aá’Zesa
„ Thorsar ana
Dl'úsí ofi,; „ “j , \ þess í hvert sinn
að spyrjandinn
hafði ekki lesið
bókina. íslensk-
ir listamenn eru
þrautþjálfaðir í
þolinmæði.
Hinsvegar höfðu
tökumaðurinn,
tæknimaðurinn og
útsendingarstjórinn
undantekningalaust lesið
bókina. Það er gaman í flóðinu.
Gaman að hitta kollegana. Einhver kallaði
okkur rithöfunda jólasveina. Ekki galin lík-
ing. Við búnir að sitja sveittir við inni á læstri
vinnustofu í heilt ár og komum svo allir út á
sama tíma. Með hrópin Grýlu á bakinu.
Búinn að lesa „Hinir sterku" eftir Kristján Þórð
Hrafiisson. Sat í mér, vakti spurningar. Þar er m.a. að
finna ein bestu rökin gegn frjálshyggju sem sést hafa.
Sterk undiralda og stórt erindi í þessari bók sem er
þó fúll þurrlega skrifuð fyrir minn smekk. Er að lesa
Thorsarana. Djúsí efni en dálítið linkuleg efnistök.
Sagan endurtekur sig sannarlega. Thor Jensen var
líka hataðin fyrir að gefa í UNICEF. Munurinn á mill-
um fortíðar og nútíðar er þó sá að Thor byggði hús
og skildi eftir sig glæsivirld. Flest þeirra eru reyndar
horfin, en Fríldrkjuvegur 11 stendur enn sem og
Korpúlfsstaðir. Þessi bók er efúi í átján þátta seríu
fyrir sjónvarp. Ef ekki finnast peningar má reyna
að skrifa þetta fyrir þrjár brúður og leikmynd úr
pappamassa í stíl við jóladagatalið á RÚV.
Verum samt góð um jólin. Hugsum hlýtt til
Áma ég-segi-eldd-af-mér Magnússonar og Hall-
dórség-seldi-ekki-sjálfum-mér-Búnaðarbank-
Ásgrímssonar. Allir þurfa að fá frið um jólin,
ekki síst þeir sem eru kvaldir af vondri sam-
visku.
1
Hallgrímur Helgason
Viðtökum við
fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrir hvert
fréttaskot sem birtist, eða
er notað í DV, greiðast
3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000.
Fullrarnafnleyndar
er gætt.
Síminn er
550 5090
þLC