Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006
Fréttir DV
Datt niður
um hæð
Maður nokkur tók upp á
því að klifra upp á fjórðu
hæð á fjölbýlishúsi í aust-
urborg Reykjavíkur á nýárs-
nótt. Ekki vildi þó betur til
en svo að hann datt niður
um hæð og slasaðist lítil-
lega. Hann var fluttur með
sjúkrabíl á Landspítalann í
Fossvogi en meiðsli hans
reyndust minniháttar og
var hann að sögn lögregl-
unnar stálheppinn að
sleppa svona vel.
Ölvun og
ólæti
Nóttin fór rólega af stað
hjá lögreglunni á Selfossi
en undir morgun hljóp þó
kapp í mannskapinn og
þurfti lögreglan að sinna
fjölda útkalla vegna ölvun-
ar og óspekta. Alls voru þrír
menn handteknir vegna
ölvunar og óláta og gistu
þeir fangageymslur lög-
reglu. Einn þeirra reyndi að
hindra lögreglu í starfi
þegar hann stóð fyrir lög-
reglumönnum og sinnti
ekki tilmælum um að færa
sig.
Teknir í
Djúpinu
Fyrir helgi stöðvaði lög-
reglan á ísafirði för þriggja
karlmanna á þrítugsaldri í
Seyðisfirði í ísafjarðardjúpi.
Mennirnir, sem allir hafa
áður komið við sögu lög-
reglu vegna fíkniefnamála,
voru í einni og sömu bif-
reiðinni að koma frá
Reykjavík. Við leit í bifreið-
inni fundust tólf grömm af
amfetamíni og lítilræði af
kannabisefnum. Mennirnir
voru allir færðir á lögreglu-
stöðina á ísafirði til yfir-
heyrslu en var sleppt að
þeim loknum, rétt undir
miðnætti sama dag.
Við lá að upp úr syði á útskriftarhátíð Iðnskólans í Hallgrímskirkju skömmu fyrir
jól. Áttust þar við Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans, séra Sigurður Páls-
son sóknarprestur og Hörður Áskelsson organisti. Allt þetta bitnaði á Tríói Björns
Thoroddsen.
Björn Thoroddsen
Bráheldurlbrún
þegar hann lék jóla-
lög með djassívafi I
Hallgrímskirkju.
. . -u.'.
msém
-/.V'..
Minnstu munaði að Tríó Björns Thoroddsen þyrfti að yfirgefa
Hallgrímskirkju og hætta tónlistarleik á útskriftarsamkomu Iðn-
skólans sem haldin var í kirkjunni skömmu fyrir jól. Séra Sigurður
Pálsson sóknarprestur og Hörður Áskelsson organisti gerðu at-
hugasemdir við leik tríósins sem flutti jólalög í djassútsetningum.
„Það kom upp einhver misskiln-
ingur þarna en ég lét það ekki á mig
fá. Við kláruðum prógrammið," segir
Bjöm Thoroddsen sem þama stýrði
tríói sínu sem þykir eitt það besta í
Evrópu. „Presturinn og orgánistinn
vom eitthvað að kvarta við skólastjór-
ann í Iðnskólanum," segir hann.
Spunafengnar
útsetningar
Baldur Sigurðsson,
skólameistari Iðn-
skólans og faðir Gfsla
Marteins Bald-
urssonar,
segist hafa
bmgðist við
kvörtun-
um
prestsins
og org-
anist-
ans
með því að boða þá á sinn fund á
skrifstofu skólans eftir tónleikana:
„Þeir hafa enn ekki komið en þeim
þótti tónlistarflutningurinn ekki við
hæfi," segir Baldur skólameistari og
furðar sig á viðbrögðum prestsins og
organistans sem bám Guð fyrir sig í
kvörtunum sínum og höfðu á orði að
spunafengnar útsetningar jólalag-
anna væm herranum ekki þóknan-
legar.
Tónlistarstefna
Séra Sigurður Pálsson, sóknar-
prestur í Hallgrímskirkju, segir að
„Það hefur veríð
mörkuð ákveðintón-
listarstefna í kirkjunW
sem á að fylgja. Það er
stefna sem organistinn
hefur markað."
Hörður Áskelsson Organistinn vill tónlist
við hæfi helgidómsins I Hallgrímskirkju.
Baldur Gfslason Skólameistarinn furðarsig
á viðbrögðum prests og organista.
málið snúist ekki um djass þannig
séð: „Það hefur verið mörkuð ákveðin
tónlistarstefna í kirkjunni sem á að
fylgja. Það er stefna sem organistinn
hefur markað," segir hann.
Við hæfi helgidómsins
Hörður Áskelsson organisti segir
deiluna snúast um samskipti við for-
ráðamenn Iðnskólans en ekki djass-
úfsetningar á jólalögum:
„Það er búið að biðja Iðnskólann
um að hafa samráð við okkur um það
sem gert er þegar þeir fá kirkjuna lán-
aða því við viljum ekki lána hana
nema vita hvað er um að vera. Þetta
hefur skort í samskiptum okkar við
Séra Sigurður Pálsson „Það er tónlistar-
stefna I Hallgrímskirkju."
Iðnskólann en það er mál sem við eig-
um eftir að leysa," segir Hörður org-
anisti. „Svo er það alltaf spuming
hvort tónlist sem leikin er sé við hæfi
helgidómsins," bætir hann við.
keppni við nágrannann
Svarthöfði hefur alltaf haft
gaman af áramótum. Svarthöfði er
einn af þeim sem hefur aldrei litið
til baka og horft með söknuði til
ársins sem er að líða. Margir fyllast
fortíðarþrá þegar þeir standa á
þessum tímamótum á ári hverju,
gráta það liðna og kvíða því
ókomna. Það á ekki við Svarthöfða
sem horfir sjaldan eða aldrei um
öxl. Svarthöfði lítur ávallt björtum
augum á árið sem er að byrja og veit
sem er að það þýðir ekkert að
stressa sig á því liðna. Mistök og af-
glöp heyra sögunni til, þau verða
ekki leiðrétt úr því sem komið er.
Svarthöfði hefur þess vegna
alltaf skemmt sér konunglega á
gamlárskvöld. Góður matur í góðra
vina hópi hefur alltaf haft vinning-
inn þótt afspyrnuleiðinleg ávörp
forsætisráðherra og hundléleg ára-
mótaskaup hafi gert sitt til að draga
skemmtanatennurnar úr Svart-
höfða. Hápunkturinn er svo að
skjóta upp flugeldum á miðnætti.
Svarthöfði hefur alltaf verið flug-
eldasjúkur og ávallt eytt meira í
flugelda en hann hefur haft efni á.
Ástæðan er sú að Svarthöfði er
mikill keppnismaður og fer árlega í
keppni við nágranna sinn um hvor
skjóti upp fleiri og flottari flugeld-
um. í gegnum tíðina hafa þessar
keppnir verið afskaplega jafnar en f
ár verður að segjast eins og er að
Svarthöfði tók grannann í bakaríið.
Vopnaður stærstu rakettum Iands-
ins og með kökur á stærð við íss-
kápa var Svarthöfði kóngurinn í
götunni. Nágranninn horfði dolfall-
inn á og börnin voru stolt af föður
sínum.
Það var ánægður en þreyttur
Svarthöfði sem fór í rúmið klukkan
3 á nýársdagsmorgun. Þriggja tíma
stórskotahríð hafði tekið sinn toll
en hún var þess virði.
Hvernig hefur þú það'
Ég hefþað stórffnt,"segirÆvar Örn Jósepsson rithöfundur. „Þaö er allt eins og best
veröur á kosiö Iþessum besta heimi allra heima. Ég hafði það huggulegt á gamlárs-
og fylgdist bara meö skotglöðum Islendingum að skjóta flugeldum upp en
annars hefég það mjög gott, þakka þér fyrir."
Svarthöfði