Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 Bílar DV Sé ekið á miklum hraða á hringlaga braut getur flóttaafl valdið því að smurolíuforði, sem er í pönnu neðan á vélar- blokk, safnist fyrir í þeirri hliðinni sem veit út úr hringnum. Einnig geta lóðréttar hreyfingar keppnisbfla verið í þeim Leó M. Jónsson vélatæknifræðinqur, svarar fyrirspurnum á leoemm.com oq eru þær birtar á bílasíðum 'SJ'/ Spurt og svarafi Drepuráséráferð Bfllínn okkar er Subaru Legacy með 2.2 lítra vél, árg. ‘97 station, ekinn 148 þús. Honum hefur alltaf verið vel við haldið og smurbók færð. Nú drepur vélin á sér eftir að hafa hitnað; eftir smástund í lausagangi í P dregur niður í vélinni og hún drepur á sér. Sama gerist á ljósum þegar ég læt vélina ganga í D og stend á bremsunni og stundum þegar farið er niður brekku og vélin látin halda við. Mér var bent á ( að þetta gæti verið sjálfskiptingin sem væri að gefa sig (túrbínan)? Svar. Þetta hefur ekki með sjálfskiptinguna að gera úr því vélin drepur á sér í P. Líklegasta skýringin á þessu er biiaður loftmagnsskynjari; tæki sem er í loftrásinni á milli lofthreinsara og soggreinar og mælir loftmagn inn á vélina sem tölva notar til að stýra bensínblöndunni. Þegar þessi skynjari biiar verður blandan röng en véi er viðkvæmust fyrir rangri blöndu í lausagangi. Til öryggis skaltu láta bilanagreina vélkerfið með kóðaiestri á Subaru-verkstæði. Staðfesti kóðalestur bilaðan loftmagns- skynjara skaltu kynna þér verð hans hjá umboðinu, AB-varahiutum, Vöku (endurbyggðan), á www.discountautoparts.com og víðar áður en þú kaupir. Loftmagnsskynjari nefnist einnig loftflæðisskynjari (Air Flow Sensor). Súrefni leiðir rafstraum. í skynjaranum er örgrannur vír úr plat- ínu sem mælir súrefhismagnið með leiðni/viðnámi og um leið loftflæðið. Vírinn er hitaður (glóðaður) til að hann brenni af sér ryk og óhreinindi. Svokallaður MAP-skynjari (Manifold Air Pressure) gegnir sama hlutverki með því að mæla loftþrýsting. Virkar Nítró? Ég hef verið að velta fyrir mér Nítró-setti til að setja í Chevrolet Blazer V6. í auglýsingum er sagt að vélaraflið geti aukist um 100-150 hö með sjálfvirkri nítró-inngjöf. Hvað kostar mtró-sett, er vandasamt að setja það í og er aflaukningin svona mikil? Hvar á millirörið í 2ja greina pústkerfi að vera setji maður pústflækjur á vél- ina? Svar; Nítríó er stytting á „dínit- uroxið" (N20), en það er lofttegund sem fleiri þekkja sem hláturgas. Sé því blandað saman við bensínúða í ákveðnu hlutfalli eykst brunaorka eldsneytisins. Búnaður til að blanda hláturgasi sjálfvirkt við inngjöf (nítró-sett) er mismunandi flókinn, mis- munandi vandaður og verðið frá 50 þús. kr. og upp úr. ísetning getur verið flókið nákvæmnisverk og er oft klúðrað. Til þess að hláturgasinn- sprautun virki þarf þrýstingurinn á því að vera um 800 psi sem þýðir að gasið á þrýstihylkinu þarf að vera a.m.k. 24°C. Þær aðstæður eru sjaidan ráðandi hér og því getur þurft að nota sérstakan hitara á hylkið. Mín reynsla er sú að aflaukning vegna hláturgassins sé oftar sýnd veiði en gefin - búnaðurinn virki sjaldan eins og lýst er í auglýsingum; í raunvem- leikanum sé aflaukningin yfirleitt minni en sú sem auglýst er, gangtmfl- anir algengar og gasið fokdýrt. Þverpípan (rörið á milli greinanna) á að vera á eftir flönsum safnhólkanna og eins framarlega og rými/drifskaft leyfir. Kaup á gömlum bíl Er að velta fyrir mér kaupum á Subam Legacy ‘93. Veist þú hvort ein- hver sérstök vandamál hafi verið algeng varðandi þennan bfl? Svar: Subaru Legacy er einn þeirra bfla sem hafa bilað minnst - sem er þó létt í vasa þegar bfll er 12-13 ára. Gamiir Subaru Legacy em ryðdósir. Þeir ryðga utan frá vegna lélegs lakks (afturhleri, brettakantar o.fl.) og botninn verið ónýtur af ryði en það er, að mínu áliti, afleiðing „íslenskrar ryðvamar/hljóðvamar". Ryðskemmdir í burðarvirki og botni er erfitt,- ef ekki ómögulegt, að láta lagfæra. A ég að láta ryðverja? Mig langar að spytja þig hvort ég þurfi að ryðverja nýjan Ford 150 Pickup og ef svo er hvemig eigi þá að gera það? Svo langar mig að vita hvaða smurolíu sé best að nota á hann hér? Svan Ég hef áður lýst þeirri persónulegu skoðun minni, bæði hér í DV og annars stað- ar, að ég myndi ekki láta ryðveija nýjan bfl - hann er ryðvarinn á framleiðslustigi annars vegar með zinfosfat-húðun stálsins og hins vegar með galvanhúðun í rafbaði eftir sam- suðu formaðra hluta. „íslensk ryðvöm" er, að mínu áliti, einungis líkleg til að flýta fyrir eyðileggingu bílsins. Með öllum nýjum Ford- bflum fylgir handbók með upplýsingar um smurohu. Mér hefiír reynst vel að nota ódýra smurolíu og endumýja hana oft (t.d. á 5000 km fresti í mín- um Ford Ranger). Sem dæmi nefrú ég Comma Syner-D 5w40 sem er syn- tetísk smuroha í háum gæðaflokki fyrir nýjustu dísilvélar með forþjöppu (Comma Syner-G 5w40 er af sömu gæðum fyrir nýjustu bensínvélar). Þessar fjölþykktarolíur má nota allan ársins hring séu þær endumýjaðar reglulega. www.leoemm. com Vélin f Jaguar XK120 j Dæmigerð fyrirhand- bragðið þegar b/laiðn- aður var einn helsti út- fíutningsatvinnuvegur Bretlands. /í: :.\ „ÍS33HH *. i \ '1- '■ ■ ' í '<.■ -! ' •'jZsfp: •-;„r>, t Jaguar - mennin Síðari heimstyijöldin hófst haustið 1939 og stóð f 6 ár. Þann tíma framleiddu Bretar einungis herbfla. Eftir stríðslok vom framleiddir bflar sem hannaðir höfðu verið fyrir stríð. Þótt kaupgeta væri takmörkuð og bflamir með 1939-útlit skorti nýja bfla á öllum helstu mörkuðum Evr- ópu - einnig í Bretlandi því stærsti hluti framleiðslunnar var fluttur út; - útflutningstekjur höfðu forgang. Á árlegri bílasýningu í Earls Court í London í október 1948 sýndi Jaguar nýjan sportbfl sem vakti gríðarlega athygh: Sýningarbás Jaguar varð miðpunktur sýningarinnar. Nýi sportbfllinn var þó einungis forgerð (prototype) sem átti að vekja athygli fjölmiðla og almennings á fyrirtæk- inu en hafði ekki verið undirbúinn fyrir raðsmíði. Nýi sportbfllinn, sem nefndist XK120 og var með stálgrind en yfirbyggingu úr léttmálmi, vakti slíka athygli að pantanir bámst í striðum straumum. Stjómendur Jaguar urðu því að vinda bráðan bug að því að hefja raðsmíði bflsins og þá með yfirbyggingu úr stáh því stálein- ingar mátti forma með fergjun en léttmálmshluti varð að handsmíða. Eins og gefur að skilja tók tfrna að koma framleiðslunni í gang þótt öhu væri tjaldað til og því náðist ekki að smíða nema fáa búa af fyrstu tveimur árgerðunum. Urðu margir kaup- endur að bíða eftir afhendingu fram eftir árinu 1949. Raðsmíði XK120 með boddí úr stáli hófst snemma vors 1950. bot Lago Coupe en þá bíla skapaði franska hönnunar- og yfirbygginga- smiðjan Figoni et Falaschi og Bugatti Type 57SC Atlantique, sem Jean Bugatti hannaði 1935. En hver eða hveijir sem hönnuðu Jaguar XK120 skiluðu góðu verki því bfllinn er enn þann dag í dag talinn á meðal tíu faUegustu raðsmíðuðu bfla frá síðari hluta 20. aldar. Einn aftíu Útíitshönnun XK120 er ekki eignuð neinum sérstökum heldur er hún talin hafa orðið til í samvinnu tæknimanna Jaguar. Útiitið ber ótví- rætt með sér áhrif frá frægum sport- bflum á árunum 1935-38 svo sem Delage D8, Delahaye Type 135, Tal- Hreinræktaður Markmiðið með sportbfl er að ná og geta haldið sem mestum hraða. Af mörgum samverkandi þáttum, sem úrslitum ráða, er veggripið mikUvægast. Veggripið, ásamt vél- arafli, ræður í senn hröðun, há- markshraða og stöðugleUca en gald- urinn á bak við veggripið er snerU- styrkur. (í seinni tíð hefur mikUvægi þess bremsuafls, sem sportbfll þolir, verið aukinn gaumur gefinn). Taian í tegundarheitinu er upp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.