Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 Fréttir DV Heiðar er vinnusamur, góður félagi, stundvís og með frá- bæran húmor. Hann er dálítil drama- drottning og hörundsár. Hann er alltofhvítur og mætti sleppa því að safna yfirvaraskeggi. „Heiðar er frábær í alla staði, meinfyndinn og skemmtilegur. Hann hefurgaman afteikni- myndum og geturgert grln að sjálfum sér og öðrum. Hann er virkilega góður félagi, vinur vina sinna. Hann er vinnu- samur, hugmyndaríkur og mjög stundvls. Það sem hann tekur sér fyrir hendur gerir hann vel. Heiðar hefur ekki marga galla, þeir gallar sem hann hefur eru aðallega að hann talar ofmikið um fótbolta." Sigvaldi Kaldalóns útvarpsmaður. „Hann erglaðlyndurog fyndinn. En virkilega góð- ur strákur, frábær, skemmtilegur og góður vinur. Hann er mjög góð- ur Ijósvakamaður. Hann á það til að vera dramadrottning, en annars eru allir strákarnir á FM957 pínu dramadrottningar. Hann á það til að vera með smá drama Iglasi og glens." Brynjar Már Valdimarsson útvarpsmaður. „Heiðar er rómantlskur, einlægur og væminn, mikil tilfinningavera og virkilega góður vinur vina sinna. Hann er virki- iega skemmtilegur með góðan húmor. Hann er fljótur að jafna sig efhann verður fúll eða niðurdreginn. Hann er mjög hörundsár og mikil drama- drottning og alltofhvltur! Hann klippir sig ekki nóguoft og yfir- varaskeggið sem hann var að safna má alveg fara." Egill Einarsson dagskrárgerðarmaður. Heiðar Austmann er fæddur I mars 1977. Heiðar hefur gertýmislegt I gegnum ævina, þó mest verið (útvarpi. Hann hefur tekiö að sérþætti (sjónvarpi og gertþað mjög vel. Hann er góður drengur sem á örugglega eftir aö láta meira aö sér kveða i fjölmiöla- heiminum I framtíðinni. Björn Grétar Sigurðsson var á gamlárskvöld úrskurðaður í vikulangt gæsluvarð- hald eftir að hundrað grömm af hassi og tæp milljón í peningum fundust á heimili hans. Björn Grétar var handtekinn í kjölfar ábendingar frá konu sem tekin var með hass fyrr um daginn. Hún viðurkenndi sölu á fikniefnum. Björn neitar því að efnin sem fundust á heimili hans hafi verið ætluð til sölu. Tekinn með Imndrað gromm ai hassi og milljón í reiðutó s ncmíint (*; i fe.t. Það er skammt stórra högga á milli hjá Birni Grétari Sigurðssyni. Á gamlárskvöld var hann handtekinn vegna rannsóknar á sölu á fíkniefnum í Eyjum undanfarna mánuði en 100 grömm af hassi og milljón í reiðufé fundust við húsleit. í maí á síðasta ári greindi DV frá hörmungum Björns Grétars og fjölskyldu hans, en þá kveikti tveggja ára sonur hans í íbúð fjölskyldunnar fyrir slysni. Bjöm Grétar Sigurðsson, 43 ára Vestmannaeyingur, var á gamlárs- kvöld úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald fyrir meinta fíkni- efnadreifingu. Bjöm hefur lengi strítt við eiturlyfjabölið. Svo virtist sem hann hefði loks unnið sigur, hafði haldið sig frá fíkniefnum í nokkurn tíma og meðal annars fundið trúna. Fyrir skömmu féll hann hins vegar í gamla farið aftur. Með milljón í reiðufé Við húsleit hjá Birni Grétari á gamlársdag fundust tæplega hund- rað grömm af hassi og tæplega millj- ón í peningum, bæði íslenskum krónum og dollurum. Talið er víst að féð sé ágóði af fíkniefnasölu. Málið er eitt af stærri fíkniefnamálum sem komið hefur upp í Eyjum síðari ár. Við yfirheyrslur játaði hann að eiga efnin en neitaði hins vegar að þau væru ætluð til sölu. Fjórir handteknir Forsaga máisins er sú að á morgni gamlársdags vom þrjár konur og karl- maður handtekin vegna meintra fíkniefnabrota. Þau em öll á þrítugs- og fertugsaldri og búa í Eyjum. í fór- um þeirra fannst smáræði af hassi en á heimilum kvennanna og í bifreið fannst töluvert magn til viðbótar, alls um hundrað grömm af hassi auk smáræðis af amfetamíni. Við yfir- heyrslur játaði ein konan sölu á fíkniefnum og var Bjöm Grét- ar handtekinn í kjölfarið. —■■■■■■■■■■■ , Á forsíðu DV Fyrr á árinu íylltist þjóðin samúð með Birni Grétari og fjöl- skyldu hans eftir að DV birti frétt- ir af hörmungum fjölskyldunnar. Þá varð tveggja ára sonur hans fyr- ir því óláni að kveikja á eldavélar- hellu með þeim afleiðingum að kviknaði í. Nær alit innbú fjölskyld- unnar brann og nam tjónið hund- mðum þúsunda. íbúð þeirra við Miðstræti í Vestmannaeyjum varð óíbúðarhæf í kjölfarið. í samtali við DV þakkaði Björn Grétar þó fyrir að ekki hefði farið verr og að allir hefðu sloppið ómeiddir. „Það er bara blessun að allir sluppu heilir," sagði Björn Grét- ar meðal annars. Hluti af stærra máli Á þeim tíma var Björn Grétar sjómaður og bjó með eiginkonu sinni og tveimur börn- um. Eftir nokkra óreglu hafði hann fundið trúna og haidið sig frá fíkni- efnadjöfl- inum. Ekki náðist í eigin- konu hans vegna málsins. Rannsókn á málinu heldur hins vegar áfram og samkvæmt upplýsingum frá Lög- reglunni í Vestmannaeyjum bein- ist hún að því að upplýsa ætlaða sölu á fíkniefnum í Eyjum und- anfarna mánuði. Fundurinn á heimili Björns Grétars virðist því vera angi af stærra máli. johann@dv.is Forsíða DV 6. maí2005 Þjóðin fylltist samúð með Birni Grétari og fjölskyldu þegarDV greindi frá því að tveggja ára sonur hans hefði óvart kveikt i íbúð þeirra. Björn Grétar Á heimili hans fundust hundrað grömm af hassi og tæp milljón ípening- um. Hann hefur verið úrskurð aður I viku gæsluvarðhald. Veitingastaðurinn býður uppá einstaklega fjölbreyttan matseðil með alþjóðlegu yfirbragði og einungis fyrsta flokks hráefní. Á barnum er boðíð uppá úrval spennandi smárétta ásamt drykkjum í afslöppuðu og þægilegu umhverfi. Við leitum að: • Barþjónum Við leitum að fólki í fullt og hlutastarf! Reynsla æskileg. Vinsamlegast hafið samband fyrir 15.01. 2006. Sigurlaug Lydia Geirsdóttir, veitingastjóri Lydia.Geirsdóttir<S)Radissonsas.com Gsm: 822 9037 Radisson SAS 1919 Hotel Pósthússtræfi 2, 101 Reykjavik Sími: 599 1000 Fax: 599 1001 1919.reykjavik.radissonsas.com Anna Lilja og Jörgen ívar eignuðust fyrsta barn ársins 2006 Kyssti konuna og kom hríðunum af stað Jörgen ívar Sigurðsson og Anna Lilja Stefánsdóttir eignuðust fyrsta barn ársins 34 mínútum eftir mið- nætti á nýársdag á Landspítaianum. Barnið reyndist vera strákur og var hann stór og hraustur, 16 merkur. „Þetta gekk betur en síðast þó að fæðingin hafi verið erfið," segir ný- bakaður faðirinn Jörgen ívar Sig- urðsson en hann segir að móður og bami heilsist vel þrátt fyrir erfiða nótt. Jörgen sem var allan tímann með önnu Lilju inni á fæðingarstofu segir að hann hafi misst af skaupinu og flugeldasýninginunni í ár en það hafi verið þess virði. „Ég kyssti hana gleðilegt nýtt ár og kom hríðunum af stað," segir Jörgen en flugeldarnir virkuðu eins og dramatískur undirleikur við þetta litla kraftaverk. Þó svo að fæðingin hafi verið erfið komu Anna Lilja og drengurinn heim í gær og mátti heyra á Jörgen að mikil gleði ríkti vegna fyrsta bamsins á árinu. valur@dv.is I Ham'ngjusöm hjón með fyrsta barn arsins Hjónin Anna Lilja Stefánsdóttir og Jorgen Ivar Sigurðsson eignuðust fyrsta barn ársins 2006,16 marka strák

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.