Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 27
DV Bílar MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 27 ' Vélarafl jjaguarXK120 Roadster 1952 Eftirað I hafa unnið við endursmiðina í hálft sjotta ar I getur Jón Sigursteinsson á Akureyri státað i sig afþvíað eiga einn fallegasta og eftir- I sóknarverðasta bíl landsins. garstarí a Akureyri haflega sá hraði (120 mflur/klst.) sem forgerð bflsins náði (samsvar-, ar 193 km/klst.) 1949-árgerðin náði rúmlega 200 km hraða á klst. og var á þeim tíma hraðskreiðasti rað- smíðaði bfll heims. Hjólhafið er 2,59 m, heildarlengdin 4,42 m og eigin þyngd um 1500 kg. XK120 er með gríðarlega sterka stálgrind. Að framan er klafafesting og snerilfjöðrun en að aftan stíf hásing og blaðfjaðrir. Hjólin eru áberandi stór. Stýrisvélin er snigildrifin (XK140 er með tann- stangarstýri). Boddíið er boltað á grindina. Þótt byggingin sé einföld heppnaðist hún ákaflega vel, m.a. varðandi þungadreifingu, veggrip og snerilstyrk. XK120 var einn öfl- ugasti og glæsilegasti sportbfllinn á markaðnum um 1950. Þá spillti ekki að verð bflsins þótti hóflegt. XK120 var ekki gallalaus frekar en önnur mannanna verk - þótti þungur í stýri, bremsur þóttu í lak- ara lagi og svo mikið er víst að nú þætti ekki þægilegt að sitja undir of stóru stýrishjolinu. Mögnuð vél Vélin átti sinn þátt í því að gera Jaguar XK120 að þeim eftirsótta sportbfl sem hann var í upphafi 7. áratugs 20. aldar. Hún er 6 sflindra, upphaflega með 3,4 lítra slagrými, 2 ofanáliggjaiidi kambása og tvo SU-blöndunga og skilaði þannig 160 hö (DIN). Vélina hönnuðu og þróðuðu þeir William M. Heynes sem var yfirmaður tæknideildar Jaguar Cars Ltd. eins og fyrirtækið nefndist eftir endurskipulagningu vorið 1945 og Walter Hassan. Endurbætur juku afl vélarinnar í 180 hö í sérstakri gerð, XK120M af árgerð 1951, og með frekari endurbótum í 190 hö í XK140 ffá 1954. Vélin var framleidd með 3,8 lítra slagrými frá 1957 (265 DIN-hö í XK150). Það segir meira en langt mál um kosti vélarinnar að hún var einn helsti púlshesturinn hjá Jaguar allar götur til ársins 1986 en þá voru liðin 38 ár frá því notkun hennar hófst í XK120. Flestir í Bandaríkjunum XK120 var framleiddur á árun- um 1948 til ogmeð 1954. Gerðirnar voru þrjár, Roadster (opinn), Con- vertible (blæjubfll) og (Fixed head) Coupe (með stáltoppi). Samanlagt munu hafa verið smíðuð rúmlega 12 þúsund eintök, flest af Roadster (63%). Nærri 95% af bflunum voru seldir til útflutnings og langstærsti hluti þeirra í Bandarflcjunum. Upp úr stríðinu var ekki mikið pælt í því að vernda bfla gegn ryð- tæringu, hvorki varðandi hönnun, smíði eða með forvarnarmeðferð. Breskir bflar voru hvorki betri né verri en bflar annarra þjóða í þessu tilliti en þó þótti Jaguar lengi með ryðsæknustu bflum. Af því leiðir að af rúmlega 12 þúsund eintökum eru hlutfallslega fá enn við lýði. Stór hluti þeirra bfla sem éndur- byggðir hafa verið í Bretlandi hafa verið keyptir frá Bandaríkjunum í misgóðu ástandi. Einn XK120 hérlendis Einn þeirra XK120-bfla sem seldir voru í Bandaríkjunum var fluttur hingað á 10. áratugnum. Sá er XK120 Roadster af árgerð 1952 og var þá í mjög lélegu ástandi og hefði jafnvel verið talinn ónýtur við nákvæma skoðun. Mál æxluðust þannig að Jón Sigursteinsson, bfla- smiður hjá BSA á Akureyri, eign- aðist bflinn 1998. Jón var rúm 5 ár að endursmíða þennan XK120, nánast stykki fyrir stykki. Hluta af því verki, sem hlýtur að kallast þrekvirki, er lýst m.a. með ljós- myndum sem skoða má á vefsíðu Leós (http://www.leoemm. com/xkl20.htm). Sérhæft hand- verk á borð við endurgerð sjald- gæffa og verðmætra bfla er ekki á færi nema fárra fagmanna og enn færri hafa aðstöðu og úthald til að klára slíkt verk. Þá mun það nánast einsdæmi að einn maður vinni alla verkþættina og allt verkið á eigin spýtur. Það er umhugsunarefhi hvers vegna slflcri menningarstarf- semi er ekki gert hærra undir höfði hérlendis en raun ber vitni. í Bret- landi, svo dæmi sé tekið, er litið á endursmíði klassískra bfla, sem stenst ströngustu gæðakröfur þar- lendra sérfræðinga, sem mikilvæga listiðju enda er hún þar útflutn- ingsgrein og m.a. kennd sem námsgrein við háskólann í Manchester. www.leoemm.com dry sump"? mæli að smurolíuforði í pönnu gæti flugi, t.d. þegar flogið er lóðrétt eða á lyfst og hangið í lausu lofti. Sama hvolfi. Sameiginlegt með þessum getur gerst í flugvél, t.d. við skyndi- dæmum er að hætta skapast á að lega stefiiubreytingu, f krappri smurolíudæla, með rana sem nær beygju eða við fall (loftgat) og í Ust- niður í pönnu, grípi í tómt. Það þýddi að smurning vélar, og þar með kæling, gæti orðið ófullnægj- andi þegar mest gengur á og mest ríður á. Til að draga úr þessari hættu er smurkerfið byggt sem hringrás; smurolía höfð í þrýstigeymi í stað pönnu og smurdæla látin knýja hringrásina. Slflct smurkerfi er lokuð hringrás og nánast óháð tregðu/flóttaafli og hreyfingum vélar. Slflct kerfi nefrúst á ensku „dry sump" og mætti þýða sem pönnu- laust eða lokað smurkerfi. JAGUAR Snerpa 0-100 km/klst innan við 10 sek. Verð Ómetanlegt Flutningurtilfslands undirbúinn Blllinn hafði verið lengi i geymslu. Leik- maður hafði lappað upp á hann, m.a. með dósablikki og plastfylliefni sem grunn málningin huldi. Boddíið illa farið Viðnán- ari skoðun reyndist boddiið mjög illa farið og varð að endursmíða það að mestu leyti. ★ ★★★★

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.