Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 Fréttir DV Óskar Hrafn Þorvaldsson • Áramótaskaupið í ár var heldur slappt. Jafhvel þótt betri helmingurinn hafl séð um það þetta árið. Hjálmar Hjálmarsson fór þó á kostum, bæði sem kollegi minn Eiríkur Jónsson og sem Bubbi Morthens. Reyndar var atriðið með Bubba kannski í það lengsta en Hjálmar sýndi að hann er eftir- herma af guðs náð... • Líkt og Björgvin Franz Gíslason, sonur Eddu Björg- vinsdóttur, leikstjóra áramótaskaupsins, sem fór hamförum í hinum ýmsu gerv- um söngvara og söng- kvenna. Björgvin Franz hefur getið sér gott orð sem Jim Morrison-eftirherma en hann var ekki síðri sem Birgitta Haukdal eða Eivör Pálsdóttir... • Fátt virðist geta komið í veg fýrir að Eiður Smári Guðjohnsen verði kjörinn íþróttamaður ársins af Sam- tökum íþróttafrétta- manna annað árið í röð. Kjörið verður tilkynnt á miðviku- daginn við hátíðlega athöfti á Grand Hótel og ríkir mesta spennan hvort Eiður Smári muni heiðra samkomuna með nærveru sinni. Hann komst ekki í fyrra vegna mikils álags hjá Chelsea en í Ijósi þess að hann spilar með Chelsea annað kvöld má búast við því að hann mæti til að taka við verðlaununum enda tímasetningin nánast klæð- skerasaumuð fyrir besta íþrótta- mann þjóðarinnar... •Allt er í háaloft á Seltjamamesi þessa dagana. Allir leikskólakennar- ar á Sólbrekku, öðr- um leikskóla bæjar- félagsins, sögðu upp störfum fyrir áramót og verður leikskól- inn óstarfhæfur í lok mars ef ekkert verð- ur að gert. Jón- mundur Guðmars- son bæjarstjóri stendur frammi fyrir erfiðu máli því fastlega má búast við því að starfsysturnar á Mána- brekku, hinum leikskóla Seltjarnar- ness, muni fylgja í fótspor stall- systra sinna. Tímasetning leikskóla- kennaranna er fín þar sem sveita- stjórnarkosningar em í vor... • Benedikt Jóhannesson, stjórnar- formaður Nýherja, virðist hafa trú á fyrirtæki sínu jafnvel þótt reksturinn hafí verið erfiður á þessu ári. Benedikt gerði sér lítið fyrir og keypti 500 þúsund hluti í fyrirtækinu fyrir 6,75 milljónir króna. Það vom hæg heimantökin fyrir Benedikt að ganga frá kaupunum því söluaðili var fyrirtækið Talna- könnun þar sem Benedikt er sjálfur meirihlutaeigandi... Þór Óliver Gunnlaugsson fangi á Litla-Hrauni reyndi að taka eigið líf fyrir jólin í myndavélaklefanum á Litla-Hrauni. Hann segir að tilraunin hafi verið kall á hjálp. Hjálp sem hann segist ekki fá. Þór Óliver reyndi að hengja sig með peysu en var bjargað af fjórum fangavörðum. „Ég þarf að fá lyfin mín og þetta var kall á hjálp,“ segir Þór Óliver Gunnlaugsson, refsifangi á Litla-Hrauni. Þór Óliver afplánar sextán ára fangelsisdóm fyrir morðið á Agnari W. Agnarssyni. Hann hefur reynt að fóta sig þar inni en hefur ekki haft erindi sem erfiði, að eigin sögn. Þór Óliver Gunnlaugsson er betur þekktur sem Vamsberinn. Hann segist ekki fá þau lyf sem honum ber að fá samkvæmt læknisráði. Það segir hann vera aðdragandann að því að hann reyndi að taka eigið líf í einangr- unarklefanum á Litla-Hrauni. Það var miðvikudaginn 21. desember. Bjargað í dauðakippunum Úr venjulegum fangaklefa fór Þór í einangmn. Þar brjálaðist hann að eigin sögn og rústaði klefanum sökum þess að hann fékk ekki lyfin sín. Eftir það var hann fluttur í svo- kallaðan myndavélaklefa Litla- Hrauns. Þar reyndi hann, að eigin sögn, að hengja sig með peysunni sinni. „Þeir horfðu á mig setja treyjuna um hálsinn og herða að," segir hann. „Þeir komu fjórir og stöðvuðu mig og þá var ég í dauðakippunum," segir hann. Þór gagnrýnir einnig yfirvöld vegna þess að hann fékk ekki að tala við geðlækni eða sálfræðing íyrr en löngu síðar. Þess í stað segist hann hafa verið strípaður og skilinn eftir í sama klefa að loknum skýrslutökum. Er ekki læknadópisti „Þetta ástand er algjörlega óvið- unandi. Ef ég bið um lyfin sem ég þarf er mér sagt að haga mér eins og maður," segir Þór og bætir við að hann misnoti ekki örvandi lyf. Hann þurfi að fá rítalín vegna sjúkdóma sinna. Fangelsismálayfirvöld ákváðu í ágúst árið 2004 að stöðva lyfjagjöf í nokkrum lyíjaflokkum til að koma í veg fyrir ólöglega dreifingu lækna- dóps í fangelsinu. Rítalínið sem Þór þarf er þeirra á meðal. Mannréttindabrot yfirvalda „Ég hafði ekki nein úrræði," segir hann og vill meina að neitun yfir- valda um lyfjagjöf til hans sé mann- réttindabrot. Lögmaður hans, Stein- grímur Þormóðsson, staðfestir að hann fái ekki þau lyf sem honum beri að fá en vill ekki tjá sig að öðru leyti. Þór hóf afplánun fyrir morðið árið 2000 og hefur löngum haldið fram að geð- og sálfræðiþjónustu fanga og lyijagjöf til þeirra sé mjög ábótavant. „Ástandið er orðið mjög þrungið þegar fangar gefast upp og reyna að hengja sig." Hjálpin mætti vera meiri Magnús Skúlason, yfirgeðlæknir á Sogni hefur einnig þjónað föngum á Litla-Hrauni. Harm vill ekki tjá sig um málefni eða sjálfsvígstilraunir Þórs. Um sjálfsvígstiiraunir fanga almennt segir hann þær vera sjald- gæfari nú en áður þar sem eftirlitið með þeim sé meira. Magnús segir að geð- og sálfræðileg hjálp til fanga þurfi að vera umfangs- meiri. „Þessir menn þurfa líka meiri skilning og velvild samfélagsins til að ná sér á strik,“ segir hann og bætir við að þörf sé á að vinna að bættri og öflugri geðheilbrigðisþjón- ustu innan veggja fangelsa hér á landi. Ekki náðist í Kristján Stefánsson, fangelsisstjóra á Lilta-Hrauni, í gær. gudmundur@dv.is Þór Óliver Gunn- laugsson Reyndiað svipta sig lífi fyrir jólin á Litla-Hrauni. Segir það vera kall á hjálp sem hann færekki. Einangrunarklefar Á Litla- Hrauni var Þóri komið fyrir I einangrunarklefa. Þar reyndi hann að svipta sig lifí. Sonja Haralds búin aö vera í hungurverkfalli í 38 daga Matarlaus áramót hjá Sonju Sonja Haralds er búin að svelta sig í mótmælaskyni gagnvart bág- um kjörum öryrkja í 38 daga og er mat-arleysið farið að taka sinn toll en daglegar athafnir eru farnar að verða henni erfiðari og segist hún sofa mikið. Sonja segist sækja styrk sinn til Guðs og segir að það sé hann sem haldi henni gangandi. „Þótt ég sé að verða þreklausari þá styrkist baráttuandinn með hverjum degi,“ segir Sonja en hún hélt matarlaus áramót með syni sínum Axeli Björnssyni en hún skálaði fyrir nýju ári með kampa- víni. „Ég er tilbúin að fara alla leið,“ segir Sonja um hungurverkfallið en hún ætlar ekki að draga í land með mótmæli sín. Sonja er ekki sú eina sem er í hungurverkfalli því Ólafur Bertels- son öryrki er einnig kominn í hungurverkfall í mótmælaskyni og til stuðnings við málstað Sonju. „Það er gott en ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er að fara út í,“ segir Sonja um hungur- verkfall Ólafs Bertelssonar. Sonja situr þó ekki auðum höndum þrátt fyrir þrekleysið því hún skrifar ljóð og sögur ásamt því að gera bók um dulspeki. Hún seg- ir að hún hafi hina dularfullu spá- dómsgáfu og aðspurð hvort hún viti hvað framtíð hennar beri í skauti sér segir hún leyndardóms- full: „Ég veit hvernig þetta fer hjá mér.“ Sonja Haralds Ber sig vel og bar- áttuandinn styrkist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.