Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 23
UV Sport MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 23 ■ ■ Robert Kovac lenti í bflslysi á Reylg'anesbrautinni. Varnarmað- urinn Robert Kovac lenti í bíl- slysi er hann var á Reykja- nesbrautinni á leið í flug af landi brott eftir 3-1 s sigur Króata á ís- lendingum í und- ankeppni EM. Jos- ip Simunic og Tomislav Butina, leikmenn króat- íska landsliðsins, voru einnig í bfln- ■* um ásamt íslensk- 1 um ökumanni og V' sakaði engan. Kovac, sem leikur með Páll Einarsson og deilan við Atla Eðvaldsson. Mál fyrstudeildarliðs Þrótt- ar voru mikið í umræðunni í lok árs. Páli Einarssyni fyrirliða og Atía Eðvaldssyni þjálfara kom ekki vel saman og eftir að ummæli höfðu gengið manna á milli í fjölmiðlum endaði málið á því að Þrótt- ur varð að ósk Páls um að fá að yfirgefa liðið. Atli sendi frá sér ítarlega grein um málið og baðst síðan afsökunar á því daginn eftir en Páll endaði á því að gera tveggja ára samning við Fylkismenn og mun hann því áfram leika í Lands- bankadeildinni næsta sumar. sem Juventus, var hins vegar allt * annað en sáttur við árekstur- inn og hellti sér yfir stelpuna sem ók bflnum sem þeir lentu í árekstri við. VISA v! BiHARI ^ARINí Unnu tvöfalt - Haukar í karla- og kvennaflokki í handbolta. Haukar urðu tvöfaldir íslandsmeistarar í handbolta síðastliðið vor og fóru bæði liðin taplaus í gegnum úrslitakeppnina. Karlaliðið varð deildarmeistari, sigraði nágrannana í FH tví- vegis í áttta liða úrslitunum, sigraði Valsmenn einnig tvívegis í undanúrslitum og í úrslitunum lögðu Haukar lið ÍBV 3-0. Kvennaliðið varð einnig deildarmeistari, sigraði bæði Fram og Val 2-0 í einvígunum í átta liða úrslitunum og undanúrslitun- um og í úrslitunum sigraði liðið svo einnig ÍBV 3-0. Úlfar Hinriksson hætti með Blika eftir glæsilegan árangur. Blikastúlkur urðu tvö- faldir meistarar í fótboltanum en þær unnu Landsbankadeildina og VISA-bikarinn með glæsibrag. Úlfar Hinriksson þjálfari liðsins sendi frá sér yfirlýsingu í lok septem- ber þess efnis að hann hefði ekki heyrt frá forráðamönnum þess varðandi framhald- ið og að hann liti því svo á að krafta hans væri ekki óskað. Úlfar sem hafði þjálfað hjá Breiðablik frá árinu 1995 tók síðar við þjálfun þriðja flokks karla hjá KR. Bannað innan 16. Risatap Valsstúikna fyrir Potsdam eftir glæsilega Evrópukeppni. Vals- stúlkur náðu frábærum ár- angri í Evrópukeppni félags- liða í fótbolta. Liðið sigraði fyrsta undanriðil sinn þar sem norsku meistararnir Röa lágu meðal annars í valnum. Því næst var haldið til Svíþjóðar og í þeim undanriðli lentu Valsstúlkur í öðru sæti og komust í átta liða úrslit keppninnar. Þar mættu þær Evrópumeisturum Turbine Potsdam frá Þýskalandi í leikjum heima og að heiman og fengu Valsstúlkur skell þar sem þær töpuðu 8-1 á heima- velli og 11-1 í Þýskalandi, samanlögð úrslit 19-2. YHlynur gegn Yao Ming þegar ísland mætti Kína í körfubolta. Hlynur Bærings- ^ son gekk stoltur frá viðureignum sínum j við hinn 226 sm háa og 134 kg kínverskal landsliðsmiðherja Yao Ming. íslenska landsliðið tapaði báðum leikjunum en þegar tölfræði þeirra kappa er / borin saman kom íslenski lands- / * liðsmaðurinn ekki illa út. Mingl ®* var með 17 stig að meðaltali f||yj leikjunum tveimur og 8 fráköst, á meðan Hlynur skor- jfeaBSk. aði að meðaltali 16 stig og hafði mikia yfirburði í frá-H köstunum með 12,5 að meðaltali íleik. ■. .. Æfingaaðstaða fijálsíþróttamanna stórbatnaði eftír að Höllin var opnuð. Sannkölluð bylting var í æfingaað- stöðu fyrir fijálsíþróttamenn þegar ný frjálsíþróttahöll, sem er viðbygging við Laugardalshöllina, var opnuð þann 29. nóvember síðastíiðinn. Frjálsíþrótta- menn höfðu æft við vægast sagt slæm- ar aðstæður í Baldurshaga undanfarin ár en með tilkomu Hallarinnar er æfignaaðstaðan orðin ailt önnur og voru sjö aldursflokkamet slegin á fyrsta mótinu þar sem ffam fór í des- ember. öm Amarson gekkst undir hjartaþræð- ingu. Örn Arnarson missti af Evrópumeist- aramótinu í sundi í desember vegna veik- inda. Örn sem var að koma sterkur upp í lok ársins eftir meiðsli undanfarin ár hneig niður að lokinni keppni í 100 metra skrið- sundi á íslandsmeistaramótinu í sundi. Örn var fluttur á spítala og fór í kjölfarið í hjartaþræðingu. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort Örn eigi afturkvæmt í hóp bestu sundmanna heims.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.