Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Page 6
6 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 Fréttír DV Stálu leik- föngum InnSrotsþjófar létu greipar sópa á nokkrum stöðum á Suðumesjum um helgina. íbúar í Grindavík tilkynntu um innbrot og þjófnað í húsi sínu í gærmorgun og var þaðan stolið tölvu og myndavél. Þá var brotíst inn í tvær bifreiðar í Keflavík. önnur þeirra stóð við Sólvallagötu og úr henni var stolið geislaspilara og geisla- diskum. Athygli vekur að í sama bfl var poki með bamafatnaði og leikföng- um og tóku þjófamir pokann einnig. Málin em í rannsókn lögreglu. Síberíuvöllur Vel má koma nýjum innanlandsflugvelli fyrir í svokallaðri Síberíu sem er mýrar- stykki við Eyrarbakka- veg. Þetta kom fram í máli Ólafs Snorrasonar, framkvæmda- stjóra Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, á súpufundi sem Eyþór Arnalds firam- bjóðandi hélt í Rauða hús- inu á Eyrarbakka á laugar- dag. Framsögumenn á fundinum vom auk Ólafs þeb Ármann Kr. Ólafsson úr Kópavogi og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóraefni sem raktí skipu- lagsmál Reykjavíkurborgar. Vilhjálmur sagðist í fyrir- lestrinum ekki vera hlynnt- ur því að flytja innanlands- flugið til Keflavíkur að því er fram kemur á sunn- lenska.is. Hver vinnur í Eurovision? Daníel Ólafsson plötusnúður. „Ég held að Silvía Nótt vinni þetta pottþétt. Öll hin lögin eru líflaus. Ég skil ekki af hverju viö ættum að senda iif- laust lag út. Ég myndi alla- vega aldrei spila eitthvað af þessum lögum. Þetta er svo súrt að þegar ég var að vinna við malbikun vareftirlitsmað- urinn búinn að senda inn lag. Ég hefbara enga trú á þessu rugli." Hann segir / Hún segir „Ég er lltið búin að fylgjst með þessu en ég vona að Silvla taki þetta. Ég held að hún yrði æð- islegur fulltrúi. Það má nefni- lega taka ekki Eurovision of al- varlega. Við höfum prófað að taka þetta ofalvarlega og það virkaöi ekki. Að mínu mati er löngu kominn tími til þess að prófa eitthvað nýtt." Eva Eiriksdóttir, nemi og fyrirsæta. Þorrablótin fóru fremur friðsamlega fram á landinu öllu um helgina. Þó voru læti á Drangsnesi. í samkomuhúsinu Baldri var Magnús Erlingsson handtekinn fyrir óspektir að sögn lögreglu. Hannes Leifsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Hólma- vík, segir að um alvarlega árás sé að ræða. Magnús segist ekki hafa gert neitt. Magnús Erlingsson var staddur á þorrablóti á Drangsnesi um helgina. Gleðin var haldin í samkomuhúsinu Baldri en þar skemmtu sér um 110 manns. Þorrablótið fór vel fram að öllu leyti fyrir utan handtökuna á Magnúsi Erlingssyni. Samkvæmt Hannesi Leifssyni, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Hólmavík, er lögreglumaður illa farinn eftir árás Magnúsar á hann. Meðal annars með tannför á líkamanum. Hannes lítur árásina alvarleg- um augum. „Ég vildi bara komast heim að sofa," segir Magnús Erlingsson en hann var gestur á þorrablóti á Drangsnesi síðastliðið laugardags- kvöld. Hann var handtekinn aðfara- nótt sunnudagsins um klukkan tvö eftir að hann trylltíst á þorrablótinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hafði forráðamaður þorra- blótsins haft samband við lögregl- una og óskað eftír því að Magnús yrði fjarlægður af staðnum. Starfs- maður samkomuhússins ætlaði að fýlgja Magnúsi heim til sín en í sömu andrá kom lögreglubíll að húsinu. Magnús reiddist er hann sá lögreglu- manninn og uppi varð fótur og fit. Hannes Leifsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Hólmavík, segir Magnús hafa ráðist á lögreglumann- inn sem sinntí útkallinu. í skottið „Mér var skellt í skottið eftir að hann hafði handjárnað mig, ég man eftir því að ég skall með hausinn í „Þegar lögreglumenn eiga við það að etja að fara í bandbrjálað- an mann er það vitað að það verða ein- hverjar ryskingar." gólfið á bílnum," segir Magnús. „Það voru ekki þannig aðstæður að það þyrftí að loka mig inni, ég vildi bara komast heim að sofa. Ég hafði ekki verið með stæla við einn eða neinn. Hannes segir að ég hafi verið stórhættulegur gestum þarna inni en það er kjaftæði," segir Magn- ús. Mar á baki, öxl og á höndum er uppskera helgarinnar hjá Magnúsi en hann er ósáttur við meðferð lög- reglunnar. Steinhaltu kjafti Lögreglumaðurinn sem handtók Magnús fékk Sigurmundu Ás- björnsdóttur til þess að keyra með sér til móts við lögreglumenn sem komu frá Hólmavík. Var áætlunin að færa Magnús um bíl svo lög- reglumaðurinn gæti snúið aftur til starfa á Drangsnesi. „Þegar við hittum hinn lögreglu- bílinn gengur einn lögreglumaður- inn að Magnúsi. Lögreglumaðurinn greip í axlirnar á honum og þá fór Magnús að hreyfa sig en hann lá á gólfinu í skotti bflsins. Lögreglu- maðurinn sagði þá við Magnús að ef hann steinhéldi ekki kjafti myndi hann rota hann," segir Sigurmunda. Skepnuskapur „Hannes fór með mig eins og skepnu," segir Magnús. „Ég bað hann að losa aðeins á handjárnunum en það vildi hann ekki gera. Við skýrslutökuna sagði hann mér aldrei hvað ég hefði gert. Hann tekur það inn á sig ef maður rífur kjaft við hann. Þegar maður er drukkinn rífur maður kjaft við hvern sem er og fólk skilur það svo sem en hann tekur það inn á sig, það er al- veg greinilegt," segir Magnús sem ætlar að fá sér lögfræðing. „Ég ætla að fá mér lögfræðing, ég gef honum þetta ekkert eftir. Hann lokar mig ekkert inni fyrir ekki neitt," segir Magnús. Með tannför Hannes Leifsson aðalvarðstjóri gefur lítið fyrir ásakanir Magnúsar. „Þetta er ekki einu sinni svara- vert. Það kemur í ljós eftir læknis- rannsókn í dag að lögreglumaður- inn er með meðal annars brákað rif og tannför. Þegar lögreglumenn eiga við það að etja að fara í band- brjálaðan mann er það vitað að það verða einhverjar ryskingar," segir Hannes. „Ég get alveg fullyrt það hér og nú að það var tekið eins varlega á þessu máli og hægt var svo hann myndi ekki skaða sjálfan sig eða aðra," segir Hannes og bætir við að lögreglumenn gangi aldrei lengra en það. Alvarleg árás „Hann er líka með sprungnar varir og marbletti á líkamanum," segir Hannes. Eftir því sem fyrsta rannsókn lögreglunnar bendir til virðist Magnús hafa tryllst er hann sá lög- reglumanninn. Hannes lítur málið alvarlegum augum. „Við tökum þetta mjög alvar- lega. Það er alveg óþolandi hvað fólk ber litla virðingu fýrir störfum lögreglu. Það er ekki hægt að menn geti gengið í skrokk á okkur þegar þeim hentar," segir Hannes um árásina. atli@dv.is Magnús Erlingsson Segir aðalvarðstjóra Lögreglunnar á Hólmavik hafa farið með sig eins og skepnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.