Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Page 17
DV Sport
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 17
Mikill stökkkraftur Hér sést Heiðar Helguson skora mark sitt á Old Trafford um helgina.
Greening frábær
West Bromwich Albion tók á
móti liði Blackbum sem undanfarn-
ar vikur hafa verið á fínu flugi. Flest-
ir bjuggust við ömggum sigri Black-
burn en annað kom uppá teningin.
Sigraði West Bromwich 2-0 með
mörkum í fyrri hálfleik frá Kevin
Campbell og Jonathan Greening.
Sýndi Jonathan Greening frábæran
leik og var mark hans svo sannarlega
í takt við það. West Ham sigraði
Sunderland einnig með tveimur
mörkum gegn engu á heimavelli sín-
um. Skoraði Dean Ashton fyrra mark
West Ham og er þetta fyrsta mark
hans frá því að hann kom frá
Norwich í Janúar.
Joðin þrjú sáu um mörkin
Tottenham menn buðu Her-
manni Hreiðarsyni og félögum
hans í Charlton í heimsókn á
White Hart Lane á sunnudaginn.
Voru Tottenham menn mikið
ferskari í leiknum og uppskáru
nokkuð öruggan 3-1 sigur. Skor-
uðu þeir Jermain Defoe og
Jermaine Jenas mörk Tottenham
og komu þeim í 3-0 áður en Jer-
ome Thomas lék snyrtilega á vörn
Tottenham og minnkaði muninn.
Voru leikmenn Tottenham betri á
öllum sviðum í leiknum og var því
sigurinn afar verðskuldaður.
Luke Moore, Aston Villa
Aston ViJla gjörsigraði andlaust lið
Middlesbrough á laugardaginn með fjór-
um mörkum gegn engu. Gerði hið gríðar-
lega efnilega ungstirni í liði Aston Villa sér
lítið fyrir og setti eitt stykld þrennu. Moore
ólst upp hjá Aston Villa en fór á láni til
Wycombe Wanderers í desember árið
2003 þar sem það tók hann ekki nema tvo
leiki að skora sitt fyrsta mark. Hann hefur
nú skorað 7 mörk í ellefu byrjunarliðsleikj-
um með liði sínu og verður það að teljast
ansi gott fyrir táningsstrák. Luke Moore
skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark í
mars á síðasta ári einmitt á móti Middles-
brough og sagði þá að markmið hans væri
að komast £ byrjunarliðið hjá Aston Villa á
næsta leiktímabili. Ljóst er að hann er bú-
inn að stimpla sig rækilega inn í lið Villa
manna í vetur og á eflaust eftir að banka á
dyrnar hjá enska landsliðinu á komandi
árum með þessu áframhaldi.
Rafa reiður útí Robben
Rafa Benitez var langt frá því að
vera sáttur við hegðun Aijen Robbens
í leik Liverpool og Chelsea um helg-
ina. Eftir að Jose Manuel Reyna hafði
tæklað Eið Smára gróflega fór Arjen
Robben að rífast við hann um brotið
sem endaði á því að Reyna ýtti í andlit
Robbens. Við það féll Robben með til-
þrifum í jörðina og Reyna uppskar
rautt spjald. „Við vorum ekld að spila
slæman bolta, við lentum einfaldlega
undir á móti góðu liði og hlutimir
urðu erfiðir," sagði Benitez en bætti
við að hann þyrfti að hraða sér vegna
þess að hann þyrfti að fara á spítalann
til þess að heimsækja Robben sem að
hlyti að vera stórslasaður. „Reyna
gerði mistök af því að hann var undir
pressu en Robben kastaði sér einfald-
lega í jörðina, það er mgl að horfa á
rautt spjald fyrir svona eftir öll spörkin
sem að ekkert er gert í inná vellinum
venjulega." Að lokum sagði Benitez að
hann væri h'tið annað en vonsvikinn
Jose Reina sparkar Eið niður Jose Reina
markvörður Liverpool brýtur hér á Eið Smára.
eftir rauða spjaldið, eftir að hafa horft
á endursýninguna væri hann einfald-
lega meira vonsvikinn.
Jermaine Defoe, Tottenham
James Mllner, Aston Villa
Christiano Ronaldo, Man Utd
Vassiriki Diaby, Arsenal
Stelios Giannakopolous, Bolton
Steve Caldwell, Sunderland
Wayne Bridge, Fulham
David Weir, Everton Titus Bramble, Newcastle
Tomasz Kuszczak, WBA
Alan Shearer framherji skor-
aði sitt201. mark með
Newcastle. Með þessu marki
varð hann markahæsti leik-
maður félagsins frá upphafi
en undanfarnar vikur erhann
búinn að vera fastur í200 mörkun-
um. Fyrra metið átti goðsögnin Jackie Mil-
burn sem lék með Newcastle á 5. og 6. ára-
tug siðustu aldar. Newcastle sigraði leikinn
með tveimur mörkum gegn engu, en þetta
var fyrsti leikur Newcastie á tímabilinu eftir
að Graeme Souness var rekinn.
Jose ManuelReyna mark-
vörður Liverpool fékk
rauttspjald I leiknum
gegn Chelsea eftir að
hafa straujað Eið Smára
Gudjohnsen á áttugustu
mlnútu íleik liðana á sunnudaginn. Eiður
Smári hafði leikið á hann inní vitateig að-
eins nokkrum sekúndum eftir að hafa
verið skipt inná og brást Reyna við þvi
með því að klippa Eið niður á lofti og ýta
siðan hressilega I andlitið á Arjen Robben
sem var afar ósáttur með tæklinguna.
Hvítrússinn Alexander Hleb er ekki
ánægður með frammistöðu sína
Hleb sár út
sjálfan sig
Alexander Hleb, miðjumaður-
inn sterki kom frá þýska liðinu
Stuttgart og var mikið talað um að
þetta væri réttur leikmaður til
þess að fylla í skarðið sem að Pat-
rick Viera skildi eftir sig. Viera
skildi eftir sig erfitt vekefni og er
pressan búin að leika Hvít-rússan
grimmt á fyrsta leiktímabili hans í
úrvalsdeildinni. Hinn 24 ára gamli
Hleb hefur ekki náð að festa sig í
byrjunarliði og lítið látið til sín
taka á hálfdöpm tímabili Arsenal í
ár.
„Auðvitað er ég ósáttur með
gengi liðsins, mér finnst líka
óþægilegt að ég virðist ekki geta
sannfært framkvæmdarstjórann
um að hann eigi að nota mig á
vellinum" sagði Hleb. Hleb sem
kostaði Arsenal litlar tfu milljónir
punda hefur aðeins verið í byrjun-
arliðinu í tíu leikjum á tímabilinu
og virðist vera kominn fyrir aftan
táningana Cesc Fabregas og Vass-
iriki Diaby í miðjustöðunni með
Brasilíumanninum GiJberto Silva.