Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Page 22
22 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 Sport jyv Viggó er hætt- ur með lands- liðið m/ : rlfc Viggó Sigurðsson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sín- um við HSÍ og er því hættur sem landsliðs- þjálfari íslands í handbolta þrátt fyrir að liðið hafi náð 7. sæti á EM í Sviss. Viggó hefur þjálfað liðið síðan í október 2004 þegar hann tók við af Guðmundi Guðmundssyni. Handknattleikssambandið þarf að hefja leit að nýjum landsliðsþjálfara sem fýrst því framundan er stórt verk efni í vor sem er að koma liðinu inn á næsta stórmót. Island mætir Svíum í um- spili íslenska handboltalands- liðið mætir Svíum í umspili um sæti á Heimsmeistara- mótinu í Þýskalandi 2007 en leikið verður heima og heiman í júní næstkomandi. í umspilinu mætast: Serbía- Tékkland, Grikkland-Pól- land, Portúgal-Úkraína, Sviss-Rússland, Slóvenía- Austurríki, Svíþjóð-fsland, Rúmema-Noregur og Slóvakía-U ngverjaland. Þjóðverjar í fimmta sæti Þjóðverjar tryggðu sér fimmta sætið með því aö vinna Rússa 32-30. Rússar byrjuðu mun betur og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en þeir voru yfir 16-12 í hálfleik. Þjóð- verjar tóku síðan öll völd og unnu seinni hálfleikinn sannfær- andi. Rússar réðu ekkert við skytturnar Pascal Hens og Christian Zeitz sem skoruðu saman 22 mörk þar af 13 í seinni hálfleik. Spánverjarog Frakkarsterk- ari Bæði Krótatar og Danir komust þremur mörk- um yfir í undanúrslita- leikjum sínum við Frakka og Spánverja en réðu ekki við hina miklu breidd sem liðin búa yfir. Frakkar unnu Króata 29-23 þar sem Theirry Omeyer varði 21 skot og Spánveijar unnu Dani 34-31 og markvörður þeirra David Barrufet var lfkt og hjá Frökk- c unum valin maður leiksins en hann varði 18 bolta. íslenska landsliðið í handbolta náði einum af sínum besta árangri frá upphafi á stórmótum með því að næla í sjöunda sætið á Evrópu- mótinu í Sviss. Á bak við árangur liðsins var frábær frammistaða margra leikmanna sem hjálpuðu íslenska landsliðinu enn á ný að standa sig frábærlega í baráttunni við stærstu handboltaþjóðir heims- ins. í lok mótsins er gaman að skoða tölfræði íslenska landsliðsins og það gerir DV í dag auk þess að gefa hverjum leikmanni einkunn með nokkrum vel völdum orðum. Evrópukeppnin í Sviss var bæði keppni hetjudáða og hörmuglegra meiðsla og að margra mati voru það meiðsli sterkra leikmanna bæði fyrir mót sem og á meðan mótinu stóð sem komu í veg fyrir að landsliðið komst lengra en raun bar vitni. Það er alveg ljóst að meiðsli þriggja lykilmanna settu mikið strik í reikninginn og gerðu það að verkum að orka nokkurra leik- manna var nánast á þrotum þegar kom að lokaleiknum gegn Norð- mönnum. Tveir leikmenn standa upp úr Tveir leikmenn standa upp úr þegar frammistaða liðsins er met- in en þeir Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson sýndu og sönnuðu að þeir eru tveir af bestu handboltamönnum heims. Báðir tóku mikla ábyrgð á leik liðsins og leiddu liðið á mikilvæg- um tímapunktum. Ólafur héfur líklega aldrei spilað betur á stór- móti og Snorri Steinn er orðinn leiðtogi framtíðarlandsliðs ís- lands. Auk þeirra átti Alexander Petersson frábært mót fram að því að hann kjálkabrotnaði og Róbert Gunnarsson nýtti sín tækifæri mjög vel. Þá má ekki gleyma Sig- fúsi Sigurðssyni sem spilaði meiddur og sárþjáður en var engu að síður kletturinn í íslensku vörninni. Þá spilaði liðið aldrei betur Guðjón Valur Sigurðsson og Birkir ívar Guðmundsson áttu báðir mjög góða spretti og þegar þeir spiluðu vel þá var íslenska liðið upp á sitt besta. Arnór Atla- son skilaði gífurlega kröfuhörðu verkefni með sæmd og Einar Hólmgeirsson var á mikilli upp- leið þegar hann varð fyrir meiðsl- unum skelfilegu gegn Króötum. Aðrir leikmenn spiluðu minna hlutverk en landsliðið hefði samt þurft meiri framlög frá síðasta þriðjungi leikmannahópsins. Ólafur aldrei skorað meira að meðaltali Ólafur Stefánsson skoraði 33 mörk í þeim Qórum leikjum sem hann spilaði á Evrópumótinu og hefur hann aldrei skorað fleiri mörk að meðaltali á stórmóti. Ólafur skoraði 8,3 mörk að meðal- tali í leik og það þrátt fyrir að skora aðeins 4 af 33 mörkum sín- um úr vítaköstum. Þetta var tí- unda stórmót Ólafs en hann hafði mest skorað 7,3 mörk að meðaltaii á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir íjórum árum þegar hann varð markakóngur með 58 mörk í 8 leikjum. Ólafur skoraði einnig yfir siö mörk að meðaltali í 6 leikjum á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 en þá skoraði hann 43 mörk eða 7,2 að meðaltali í leik. Arnór gaf flestar stoðsend- ingar Arnór Atlason gaf flestar stoðsendingar hjá fslenska lands- liðinu á EM í Sviss og er þetta fyrsta stórmótið síðan á HM á ís- landi 1995 þar sem Ólafur Stef- ánsson er ekki efstur í stoðsend- ingum á stórmóti. Arnór gaf alls 38 stoðsendingar eða 6,3 að með- atali í leik. Ólafur gaf 10 stoðsend- ingum færra en lék aðeins 4 leiki þannig að hann var því með 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Arnór gaf 16 af sínum stoðsend- ingum inn á línu og flestar send- ingarnar gaf hann á Guðjón Val eða alls 11 þar af sex þeirra í sigur- j leiknum gegn Rússum. Róbert nýtti 18 síðustu skotin sín Róbert Gunnarsson nýtti skot- in sín frábærlega á Evrópumótinu j en hann misnotaði aðeins eitt i skot af þeim 22 sem hann tók í j leikjunum sex. Það var aðeins ungverski markvörðurinn Gabor j Szente sem náði að verja frá hon- um og það bara eitt skot. Róbert j klikkaði þannig á fyrsta skoti sínu j í leiknum við Ungverja en skoraði | á endanum sex mörk í leiknum. Róbert nýtti öll skotin sín í leikj- unum við Rússa, Króata og Norð- menn í milliriðlinum og skoraði því úr 18 síðustu skotum sínum á mótinu. Róbert var einnig sá leik- maður sem fiskaði flest víti (12) og flesta leikmenn andstæðinganna | (10) útaf í tvær mínútur. Alexander náði 9 boltum Alexander Pettersson stal 9 boltum af mótherjum íslenska I liðsins í þeim fjórum leikjum sem | hann spilaði og fiskaði að auki 3 ruðninga. Alexander stal mörgum af þessum boltum á ótrúlegan hátt þegar fslenska liðið var búið að missa boltann og mótherjarnir voru á fullri ferð fram í hraðaupp- j hlaup. Alexander stal 3 boltum i gegn Serbum, 2 gegn Dönum, 3 gegn Ungverjum og einum gegn RÚSSUm. ooj@dv.is \ [ g j §'i t> Ti Snorri Steinn Guðjónsson 42/17 P Guðjón Valur Sigurðsson 38/3 | Ólafur Stefánsson 33/4 1 1 Róbert Gunnarsson 21 I I Arnór Atlason 14 1 I Alexander Petersson 12 I I Einar Hólmgeirsson 11 I Róbert Gunnarsson 12 (10 skiluðu mark Sigfús Sigurðsson 5 ( Guðjón Valur Sigurðsson 4 ( Alexander Petersson 4 ( Arnór Atlason 2 ( Snorri Steinn Guðjónsson 2 (( 'WM Flestar stoðsendingar: ArnórAtlason 38 (16 inn á línu) Ólafur Stefánsson 28 (1 °) Snorri Steinn Guðjónsson 16 (2) Alexander Petersson 12 <1) Guðjón Valur Sigurðsson 8 (3) Sigurður Eggertsson 4 ® Flestir stolnir . boltar: i< Alexander Petersson Slgfús Sigurösson Snorri Steinn Guðjónsson Ólafúr Stefánsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson KR°fspL$ate,nn Guðjónsson Skot/Mörk(Nýting); 291 Skipting marka: 17 víti, 10 lanosknt e. /42(64'ý%) 6 aflinu, 3 hraðaupphíaup 9 ' 9egnumbrot' Stoðsendingar (Inn á linu): Fiskuð viti: 16 (2) Tapaðir boitar: 2 Stolnir boltar: 12 Fiskaðir brottrekstrar: 5 Brottrekstrar: s Flestir fiskaðir brottrekstrar: DV-dómurinn: Róbert Gunnarsson Ólafur Stefánsson Alexander Petersson Snorti Stelnn Guöjónsson Guðjón Valur Sigurðsson Amór Atlason Frábær, nýr leiðtogi fæddur ■v Ólafur Stefánsson Guðjón Valur Slgurðsson Snorri Steinn Guðjónsson Róbert Gunnarsson Einar Hólmgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.