Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Síða 29
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 29
Lesendur
Georg VI konungur deyr í svefni
Þennan dag árið 1952 lést Ge-
org VI konungur í svefni í kjölfar
lungnasjúkdóms, 56 ára að aldri.
Þjónn kom að konunginum látn-
um í rúmi sínu að morgni dags.
Hann varð sá síðasti til að kallast
keisari Indlands og konungur ír-
lands í heimssögunni. Hans er
fyrst og fremst minnst sem sam-
einingartákns baráttu Breta gegn
nasistum í seinni heimsstyrjöld-
inni. Elfsabet dóttir hans var ein-
ungis 25 ára að aldri og stödd við
veiðar í Kenía þegar hún frétti af
dauða föður síns. Hún varð sam-
stundis drottning Bretlands en
sór embættiseið tveimur dögum
síðar í heimalandinu.
Georg VI var annar sonur Ge-
orgs V og Alexöndru drottningar.
Edward VIII var frumburður
þeirra, en hann afsalaði sér völd-
um til að kvænast hinni fráskildu
og bandarísku Wallis Simpson.
Því varð Georg VI ríkiserfingi og
konungur við dauða Georgs V.
Saga Bretlands og kóngafjölskyld-
unnar þar hefði því orðið allt
I dag
árið 1922 var Halldór Kilj-
an Marie Pierre Laxness
„skírður og fermdur“ inn
í kaþólsku kirkjuna i
Clervaux-klaustri í
Lúxemborg.
önnur hefði flókið ástarlíf Ed-
wards ekki komið til sögunnar.
Málverk af Georg VI
Hann léstþennan dag
fyrir 54 drum slðan.
V'
Úr bloggheimum
Ertiggjaðgrínast?
„Ég heyrði júróvisjónlagið hennar
Sylvlu Náttar núna áðan. Og viti
menn, mér fannst það öm-
urlegt. surprise surprise.
Að senda þetta súra
innanhússdjók í
keppnina er vond hug-
mynd fólk. vond hug-
mynd. Það er ekki nokkur
einast helvítist sjéns að þetta
kæmist upp úr undanrásunum. Sem
er ein helsta ástæða þess að það ligg-
ur við að mig langi til að þetta vinni.
Ekki eru hin lögin svo sem neitt
skárri..."
Jóhannes Þ. Skúiason - bess-
erwiss.com
Að treysta fjársvikur-
um
„Afhverju finnst mér
eins og e-mail sem
byrja á
„Dear, Good day to
you asyou read this
mail I will wantyou to have itin mind
that
this is not another internet scam from
africa.but a true plead for help. “
séu eitthvað sem maður á ekki að
treysta??"
Katrín Atladóttir - katr-
in.is
Ég hefaldrei
„Ég hefaldrei heyrt jafn-
mikla tilgerð í kynnum og I
söngvakeppni sjónvarpsins.
Ég hefaldrei heyrt jafnmikið afvond-
um iögum á sama kvöldinu."
Bragi Skaftason - bragi.klaki.net
Að halda með Islandi
„...Þjóðernisstolt/remba er eitthvað
sem fór alltaf mikið I taugarnará mér
á árum áður. En einhverra
hluta vegna er það að
breytast. Ég er með-
vitaður um hversu
heimskulegt þetta
er. Maður heldur
með einhverjum sem
maður tengist ekkert,
eða neitt, en hinsvegar eru þeir Islend-
ingar. Vei- þvi ber að fagnal?"
Stefán Örn Sturiaúgsson -
soss.blogdiive.com
Lesendur DVeru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Dustið rykið úr augunum
Þór Jóhannesson
vararfólkviðað
nota slðustu aurana
I benslnsjálfsala.
Vesturbæingurinn segir
ættu að hafa opnað augu almenn-
ings um að jafnræði rfkir ekki þeg-
ar um skemmtikrafta ræðir. Sumir
eru fyndnir. Að öðrum er hlegið.
Snillingurinn tvinnar saman þetta
tvennt.
Verum hreinskilin og höfum
gaman.
Songvakeppnin „Sumireru
• * fyndnir. Að öörum er hlegið.
jSnillingurinn tvinnarsaman
Iþetta tvennt/segirFrosti.
Frosti Runólfsson skrifar:
Mig langaði bara einfaldlega að
skrifa inn og benda á það í sam-
bandi við alla þessa leiðu snillinga
sem höfðu, eða einfaldlega binda
framtíð sína við sitt litla, en sterka
lag sem myndi/mun sigra hjörtu,
færa fjöll og flytja vatn eftir dúnd-
ur framreiðslu þess lags á kom-
andi Euróvisionkeppni.
Lesendur
Hver veit nema „Það var lagið“
leiði til þess að Kárahnjúkavirkj-
unin verði lögð niður. „100%“,
það ætti að hafa áhrif á versnandi
ástand Afríku. Margir segja: „Páll
Magnússon hefði ekki hunsað
þetta ef um mitt lag hefði verið að
ræða.“
Dustið rykið úr augunum. Þið
eruð ekki jafn áhugaverð og Silvía
Nótt. Hún stendur skrefi framar
en flestir vegna þess að hún er nú
þegar góður performer sem að
land og þjóð er ánægð með, að
meirihluta. Allir þessir Idol-þættir
lcelandairer ömurlegt
Úlfur Uggason skrifar:
Ég flaug með Icelandair nýlega.
Hef aldrei á ævi minni borgað svo
mikið og fengið svo lítið í staðinn.
Flugið tók þrjá, fjóra tíma og
kostaði frá 25-50 þúsund á mann. A
meðan á flugi stóð fékk ég svokall-
aðan „mat“: eitt lítið brauð, smá
kjúkling og hálft Twix í eftirrétt.
Þarf maður virkilega að borga
80-100 þús. á Saga Class til að fá
eitthvað almennilegt að borða? Er
ekki nóg að borga 25 til 50 þúsund?
Ætti maður ekki að eiga von á mat
sem er allavefja 1000 kallsíýirbi;-
Maturinn sem okkur var boðið upp
á var svona um það bil 300 króna
virði.
Þetta er óásættanlegt. Væri ekki
hægt að til dæmis bjóða manni að
kaupa ferð fyrir þúsund krónur í
viðbót og framreiða einhvern al-
mennilegan mat í staðinn.
Fyrir utan þetta þurfti vélin síð-
an að bíða í klukkutíma á flugvellin-
um eftir að við lentum. Ástæðan er
að Icelandair kaupir lélegasta og
ódýrasta innganginn.
Við ættum ekki að sætta okkur
við þetta. Við eyðum og eyðum og
lcelandair „Ætti maðurekki að eiga von á
mat sem er allavega 1000 kalls virði. Matur-
inn sem okkur var boðiö upp á var svona 300
króna viröi,“segir Úlfur.
erum talin rík þjóð. Látum stjórn-
endur Icelandair heyra það, þeir
eru Jóakim endur!
Olís rændi mig
Það er gömul og gild regla í
fféttamennsku að ef hundur bítur
mann er það ekki frétt, en hins veg-
ar er það frétt ef maður bítur hund.
Ég ætla því að skrifa ffétt í dag. Að
vísu beit ég ekki neinn hund og veit
ekki til þess að nokkur hafi gert það
en ég var bitinn sem hundur, ef svo
má að orði komast.
Þannig var mál með vexti að ég
fór á bensínstöð Olís
við Sæbraut á
þriðjudagsnóttina
til þess að taka
bensín. Þar sem
þetta var 31. dagur
mánaðarins hafði ég
ekki fengið útborg-
að og átti því eftir einar fimm hund-
ruð krónur. Þær voru sérstaklega
sparaðar til þess að eiga fyrir bens-
íni svo ég kæmist leiða minna dag-
inn eftir. Ég setti aleiguna í sjálfsal-
ann þar og valdi dælu fímm. Þegar
ég reyndi að dæla gerðist ekkert, og
það þrátt fyrir að ég hefði hafið dæl-
inguna löngu áður en þær þrjár
mínútur sem sjálfsalinn veitti mér
sem gálgafrest voru liðnar. Ég var
sem sagt rændur af bensínstöðinni.
Auðvitað varð ég hundfúll, og
reyndi að finna myndavélar á plan-
inu til þess að æsa mig framan í. Svo
var ég ekki með sfmann á mér til að
hringja í þá. Hélt ég því hundfúll
heim og ætlaði sko að láta þessa
þjófa heyra það næsta dag.
Þá var ég hættur að láta þetta
fara í taugarnar á mér og ákvað að
sleppa öllum frekari aðgerðum. Já,
svona er maður! Lætur ræna sig af
bensínstöð og gerir ekkert í málinu,
eins og hundsgreyið sem bitið er af
manninum. Hvað á maður annars
að gera? Jú, forðast Olís eins og
hundurinn forðast kvalara sinn en
ekkert meir. Svona er líf mitt sem
hundur.
Elskar íslenskt tónlistarlíf og orku
„Ég er að læra íslensku en það er
stundum erfitt að tala hana þegar ég
er að flýta mér,“ segir Kurt Kopecky,
hljómlistarstjóri íslensku ópemnnar.
Hann hefur verið hér siðan haustið
2003 með konu sinni. Þegar Kurt
spjallar yið blaðamann er hann í
stuttri þásu frá æfingum fyrir ftum-
sýningu Óperunnar á Öskubusku eft-
ir Ossini, sem ffumflutt var í gær.
„Við hjónin elskum bæði landið
og fólkið héma. Orkan er einstök
héma og náttúran frábær. Ég er alltaf
innilokaður í vinnunni þannig að
þegar færi gefst fer ég út úr bænum og
anda að mér fjallaloftinu. Ég fór til
dæmis út á land með foreldrum mín-
um sem vom héma í síðustu viku og
urðu ástfangnir af landinu. Það er lík-
legast því að þakka að þau fengu sex
sólardaga og halda núna að það sé
sumar allan ársins hring á Islandi.
Tónlist og listalíf er mjög öflugt héma
og því hvergi betra að vera fyrir ungan
íónlistarstjóra," segir Kurt sem er 32
ára og bætir við að hljómsveitarstjór-
ar em taldir ungir fram undir sextugt
svo hann á langan feril framundan.
Kurt segir Finrtland einnig heilla,
sérstaklega þar sem kona hans er
ftnnsk. Hann vonast til þess jafnvel að
komast þangað í störf í framtíðinni;
en tekur ffam að ekkert sé ráðið í
þeim efnum.
Kurt kom hingað fyrir tilstilli Dav-
íðs Ólafssonar söngvara sem var með
honum við nám í Vín og tekur nú þátt
í uppsetningu Öskubusku.
„Við Davíð héldum góðu sam-
bandi eftir námið þótt leiðir okkar
skildu. Hann fór til Þýskalands og ég
til Sviss. Einn daginn fæ ég tölvupóst
ffá honum þar sem hann segist hafa
verið fastráðinn við Ópemna og þeir
væm að leita að tónlistarstjóra. Þeir
„Þau fengu sex sól-
ardaga og halda
núna að það sé sum-
ar allan ársins hríng
á íslandi
gerðu mér síðan tilboð sem ég stökk á
og sé ekki eftir. Þrátt fyrir að húsnæði
Ópemnnar sé lítið er ótrúlega góður
andi héma og frábært starfsfólk sem
vinnur héma, atvinnumenn fram í
fingurgóma."
Kurt gefur lítið fyrir hjátrú þá sem
virðist loða við listamenn í faginu.
„Þetta er náttúrulega fyrst og ffemst
mikil vinna, en heppnin verður líka
að vera til staðar."
Kurt er fæddur og uppalinn í Austurríki, sonur þeirra Kurt Kopecky og Rosu
Munde. Hann hóf að læra á píanó fyrir sitt eigið tilstilli sjö ára gamall. Kurt út-
skrifaðist sem hljómsveitarstjóri frá University of Music í Vín árið 2000. Að
námi loknu var hann ráðinn til óperuhúss í Biel í Sviss og vann þar í fjögur ár.
Hann hefur verið píanóæfinga- og hljómsveitarstjóri Óperunnar frá 2003.