Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006
Fréttir 0V
Glæpafélagar
dæmdir
Hinrik Páll Friðriksson og
Friðrik Halldór Kristjánsson
voru dæmdir í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær fyrir fjár-
svik og þjófnað í september
2005. Hinrik og Friðrik em
dæmdir fyrir að hafa stolið
veski ásamt skjölum og skil-
ríkjum á Kaffi Cosý. Þeir
misnotuðu svo greiðslukort
sem var í veskinu með því
að versla með því fyrir and-
virði tæpra 16 þúsund
króna. Friðrik var dæmdur í
þriggja mánaða fangelsi en
Hinrik var dæmdur á tveggja
ára skilorð.
Eurovision-
mál í
útvarpsráði
Útvarpssráð Qallar í dag
um stjórnsýslukæm Krist-
jáns Hreinssonar á hendur
útvarpsstjóra vegna áfram-
haldandi þátttöku Silvíu
Nóttar í Eurovision. Lagi
Silvíu var dreift um netið
áður en það var flutt í
keppninni og telur Kristján
það brot á reglum keppn-
innar og segir að fleiri
standi á bak við þessa kæm
þótt hann skrifi einn undir
hana. Útvarpsstjóri beri
ábyrgð samkvæmt lögum á
dagskrá Sjónvarpsins og að
reglum sé fýlgt. Brjóti hann
af sér í starfi þurfi að kæra
þau afbrot til útvarpsráðs.
Banaslys í
Stjörnugróf
Tæplega sjötugur
maður lést samstundis að
því er talið er þegar hann
var að vinna við tengi-
vagn vömbifreiðar við
heimili sitt að Stjörnugróf
í Reykjavík. Eiginkona
mannsins kom að honum
og tilkynnti lögreglu um
slysið. Vinnueftirlit ríks-
ins vinnur nú að rann-
sókn málsins ásamt lög-
reglu. Talið er að búkki
sem tengivagninn hafi
legið á hafi gefið sig með
þeim afleiðingum að
vagninn skall á mannin-
um sem lá undir honum
við viðgerðir.
Lögreglubíll
I Ingibergur segir lögreglu
hafakýltsig tugum
sinnum á gólfi biisins.
Blar og mar
inn Eftir árás
lógreglunnar
segir Ingibergi
x Odds
sig af t
íaður í
Fjölmenni var á þorrablótinu á laugardaginn í Iþróttahúsinu í
Kaplakrika í Hafnarfirði. Lögreglan í bænum þurfti að hafa
nokkur afskipti af þorrablótsgestum en nokkrir voru hand-
teknir á skemmtuninni vegna ölvunar og óspekta. Ingibergur
Oddsson, smiður og fimm barna faðir í Hafnarfirði, segist þó
ekki hafa gert neitt sem réttlætti handtöku, hvað þá ofbeldi af
hálfu lögreglumanna í Hafnarfirði.
„Hann hóf að sparka og sparka í
bakið á mér þegar ég lá á gólfinu,"
segir Ingibergur Oddsson þegar
hann lýsir árás lögreglumanna fyrir
utan Kaplakrika í Hafnarfirði á
laugardagskvöld.
Ingibergur sakar lögregluna um
gróft ofbeldi.
Handjárnaður
„Þetta var klukkan þrjú um nótt-
ina. Kona bróður míns og bróðir
minn voru að þrasa eitthvað og ég
fór svona á milli þeirra til þess að
róa þau," segir Ingibergur Oddsson.
„Ég sagðist ekki nenna að hlusta
á svona kjaftæði og ætlaði bara að
ganga heim til mín en þá var stokk-
ið aftan á mig og ég keyrður í gólfið.
Ég spurði rólegur hvað væri í gangi
en mér var ekkert sagt," segir Ingi-
bergur.
Kýldur og kæfður
„Lögreglumaðurinn byrjaði að
sparka og sparka í bakið á mér þeg-
ar ég lá á gólfinu í lögreglubílnum
og setti löppina að hálsinum á mér
og þrengdi að svo ég náði ekki að
anda. Ég sagði við hann að þetta
gæti hann ekki gert ef ég væri ekki
járnaður en þá brást hann illa við og
réðst á mig og kýldi mig svona tutt-
ugu til þijátíu sinnum. Hann spark-
aði síðan með hælnum í andlitið á
mér, bakið, hálsinn og hnakkann,"
segir Ingibergur sem var að eigin
sögn farinn að missa meðvitund
þegar þarna var komið við sögu.
Ingibergur rankaði við sér í
fangaklefa lögreglunnar.„Ég byrjaði
að lemja á hurðina en það liðu fjór-
ir tímar þar til þeir töluðu við mig.
Ég fékk að fara klukkan níu um
morguninn úr fangaklefanum. Það
var einn lögreglumaður sem hvísl-
aði að mér þegar ég gekk út úr lög-
Alvarlegar bólgur Eru á hálsi Ingibergs
en áverkamjr eru á svokölluðu áverkavott-
orði sem Ingibergur fékk hjá lækni og ætlar
séraðnota þegar hann kærir lögregluna.
reglustöðinni að ég ætti að fara
strax og kæra þetta."
Vill skaðabætur
„Þegar lögreglan komst að því að
ég var bláedrú þetta kvöld brá þeim
töluvert," segir Ingibergur sem vill
að lögreglan greiði honum skaða-
bætur.
„Ég er óvinnufær og verð
óvinnufær í einn og hálfan til tvo
mánuði. Þeir skulu borga laun allan
þann tíma og borga þann skaða
sem þeir ollu mér. Ég er með
smíðafyrirtæki og er með stór verk-
efni núna og þetta er það síðasta
sem ég vildi. Ég er fimm bama faðir
og þetta er ekki eitthvað sem ég
sækist eftir í lífinu," segir Ingibergur
sem er lemstraður eftir það sem
hann segir meðferð lögreglunnar.
Hann hefur fengið áverkavottorð
hjá lækni en hann er meðal annars
með brákað viðbein og alvarlegar
bólgur á hálsi, mar á baki, brjósti,
herðablöðum og á höndum.
Ekkert óeðlilegt
„Það er ekki í gögnum lögreglu
sem bendir til þess að eitthvað
óeðlilegt hafi átt sér stað," segir
Kristján Ó. Guðnason, rannsóknar-
lögreglumaður hjá Lögreglunni í
Hafnarfirði.
„Ef hann telur að á honum hafi
verið brotið, það gildir um alla sem
verða fýrir því, þá geta þeir kært það
til lögreglu og sú kæra fer til Ríkis-
saksóknara," segir Kristján en hann
segir að mikið hafi gengið á þetta
kvöld og þessa nótt.
atli@idv.is
Eggjalaus La
Svartliöföi er farinn að skilja ar-
kítektúr. örlítið meira með hverju
árinu sem líður. Ekki það að form-
eða hönnunarpælingar heilli. Þetta
snýst frekar um einbeittan vilja að
gera umhverfið þægilegra.
Svarthöfði er eigingjarn og vill
hafa hlutina eftir sínu höfði. Það er
því eins með arkítektúrinn og hús-
gagnakaup. Þau njóta sífellt meiri
vinsælda. La-Z-boy er djásnið í safn-
inu um þessar mundir en Svarthöfði
stefnir á frekari umhverfissnið á
heimilinu á næstu misserum.
í ljósi þessara nýtilkomnu áhuga-
mála festir Svarthöfði fókus á frétt-
um á borð við þær að hollenskur
sérvitringur hafi verið fenginn til að
undirbúa Vatnsmýrina undir teikn-
ingar spekúlanta, sem sjá handan
flugbrauta og skýla götur og hýsi.
Menn og konur og bíla og hjól.
Hollenski sérvitringurinn Rem
Koolhaas er Svarthöfða að skapi.
Fyrir utan að vera ruglaður og öskr-
andi og ómögulegur í samvinnu þá
býr hanrí til hús eins og Svarthöfði
vill hafa þau. Koolhaas hannar ekki
út frá fagurfræðinni einni saman,
—
X3 íiya íjnB syrr
„Ég hefþað nokkuð gott,"segir Finnur Arnar Arnarsson myndlistarmaður sem
opnaði sýningu í Bananananas um helgina.„Opnunin varmjög Ijúfog hugguleg
stemning í portinu þar sem boðið var upp á kakó og Stroh. Ég er bara sáttur við út-
komuna enda er þetta drulluskemmtilegt sýningarrými og þeir standa sig vel gallerl-
istanir Harry og Stebbi
eins og svo margir ómögulegir pá-
fuglar stéttarinnar. Hann lítur fyrst á
notagildið. Bjó til bókasafn í Banda-
ríkjunum sem lítur
út eins og
kubba-
hrúga. Og
þannig er
safnið sjálft
best f heimi.
Tónlistarhúsið
hans á Spáni er
hlunkur en
virkar.
Þessi gæi býr
til stóla eins og
La-Z-boy. Hann
býr ekki til stóla
eins og Egg. Þægindi
og notagildi eru ofar út-
litinu einu.
Svarthöfði fékk örlitla von þegar
hann las um hollenska sérvitring-
inn. Von um Vatnsmýri sem virkar.
Reglan hér á landi er
nefnilega að hvorki La-
Z-boy né Egg verða til
þegar arkítektar og skipulags-
fræðingar leika lausum hala í borg-
aralegum útrásarpælingum. Reglan
er frekar í ætt við eldhússtóla. Með
skökkum löppum. Og stingandi flís-
um. Svaithöföi