Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 29
DV Lífið ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 29 Undirskrift- arlisti til stuðnings Silvíu Nott Eins og land og þjóð veit þá hefur ver- ið mikið mál útaf laginu Til hamingju fsland sem flutt er af Silvíu Nótt. Lagið lak á netið fyrir keppnina, en útvarps- stjóri ákvað að leyfa lagið þrátt fyrir það. Kristján Hreinsson hefur kært málið til útvarpsráðs. Lagið er engu að síður gríðarlega vinsælt og þá kannski sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.Til stuðnings iaginu góða hefur verið settur á laggirnar undir- skriftarlisti. Hægt er að fara á slóð- ; ina www.petit- * iononline.com/Sil-1 via og skrifa nafn og kennitölu til að styðja við laglð. Konukvöld Létt 96,7 í Smáralind Útvarpsstöðin Létt 96,7 stendur árlega fyrir konukvöldi. Enginn breyting verð- ur þar á þetta árið, nema kannski að það verði glæsilegra en áður. Gleðin mun fara fram í Smárlind. Kvöldið verður haldið miðvikudaginn 8. febrú- ar og verður tekið á móti dömunum með fordrykk í Vetrargarðinum. Dag- skráinn er glæsileg og koma fram tón- listarmenn eins og Bubbi, Bjarni Ara og Raggi Bjarna, ásamt ótal öðrum færum listamönnum. Aðeins konur komast á kvöldið og þurfa dömurnar að fylgjast með á Létt 96,7 til að fá miða. Óli Geir hélt sig heima Umdeildasti maður landsins þessa dagana, fyrrverandi herra fsland Ólaf- ur Geir Jónsson lét lítið fyrir sér fara á skemmtanalífinu síðustu helgi enda kannski ekki að furða. Drengurinn hef- urfengið mikla athygli undanfarið og verið gagnrýndur fyrir slæmt fordæmi og óhollt líferni. Óli nýtti þess vegna helgina í íþróttaiðkun í stað skemmt- ana og var mál manna að hans hafi ver- ið saknað á skemmtistöð- um Reykjavík- ur enda alltaf gaman að sjá myndarlega menn á borð viðóla Geír hrista sig á dansgólfinu. „Við vorum að klára að mixa og ganga £rá 3 lögum," segir Lárus Jó- hannesson um samstarf sitt og hljómsveitarinnar Jakobínurínu. Lárus er eigandi 12 tóna sem gefur út hina ungu og efnilega hljómsveit. „Það var Ken Thomas sem tók upp lögin," en hann hefur unnið með ís- lenskum böndum á borð við Sigur- rós og Mínus að sögn Lárusar. „Þetta er náttúrlega algjör heiður fyrir strákana að fá að vinna með honum." Lárus segir að engar fastar dagsetningar séu komnar, en stefn- an sé sett á að gefa lögin þrjú út í apríl. „Við erum að leita að fyrirtæki sem er til í að gefa lögin út sem sín- gúl í Bretlandi." Lárus segir að upp- haflega hafi átt að taka upp eitt til tvö lög til að láta í spilun hér heima, en svo hafi þau áform breyst. „Það stóð alltaf til að taka upp.“ Lárus segir áhugann á hljóm- sveitinni hafa verið gríðarlega mik- inn fyrir utan landsteinanna og eru þeir strákamir meðal annars að fara að spila á South by South West há- tíðinni í Austin, Texas. „Flest bönd spila bara sjnn hálftíma þar, en strákarnir hafa þurft að haftta til- boðum um spilun og þurfa velja það besta," og segir Lárus að þeir félagar muni spila á stöðum þar sem mjög stórir menn úr tónlistarbransanum séu viðstaddir. „Þarna eru fullt af partýum sem eru haldin af útgáfu- fyrirtækjum og tónlistartímaritum og strákcimir munu spila í einhveij- um af þeim." Láms vill meina að ef þessi útgáfa gangi eftir í Bretlandi sé hún einskonar prófsteinn á fram- haldið. „Svo í maí hefst vinnslan á plöt- unni," en 12 tónar munu gefa út plötu drengjánna sem á að koma út í sumar. „Strákamir em að semja á fullu og em að vinna í plötunni." Láms er ánægður með þá félaga í Jakobínurínu og segir þá hafa staðið sig frábærlega. „Það er alveg ljóst, miðað við hvað bandið hefur verið til lengi, að allt hefur gengið upp. Strákarnir em samt með báða fætur á jörðinni." asgeir@dv.is Jakobínarína Gengur vel þrátt fyrir ungan aldur. Besti borgarinn á landinu Hvað svo sem hægt cr að segja um utanríkisstefnu Bandaríkjanna þá verður jiað ekki af þeim skafið að fáir kunna betur að búa til góða hamborg- ara. Öll þekkjum við hinar ýmsu ham- borgarakeðjur sem farið hafa sigurför um heiminn og æst upp bragð- laukana. Oftar en ekki byrjar sigurförin með einni iítilii hamborgabúllu ein- hvers staðar í iðrum Ameríku. Svo renna borgararnir oní glaða gesti í massavís og fyrr en varir er keðjan orð- in massíf og út um allt. En hamborgari er ekki bara hamborgari. Mikill gæða- munur er t.d. á skyndiborgurum McDonalds og þeim sem Fridays bíð- ur upp á. Þetta er dálítið eins og mun- urinn á Toyota Aygo og Toyota Avens- is, svo ég taki bíllægt dæmi. Samkvæmt heimasíðu Friday’s má rekja upphaf staðarins til ársins 1965 þegar ungur og ógiftur ilmvatnssali sá ;ið besta leiðin til að komast í kynni við flugfreyjur í New York var að kaupa niðurníddan bar og flikka upp á hann mcð skrani sem vekti nostalgískar kenndir meðai gesta. Graður ilm- vatnssali stofnaði sem sé keðjuna. Hann réði unga og hressa þjóna og nefndi staðinn Thank God It’s Friday Dr. Gunni skrifar um veitingahús. Veitingarýni T.G.I.Friday's Smáralind, Kópavogi ★★★★★ (Guði sé lof fyrir föstudaga) sem gest- irnir styttu fljótlega í Friday’s. Nú eru 739 Friday’s staðir í 54 löndum. Sá ís- lenski byrjaði árið 2001 samhiiða opn- un Smáraiindar. Nokkuð er gert úr því að I-riday’s sé staður þar sem stuðið ríkir, binn eilífl föstudagur. Eg hef ekki fundið fyrir miklu stuði þarna, enda ekki að leita að því. Stundum er jú eitthvað liö ;í barnum að horfa á bolta en það truflar mig ekki. Mér iinnst þetta hins vegar frábær staður til að fá mér góðan am- erískan nrat. Þarna er ágætis aðstaða til að mæta með fjölskylduna og barnamatseðillinn ágætur. Þjónustan er mjög góð, jrjónar liressir en þó ekki of hressir og maturinn fljótur að berast á borðið. Og þá er það maturinn. Nammi namm. Þetta er vissulega ekki staður fyrirfólk í aðhaldi þótt nú sé boðið upp á nokkra „low-carb” rétti. Eftir ítarleg- ar rannsóknir lief ég komist að því að Jack Daniel’s hamborgarinn (1.320 kr) slái öðru við. Hann er kolagrillaður, cajunkryddaður og þakinn í lnæddum Maribo-osti. Jack Danicl's viskígljáinn er svo punkturinn yfir i-ið. Agætar franskar fylgja með. Fjölmargt annað er í boði, kjúklingaréttir, salöt, rif, mexíkó-réttir, súpur og pasta. Allt fínt sem ég hef smakkað. Eftirréttir eru góðir, þá sérstaklega Oreo-geðveikin (ein: 550 kr, tvær: 810 kr). Rétturinn ber nafn með rentu því ég er að verða geðveikur þar sem ég sit hér og hugsa um oreo-kexsamlokurnar og súkkulaði og karameilusósurnar sem vella um diskinn. Staðurinn er með liagstætt hádegistiiboö á virkum dög- um jrar sem fjölmargir réttir eru í boði á 990 kr. Og Jiá er það niðurstaðan sem er ekkert slor: Besti hamborgarastaður á landinu! „Strakarmr eru að semja á fullu og eru að vinna í plötunni." Lárus Jóhannesson Reynir að finna útgáfufyr- irtæki fyrir Jakobinurínu i Bretlandi Hin unga og efnilega hljómsveit Jakobínarína hefur nýlega lokið við að taka upp þrjú lög með Ken Thomas. Stefnt er að gefa lögin út í Rretlandi í vor J J LIJ m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.