Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 DV Fréttir Sýningarþjálfun Cavalier Eins og jafnan fyrir sýn- ingar verður Cavalier- deildin með sýningaþjálf- un. Að þessu sinni hittast menn og hundar í reiðhöll Gusts í Kópavogi kiukkan 20.00 fimmtudaginn 9. febrúar, 16. febrúar og þann 23. febrúar. Hvert skipti kostar 500 krónur og greiðist við inngang- inn. Bent er á að gott er yera búinn að hreyfa hundana nokkru áður svo þeir verði búnir að létta á sér og muna að koma með nammi og poka. Fluffy komin heim Litla tíkin Fluffy, sem var týnd og við sögðum frá fyrir viku síðan, kom í leitirnar dag- inn sem DV kom út eða daginn eftir. Kona sem tók hana að sér blauta og hrakta hafði reynt að finna eigandann en það var ekki fyrr en hún las DV að hún sá hvert hún ætti að skila henni. Kristína Haraldsdóttir, eigandi Fluffy var að vonum fegin og með þeim tveimur urðu fagnaðarfundir. „Hún hefur verið eins og Ijós síðan og vill greinilega ekki lenda í því aftur að týnast. Þó var hún í besta atlæti hjá konunni en það sýnir sig að heima er alltaf best,“ sagði hún. Bergljót Daviösdóttir skrifar um dýrin sfn og annarra á þriðjudögum IDV. 30-50% afsláttur af öllum gæludýravörum. Nutro Choice kattafóður í hæsta gæðaflokki 50% afsláttur. TOKYO HiALLAHRAUNi 4 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 8444 Lifrarbólga og reglur USJ á opnu húsi HRFI Hundaræktarfélag íslands verð- ur með opið hús fyrir félags- menn sfna á morgun, miðviku- daginn 8. febrúar, í veitingasal Gusts í Kópavogi. Þetta er nýjung í störfum félagsins en til- gangurinn er að treysta böndin við félagsmenn um leið og þeim gefst færi á að fræðast um ým- islegt sem viðkemur hundum þeirra. Meðal þeirra sem halda erindi á fundinum eru dýralækn- arnir Karl Karlsson hjá Umhverf- isstofnun og Helga Finnsdóttir sem talar um lifrarbólgu í hund- um. Þá mun unglingadeild kynna starfsemi sína og menn fræddir um það hvernig skap- gerðarmat fer fram og hver til- gangur þess sé. Vonast er til að sem flestir mæti en opnar um- ræður verða á fundinum auk þess sem fyrirlesarar munu svara spurningum. Gæludýr á þriðj- ungi heimila Tæp 30% heimila í landinu eiga gæludýr samkvæmt tölum frá . Hagstofu íslands. Þetta er f fyrsta sinn sem Hagstofan mæl- ir dýraeign landsmanna en áformað er að gera það árfega. Tölurnar ná yfir árin 2002-4 en liðlega 11% eru með kött og 8% með hund. Gullfiskar og páfagaukar eru á um það bil 4,5% heimila en hamstur er á 3% heimila í landinu. Reikna má með að þessar tölur eigi eftir að *• - hækka verulega en með hverju ári fjölgar þeim sem kjósa að eiga hund. Einar Reynisson heillaðist af hundinum sem fyrir nokkrum árum lék í myndinni, Turner and Hooch, með Tom Hanks. Hann fór af stað og kynnti sér tegundina sem reyndist heita Douge De Bordeaux og flutti síðan inn ársgamla tík. í tegundinni fjölgaði svo um munaði þegar hún gaut sjö hvolpum fyrir tæpum átta vikum. Fyrstu Douge De Dordeaux- hvolparnir sem fæðast hár á landi „Ég hreifst af þessum hundum eftir að hafa séð þá í Turner and Hooch, bíómynd með Tom Hanks, og varð ákveðinn i að svona hund skyldi ég eignast,“ segir Einar sem býr að Hafurbjarnarstöðum, ekki fjarri Sandgerði. Einar fór af stað og kynnti sér tegundina, las allt sem hann komst yfir og varð alltaf hrifnari og hrifn- ari. Hann fann ræktanda í Ung- verjalandi og fékk frá honum árs- gamla tík sem hann flutti inn fyrir tveimur árum. Síðan flutti hann inn tvo aðra hunda og meðal ann- ars rakka sem nú er liðlega eins og hálfs árs. Fyrstu afkvæmi þeirra litu dagsins ljós um mánaðamótin nóv- ember-desember. Allir teknir með keisara- skurði „Það fæddust sjö hvolpar, tvær tíkur og einn rakki og hafa þeir dafnað vel. Tíkin þurfti raunar að fara í keisaraskurð því hún kom ekki hvolpunum frá sér," segir Ein- ar en hann býr einn og hefur haft nóg að gera undanfarnar vikur því það er meira en að segja það að vera með tík og sjö hvolpa. Þessir sjö hvolpar eru þeir fyrstu af tegundinni Douge De Bordeaux sem hér fæðast og væntanlega ekki þeir síðustu. Einar segir að þetta séu engir smáhundar en fullvaxnir vegi þeir yfir fimmtíu kíló. Það er því ekki fýrir hvern sem er að taka að sér svona hvolp þó að tegundin sé afar þægileg í alla staði. „Þessir hundar eru varðhundar en Frakkar líta á þá sem sína þjóðarvarð- hunda. Þeir gelta til að láta vita ef ætlar að vanda valið þegar kemur að því að finna þessum fyrstu Dou- ge De Bordeaux-hvolpum sem fæðast hérlendis heimili við hæfi. I Einar með stóðið í kringum sig Það verður tómlegt þegar h volparnir yfirgefa hreiðrið en þeir kosta 250þúsund stykkið I Fyrstu Douge De Bor- I deaux-hvolparnir sem I fæðast hér á landi / j gotinu komu sjö stykki, | fimmrakkar og tvær tfkur. einhverja óvænta ber að garði, en þeir eru ekki agressífir og ráðast því ekki á fólk,“ útskýrir Einar. ekki mikið fyrir þeim og það sem heillaði mig ekki síst við þá, er yfir- vegun þeirra og ró. Flestir aðrir varðhundar eru kvikari og það fer meira fýrir þeim," segir Einar sem Rólegir og Ijúfir Douge De Bordeaux eru ekki mikið fyrir ókunna en eru þeim mun húsbóndahollari. Einar segir þeirra stóra kost hve rólegir þeir séu og ljúfir inni á heimili. „Það fer „Þessir hundar eru varðhundar en Frakkar líta á þá sem sína þjóðarvarðhunda. Þeir gelta til að láta vita ef einhverja óvænta berað garði, en þeir eru ekki agressífir og ráðastþví ekki á fólk." Laug út þrjá hvolpa og tíkina með Ég gæti allt eins talað ofan í tóma mnnu eins og eyða tíma mínum í að tala fyrir því að fólk vandi valið þeg- ar það velur eigendur fyrir hvolpa sína. Fólki virðist liggja svo reiðinnar býsn á að losa sig við þá. En svo má brýna jámið að það verði deigt. Tilefni þessa nöldurs í mér er upphringing sem ég fékk fyrir skömmu. í mig hringdi kona sem sagði sínar farir ekki sléttar. Hún hafði látið ffá sér hvolpa til konu sem spann upp fygasögu um eigið ágætí. Og sögumaður seldi henni þijá labradorhvolpa og tíkina sína að auki án þess sannreyna ágæti þess- arar konu og hæfhi til að hafa dýr. Nokkru seinna sá hún í smáauglýs- ingum hvolpa sína auglýsta til sölu, á hærra verði en hún hafði sjálf selt þá á. Hún kannaði því málið og í ljós kom að manneskjan hafði villt held- ur betur á sér heimildir. Ég var alveg bit á konunni að hafa ekki kannað málið nánar, svo ekki sé talað um að láta frá sér eigin tík, ný- komna úr hvolpastandi. Spurði hana hvað henni hefði eiginlega gengið til. Já, það var svo erfitt að vera með hund. Hún átti fimm böm undir tólf ára aldri og varð að losna við heimilishundinn. Og hvers vegna varð hún hvolpafúll? Hún hafði misst hana út enda ekki getað passað hana með allan krakkaskar- ann gangandi út og inn.En hvemig datt henni í hug að taka að sér hund í upphafi? Og hún hafði svarið á reiðum höndum: fyrir bömin, þau Hvað er yndislegra en ungviðið? En hvolpar eru ekki leikföng fyrir börn og það ætti enginn að taka að sér lit- inn hvolp með fullt hús afbörnum. Iangaði svo í hvolp! Þessi kona hafði gert allar þær vitleysur sem hægt var að gera. í fyrsta lagiö tekið hvolp, sem síðan varð hundur fyrir bömin að leika sér að, í öðm lagi tekið hund þegar hún gat alls ekki sinnt honum vegna bammergðar. í þriðja lagi ekki gætt hennar á meðan hún lóðaði, í fjórða lagi látíð ffá sér hvolpa í hendur óhæfr a dýraeigenda og í fimmta lagi látið frá sér eigin tik á ókunnugt heimili án þess að vanda valið sér- staklega. Það fannst mér það sorg- legasta af öllu. Tíkinni náði hún aftur eftir mikið þras en hvolpamir vom á bak og burt. Því ítreka ég enn og aftur að þeir sem þurfa að ráðstafa hvolpum, hvort sem er blendings eða hrein- ræktaða, vandi valið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.