Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 16
1 6 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 Sport DV McClaren fær vafasama yfirlýsingu Stjórnarformaður Middlesbrough, Steve Gibson, kom fram í gær og sagði að ekki stæði til að finna nýjan knattspyrnustjóra í stað Steve McClaren sem hefur ekki náð góðum árangri með liðinu að undanförn- un. Nú síðast tapaði liðið, 4-0, fyrir Aston Villa. „Við höfum gengið í gegnum nokkra slæma mánuði en það á sér sínar skýringar. Við þurfum á því að halda að stuðningsmenn standi að baki liðinu." Oftar en ekki þykja slíkar traustsyfir- lýsingar vera forsmekkur- inn að því að viðkomandi stjóri er látinn fara. 23 stig hjá Loga Logi Gunn- arsson, leikmað- ur Bayreuth í þýsku 2. deild- inni í körfu- bolta, skoraði 23 stig fyrir lið sitt sem vann Nördlingen um helgina. í sömu deild leikur Leverkusen, lið Jakobs Sig- urðarsonar, og tapaði það fyrir Frankfurt um helgina, 84-88. Jakob lék í átta mín- útur en skoraði ekki í leikn- um. Á Ítalíu skoraði Jón Arnór Stefánsson átta stig fyrir Carpisa Napoli sem tapaði, 97-95, fyrir Milano í efstu deild þar í landi. 11 þúsund miðar í boði Nú er hægt að sækja um miða á úrslitaieik meistara- deildar Evrópu í knattspyrnu en hann fer fram á Stade de France í París þann 17. maí næstkomandi. Leik- vangurinn tekur 77.500 manns í sæti en á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins, uefa.com, munu ellefu þús- und miðar vera í boði. Mið- arnir kosta á bilinu 4.500 krónur til 13.500 krónur. Umsóknarfrestur rennur út 24. febrúar og verður um- sóknum svarað í mars. Heil umferð í DHL-deild kvenna í kvöld verður leikin heil umferð í DHL-deild kvenna í handbolta en staðan á toppi deildarinnar er afar spennandi. Eitt stig skilur að efstu fjögur liðin en þó að enn séu sex umferðir eftir af mótinu má gera ráð fyrir að það lið sem tapar í viðureign ÍBV og Stjörn- unnar - sem eru bæði með sautján stig - heltist úr lest- inni. Haukar og Valur eru á toppi deildarinnar með átján stig og eiga erfiða úti- leiki fyrir höndum. Haukar gegn HK og Valur gegn KA/Þór. Viggó Sigurðsson er hættur sem landsliðsþjálfari íslands í handbolta og DV skoðar i dag hvaða menn geta tekið við einu af efnilegri landsliðum heims og haldið því i hópi þeirra bestu á komandi stórmótum. Það geta flestir verið sammála um að draumakosturinn er Alfreð Gíslason, okkar fremsti þjálfari í dag. Viggd Sigurðsson vandaði ekki stjórn HSÍ eða fjölmiðlamönnum kveðjurnar í viðtali við Morgunblaðið þegar hann talaði um að vinnuaðstæður hans sem landsliðsþjálfara hafi verið óviðun- andi. Viggó er á eftir nýjum langtímasamningi en ekki er víst að HSÍ leiti til hans eftir öll vandræðin í kringum hann á tíma hans sem landsliðsþjálfara. Forráðamenn sambandsins gefa ekkert upp þessa dagana en auðvitað væri það mjög skrítin staða ef þjálfari sem kemur íslenska landsliðinu í 7. sæti á erfiðasta stór- móti heims heldur ekki áfram með liðið. Hve stóran þátt Viggó á í þessum glæsilega árangri liðsins verður aldrei mælt til fulls en það geta allir verið sammála um að sá sem stýrir landsliðinu næstu árin er með framtíðarlandslið í höndunum. Alfreð (ííslason Alfreð Gíslason er án nokkurs vafa fremsti íslenski handboltaþjálf- arinn í dag eftir þann frábæra árang- ur sem hann náði með þýska liðinu Magdeburg. Alfreð gerði liðið að bæði þýskum meisturum og vann bæði Meistaradeildina og EHF- keppnina með liðinu. Hann var ný- verið rekinn frá Magdeburg en hafði áður gert samning við Gummers- bach um að taka við liðinu haustið 2007. Hann er því að öllum líkindum laus næstu 15 mánuðina sem gæti komið sér vel fyrir íslenska landslið- ið. Alfreð hefur hjálpað mörgum ungum leikmönnum að verða al- vöruhandboltamenn og hann er auk þess táknmynd fyrir hinn klasíska ís- lenska handboltamann, baráttu- mann sem gefst aldrei upp. „Nó komment," sagði Alfreð þegar DV Sport spurði hann hvort hann myndi velta hugsanlegri fyrirspurn frá HSÍ fyrir sér. Kostur: Frábær þjálfari sem þekldr vel til lykilmanna íslenska liðsins. Galli: Engir nema helst að hann gæti líklega bara þjálfað liðið fram yfir HM 2007. GeirSveinsson Geir Sveinsson var inni í mynd- inni þegar Viggó var ráðinn, fékk ekld starfið og vildi heldur ekld ger- ast aðstoðarþjálfari Viggós. Geir gagnrýni frammistöðu landsliðsins í Fréttablaðinu á báðum stórmótum Viggós og átti Viggó líklega við hann þegar hann talaði um reynda leik- menn og þjálfara sem að mati Viggós hafa beðið færis með að gagnrýna störf hans, gagnrýni sem Viggó lítur á sem einelti. Þetta væri tilvalið tækifæri fyrir Geir að svara skotum Viggós og ná merkilegum árangri sem þjálfari. Mörgum þætti líka góður kostur í stöðunni að hann fengi Július Jónasson sem aðstoðar- mann og saman gætu þeir félagar lokað íslensku vörninni líkt og þeir gerðu inni á vellinum í meira en ára- tug. Kostur: Einn besti varnarmaður íslenska landsliðsins fyrr og síðar ætti að geta lagað akkilesarhæli liðs- ins - vörnina. Mikill leiðtogi sem hefur gott tækifæri til þess að láta verkin tala í kjölfar gagnrýni sinnar á varnarleik liðsins á nýloknum Evr- ópumeistaramóti. GaJli: Hefur ekld unnið neinn titil sem þjálfari og hefur ekki mikla þjálfarareynslu. Dagur Sigurðsson Dagur Sigurðsson er á góðri leið með að gera austurríska liðið Bregenz að meisturum þriðja árið í röð en liðið er með tíu stiga forskot í deildinni sem stendur. Dagur er hættur í íslenska landsliðinu en spil- ar enn með Bregenz. Kostur: Dagur er rómaður leið- togi innan hópsins og margir höfðu á orði að hann stjórnaði íslenska landsliðinu í leikjum á HM í Túnis í fyrra. Dagur hefur líka náð frábær- um árangri í Austurríki. GaJli: Dagur er enn ungur og þarf kannski að ná sér í meiri reynslu áður en hann tekur við íslenska landsliðinu. Hans dagur mun kannski renna upp seinna hjá ís- lenska landsliðinu. Heimir Ríkarðsson Heimir Ríkarðsson er eini ís- lenski landsliðsþjálfarinn sem hefur skilað titli til íslenska landsliðsins en undir hans stjórn varð íslenska 18 ára landsliðið Evrópumeistari ung- linga í Slóvakíu 2003. íslenska liðið vann 6 af 7 leikjum sínum á mótinu, vann Svía í undanúrslitum og 27-23 sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik. Lyk- ilmenn þessa liðs voru Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason sem voru báðir með íslenska landsliðinu í Sviss. Kostur: Enginn þelddr yngri leik- menn íslenska landsliðsins betur og hefur auk þess þjálfað flestalla landsliðsmenn íslands í yngri lands- liðunum og þekldr því vel til allra. Galli: Hefur ekki náð miklum ár- angri sem þjálfari í meistaraflokki. WNBA-liðið Connecticut Sun samdi við leikmann kvennaliðs Hauka í körfubolta: Meagan Mahoney með þriggja ára samnning í WNBA Meagan Mahoney, bandaríski leikmaður Hauka í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, er komin með þriggja ára samning við Conn- ecticut Sun í WNBA-deildinni en hún verður þar með fyrsti leikmað- urinn sem spilar á íslandi sem hef- ur gildandi saming við lið í bestu deild í heimi. Connecticut-Iiðið valdi Mahoney númer 34 í nýliða- valinu í fyrra en þar sem hún sleit hásin þá missti hún af öllu tímabil- inu. Eftir að forráðamenn Sun sáu að Mahoney var kominn á fulla ferð með kvennaliði Hauka á ís- landi ákváðu þeir að gera við ltana þriggja ára samning. Mahoney hefur spilað fimm leiki með Haukum til þessa, fjóra í deildinni og einn í bikarnum. í Iceland Express deildinni hefur hún skorað 29,5 stig, tekið 10 frá- köst, gefið 5 stoðsendingar, stolið 6,5 boltum og varið 1,8 skot að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 52% skota sinna, 80% vítanna og úr 12 af 20 þriggja stiga skotum. Eins og sjá má þessari upptalningu er þarna mjög fjölhæfur leikmaður á ferðinni en Mahoney getur spilað nánast allar stöðurnar fimm. Connecticut Sun-liðið hefur komist í lokaúrslitin um WNBA-tit- ilinn tvö síðustu árin en hefur þurft að sætta sig við tap í bæði skiptin en Seattle Storm vann titilinn 2004 og Sacramento Monarchs í fyrra. Með liðinu spilar meðal annars stærsti leilonaður WNBA-deild- arinnar, Pólverjinn Margo Dydek, en hún er hvorki meira né minna en218 sm áhæð. Meagan Mahoney útskrifaðist úr Kansas State-skólanum þar sem hún var með 10,1 stig, 6,2 fráköst og 4,6 stoðsendingar að meðaltali í 129 leikjum á ijórum árum sínum við skólann. Hún var í byrjunarlið- inu í öllum leikjunum. Spilar með þeim bestu í sumar Meagan Mahon- ey sést hér í leik með Haukum í veturen hún spilar I WNBA-deildinni í sumar. DV-mynd: Heiða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.