Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 11
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 11
m . y’”i A Jf 1 fpfj, £> siuöá*
Þungurfótur
Lögreglan á ísafirði
hafði afskipti af nokkrum
ökumönnum í liðinni viku
vegna hraðakstur. Nokkrir
þeirra sem hvað þyngsta
fótinn höfðu eiga von á
sektum vegna akstursins.
Þá hafði lögreglan afskipti
af nokkrum ökutækjum
sem ekki hafa verið færð til
lögbundinnar skoðunar. Þá
hefur lögreglan á ísafirði
aukið eftirlit með útivistar-
reglubrotum ungmenna,
eins meintri ölvun og þeim
aðilum sem grunaðir eru
um fikniefnameðhöndlun.
Stúdentarfá
aðgangskort
í gær gátu stúdentar við
Háskóla Islands skráð sig
fyrir svonefndum stúdenta-
kortum. Kort þessi veita
stúdentum sólarhringsað-
gang að byggingum skól-
ans. Andri Heiðar Kristins-
son, meðlimur hagsmuna-
nefndar Stúdentaráðs og
annar þeirra sem fór fyrir
framkvæmdinni, segir að
þetta geti orðið fjölmenn-
asta sólarhrings aðgangs-
kerfi landsins. „Já, ef allir
stúdentar skrá sig getur
kerfið orðið það fjölmenn-
asta. Við erum mjög sátt
með kerfið í heild og að-
komu skólans að því."
Menntaráð
úthlutar
Menntaráð Reykja-
víkurborgar hefur út-
hlutað um sjötíu millj-
ónum króna til
fræðslu- og þróunar-
verkefna í leikskólum,
gmnnskólum og tón-
listarskólum fyrir
skólaárið 2006-7. Framlög tíl
leikskóla hafa aldrei verið
hærri og námu ríflega 12
milljónum króna. Meðal
þeirra sem fengu styrki vom
Samtök áhugafólks um
skólaþróun með 150 þús-
und krónur og Myndhöggv-
arafélagið í Reykjavík með
1.163.000 krónur.
Dagsbrún
keypti Senu
Dagsbrún kynnti afkomu
sína í gær, um 720 mifljónir
í hagnað. Við sama tækifæri
tilkynnti fyrirtækið kaup sín
á Senu, sem fylgir tónlistar-
útgáfa, umboð fyrir tölvu-
leiki, tónlist og kvikmyndir,
rekstur Regnboga og
Smárabíós og Sýrland-
hljóðverin. Einnig fyrirtækið
D3, sem sér meðal annars
um Tónlist.is. Dagur Group
átti Senu en Dagsbrún
greiddi 1600 milljónir króna
í reiðufé og um 270 millj-
ónir króna í hlutafé. Dagur
er nú alfarið verslunarfyrir-
tæki, með BT verslanimar,
Skífuna, Sony Center og
Hljóðfærahús Reykjavíkur.
Þess skal getið að Dagsbrún
er eigandi 365 prentmiðla,
útgáfufyrirtækis DV.
Lögreglan hefur hætt rannsókn á meintri líkamsárás Björns Elíasar Halldórssonar
gegn Þóri Karli Jónassyni vegna skorts á sönnunargögnum. Þórir bar Björn þungum
sökum fyrir áramót. Hann sagði meðal annars að Björn hafi sparkað í magann á
honum vegna deilna þeirra um bílastæði fatlaðra. Björn Elías hélt sakleysi sínu hins
vegar fram í DV og segir að nú hafi réttlætið náð fram að ganga.
Björn Elías Það
sem Þórirsagði um
mig I fjölmiðlum
Ivarlygi.
J) i g
í hj
-J 1
„Þetta sýnir bara að það sem ég sagði í DV var hundrað prósent
rétt. Ég kom aldrei við þennan kall,“ segir Björn Elías Halldórs-
son sem í desember var í fréttum vegna ásakanna Þóris Karls
Jónassonar um að Björn hafi ráðist á hann vegna deilna um bif-
reiðstæði fyrir fatlaða. Þórir lagði fram kæru vegna málsins en
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur fallið frá rannókn vegna
skorts á sönnunargögnum.
Um mánaðarmótin nóvember-
desember sagði Þórir Karl Jónasson,
fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar
og frambjóðandi í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík, þangað til
nú um helgina, frá því að ungur
maður hafi ráðist á sig fyrir utan
matvöruversluninna Europris í
Dugguvogi.
I viðtölum við fjölmiðla sagði
Þórir að maðurinn ungi hafi sparkað
í magann á sér. Þórir sagðist hafa
lagt fram kæru og að fjölmörg
vitni hefðu verið að atburðinum.
Vitnin myndu öll bera vitni
um atburðinn í
réttarsal.
Vísaði
ásökun-
um á
bug
Eftir
þungar ásak-
anir Þóris í
fjölmiðlum
hafði DV upp á
drengnum
unga og bar
þær undir
hann. Drengurinn reyndist heita
Björn Elías Halldórsson og vera sjó-
„Það kom mér á óvart
því það sem hann
sagði um mig i fjöl-
miðlum var tóm lygi."
maður. Hann staðfesti við DV að
hafa deilt við Þóri vegna þess að
hann hafi lagt í stæði ætluðu fötluð-
um ökumönnum. Hann vísaði því
hn algjörlega á bug að hafa ráðist á
Þóri.
Sagði hon-
um að
drulla sér í
burtu
„Þegar ég
kom út var
þessi maður
indbrjál-
aður yfir
því að ég
hefði lagt
í þetta
stæði. Hann bakkaði svo bíinum
sínum í veg fyrir bílinn minn svo ég
komst ekki út úr stæðinu," sagði
Björn á sínum tíma í viðtali við DV.
Björn viðurkenndi að hafa misst
þolinmæðina og látið Þóri Karl fá
það óþvegið. „Ég sagði honum að
drulla bílnum í burtu svo ég gæti
bakkað út. Annars mundi ég bakka
yfir bílinn. Það gerði hann. Ég veit
ekki hvað hann var að æsa sig svona
mikið yfir því að ég hafi lagt í þetta
stæði. Hann er ekki einu sinni í
hjólastól," sagði Björn Eh'as um mál-
ið. Honum var heitt í hamsi enda
borinn þungum sökum af Þóri.
Hið sanna kom í Ijós
Eftir að Þórir Karl lagði fram kæru
hóf lögregla að rannsaka málið.
Þeirri rannsókn er nú lokið.
Með bréfi til Björns Elíasar, dag-
sett þann 3. febrúar, var honum
tilkynnt að vegna skorts á sönn-
unargögnum hefði málið verið
látið niður falla. Björn er því
laus allra mála. Hann lítur
svo á að réttlætið hafi náð
fram að ganga.
DV ræddi við Björn Elí-
as í gær:
„Það var náttúrulega
leiðinlegt að lenda í deilum
við þennan mann. Mér var
sagt að hann nyti virðingar í
samfélaginu. Það kom mér
á óvart því það sem hann
sagði um mig í ijöl-
miðlum var
tóm lygi.
Mannorð
mitt beið
mikinn
hnekki
af
þessu
en nú
hefur hið sanna komið í ljós," sagði
Björn Elías sigri hrósandi
Hyggst kæra til ríkissak-
soknara
„Þetta eru vonbrigði," segir Þórir
Karl Jónasson um málið. Vonbrigðin
koma á erfiðum tíma fyrir Þóri sem
dró sig úr prófkjöri Samfylkingar-
innar í Reykjavík nú um helgina eft-
ir að hafa játað að hafa framvísað
fölusuðum Contalgen lyfseðli. Það
mál bíður niðurstöðu hjá Héraðs-
dómi Reykjavíkur.
Þórir ætlar reyndar ekki að sætta
sig við niðurstöðu Lög-
reglustjórans í
Reykjavík í lík-
amsárásarmái-
inu. Hann segist
ætla að að kæra
hana til Ríkis-
saksóknara.
„Ég mun
krefjast þess að
þessu máli
verði fylgt eftir.
Ég vill láta reyna
á þetta fyrir
dómsstólum," segir
Þórir Karl.
andri@dv.is
Fornminjarnar í Aðalstræti
Sagður svíkja og stela út af greiðslukorti
Vínanda hellt á hús Ingólfs
Kjallara Hótel Reykjavík Centrum í
Aðalstræti hefur verið lokað fram á
vor.
í kjallaranum eru rústir landnáms-
skálans, þar sem talið er að Ingólfur
Amarson hafi fest búsetu sína eftir að
hann nam hér land. Að undanfömu
hefur staðið yfir umfangsmikill for-
leifauppgröftur í kjallaranum. í gær
var fjölmiðlum gefinn kostur á að
bera framkvæmdimar augum. Eftir
fundinn var kjailaran-
um lokað og verður
hann ekki opnaður aft-
ur fyrr en í vor.
Ástæðan fyrir lokun-
inni er sú að á
morgunn stend-
ur til að hella
umtalsverðu magni af
vínanda yfir forminjam-
ar til þess að þær varð-
veitist betur.
DV sagði frá því í haust
að íbúar í grjótaþorpinu
Landnámsskálinn Honum var lokað ígær.
I dag verður vini helltyfír hann.
væm þó ekki ailir sáttir. Hefðu
þeir til að mynda áhyggjur af
AA-fundum sem"‘ reglulega
em haldnir í Tjamargötu
þama rétt hjá.
Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri í Reykjavík
sagði I samtali við DV í
haust að enginn hætta væri
á ferðum „Þetta er meira en
ein flaska sem fer þarna
niður en öllumi|p:|ú að vera
óhætt," sttgöi “'slökkviliðs-
Bankaræningi
ákærður fyrir fjársvik
Mál Jóns Þorra Jónssonar, sem
gefið er að sök að hafa svikið út vömr
og þjónustu fyrir tæplega 422 þúsund
krónur, var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Jón á að hafa látið skuldfæra
heimildarlaust á greiðslukortareikn-
ing annars manns í ágúst 2004.
Jón Þorri var dæmdur í desember
2004 fyrir vopnað banka-
rán í útibúi Búnaðarbank-
ans á Vesturgötu. Jón
Þorri sagði að handrukkar-
ar hefðu neytt hann til að
fremja bankaránið.
„Ég sagði það
bara af því að ég
4 vissi að sú skýring
yröi auðveld.
Auðvitað var
þetta ekki rétt,"
sagði Jón
o
Jón Þorri Jóns-
son Framdi banka■
rán í vesturbænum
Héraðsdómur Reykjavíkur Jón Þorri
ákæður fyrir fjársvik.
þorri sfðar í viðtali við DV um ástæð-
ur þess að hann framdi bankaránið.
Þrátt fyrir að hann varð uppvís að því
að vera tvísaga þá hélt hann sig allan
tímann við handrukkarasöguna í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Þorri
var dæmdur í tveggja ára fangelsi
vegna bankaránsins en Hæstiréttur
mildaði dóminn niður í 15 mánuði.
Fjársvikamálið bíður aðalmeð-
ferðar. valur@dv.is