Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 27
IJV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 27
Lesendur
Úr bloggheimum
Berthold og Mutombo
„Þegar ég var íþriðja bekk snerist líf-
ið um að eiga Thomas Berthold fót-
boltamynd eða
Dikembe
Mutombo körfu-
boltamynd. Það
var allt frekar
einfalt (nema
efmann vant-
aði áðurnefndar
myndir). Allir voru
vitlausir og tiltölulega
áhyggjulausir. Ekki hægt að klúðra
hlutunum á þessum aldri. Efmaður
teiknaði mynd var alltaf sagt:„Þú lit-
ar fínt, Kristmundur"."
Krissi - godunofninvoruupptek-
in.blogspot.com
Röðin á
Sirkus...
„Já, Sirkus. Við
ákváðum að
prófa að fara
á Sirkus. Sú til-
raun misheppn-
aðist hrapallega.
Beisiklí, þá biðum við í óskipulögð-
ustu biðröð á fslandi í sirka 30-40
mínútur. Biðröð er í raun rangnefni,
því þetta var biðhrúga. Ekkert skipu-
lag. Þeir frekustu komust áfram.
Dyravörðurinn var stelpa, sem er at-
hyglisverð tilbreyting. Mér heyrðist
tónlistin vera ágæt, en ég heyrði
hana bara rétt þegar hurðin opnað-
ist á sirka fimm mínútna fresti. Við
gáfumst upp eftir 40 mínútur í rign-
ingunni. Get ekki ímyndað mér að
staðurinn sé virði lengri biðar."
Einar Örn Einarsson - eoe.is
Lag vikunnar
„Þemað I lagi vikunnar íþessum
mánuði er rigning. En
_ það eru til fjölmörg
lög þar sem sungið
er um rigningu. Og
svo tengist þetta
líka veðurfarinu
undanfarna daga.
En fyrsta lagið í
febrúar er flutt af
hljómsveitinni Creedence
Clearwater Revival og heitir Have
you ever seen the rain."
Atli Týr Ægisson - atli.askja.org
Þennan dag anð 1974
kom Concorde-þota í
fyrsta sinn til íslands og
lenti í Keflavík. Hún flaug
á tvöföldum hljóðhraða á
leiðinni frá Frakklandi.
Bítlaæðið heltekur Bandaríkin
í dag eru 42 ár síðan vél Pan Am-
flugfélagsins lenti á Kennedy-flugvelli
f New York með fjóra meðlimi Bítl-
anna um borð. Þetta markaði upp-
hafið að fyrstu heimsókn þeirra til
Bandaríkjanna og að bítlaæðinu sem
greip unga fólkið í landinu. Þeir höfðu
komist í fyrsta sæti vinsældalista í
Bandaríkjunum sex dögum fyrr með
laginu „I Want to Hold Your Hand".
Bítlamir, sem þá voru um tvítugt,
heilluðu kvenpeninginn allverulega
með ferskum stíl sínum og breyttu
tónlistinni til frambúðar. 3000 öskr-
andi aðdáendur tóku á móti þeim á
flugvellinum og lá við uppþoti þegar
þeir stigu út úr flugvélinni.
Tveimur dögum síðar komu þeir í
þátt Eds Sullivan. Það er áætlað að
um 40% þjóðarinnar, 73 miiljónir,
fylgdust með útsendingunni og er
sagt að glæpum hafi tímabundið
fækkað verulega á sýningartíma þátt-
arins. Þeir félagar komu tvisvar fram í
þáttum Eds Sullivan og em þættimir í
öðm og þriðja sæti yfir mesta áhorf í
Bandaríkjunum fyrr og síðar. Aðeins
lokaþáttur MASH-þáttanna hefur
náð meira áhorfi í bandansku sjón-
varpi.
Bitlarnir á JFK
flugvelli 7.
febrúar 1964.
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Reiði í austri, heimska í vestri
GeirÁgústsson
fjallar um samvisku-
bit okkar allra.
Frjálshyggjumaðurinn segir
Bjöm Ragnarsson skrííai:
Það er ömurlegt að fylgjast með
fréttum af reiði múslima og
heimsku Vesturlandabúa vegna
birtingu skopmynda af Múhameð
spámanni. Vesturlandabúar
skemmta sér konunglega með því
að pirra múslimana sem bíða eftir
tækifærum til að ráðast á þá á
móti. Fjölmiðlar á Vesturlöndum
æra óstöðugan lýðinn í austri með
Lesendur
því að birta skopmyndirnar eins
oft og víða og mögulegt er til þess
að hann gangi örugglega af göfl-
unum. Þannig geta fjölmiðlar á
Vesturlöndum fyllt fréttasíður sín-
ar með enn frekari ódæðisverkum
múslima og alið enn frekar á hatri
í þeirra garð.
Sá vægir sem vitið hefur meira.
Ég legg því til að hinn vestræni
heimur, sem gefur sig út fyrir að
vera æðri, snjallari og klárari en
aðrir hlutar þessa heims, víki til
hliðar og hætti að hamast á
múslimum. Það er eina leiðin til
Engin belti
Strætisvagnafarþegi hríngdi:
Ég tek reglulega strætó og hef
furðáð mig á því hvers vegna það
eru eíigin belti í vögnunum. í gær
sat ég í einum vagninum sem snar-
hemlaði með þeim afleiðingum að
ég rak hendurnar f. Nögl brotnaði
og fingur mörðust. Ég er líka ákaf-
lega ósátt með þjónustu bílstjór-
ans. Ég spurði hann hvenær menn
hygðust setja belti í strætisvagn-
anna. Hann svaraði, að því er virt-
ist, ánægður með sig: „Aldrei!"
Ég fæ einfaldlega ekki skilið
hvers vegna það eru engin belti í
að ljúka þessum leiðindum og róa friðs á á milli þessara tveggja ólíku
múslimana. Það er eina leiðin til heima.
í strætó
stræó. Ein skýring sem menn gætu
gefið upp væri sú að fólk er að ferð-
ast stuttar vegalengdir og að það
taki því ekki að festa belti á meðan.
En að mínu mati ganga þau rök
ekki langt. Það er ávallt hætta í um-
ferðinni sama hversu stutt eða
langt fólk er að ferðast. Reyndar er
gott að belti séu í vagninum sem
fer á Akranes, en
það má bæta við
beltum í vagnana
sem ganga innan
borgarmarkanna.
Vantar belti /
strætisvögnun-
um eru engin
beiti.
Ekki hlusta á
vinstrimenn
Ríkum Vesturlandabúum líður
sjaldan betur en þegar þeir geta
haft slæma samvisku yfir einhverju.
Ekki er verra ef slæma samviskan er
hreinlega til komin vegna lífsstíls
okkar eins og hann leggur sig. Okk-
ur er talin trú um að fátækt annars
fólks hljóti að vera ríkidæmi okkar
að kenna. Okkur er sagt að af því
við getum keyrt um í bílum og búið
í hlýju húsnæði muni loftslag larðar
taka heljarstökk inn í ýmist miklar
hitasveiflur eða mikil kuldaskeið og
valda bæði hungursneyðum og far-
sóttum.
Sem betur fer er þetta ekki rétt.
Ekki er rúm til að útskýra það nán-
ar hér, en lífsstíll okkar og eldsneyt-
isbrennsla er ekki að ögra loftslagi
plánetu okkar. Vinstrimenn trúa
því hins vegar í einlægni að ef þeir
fá að skipuleggja orkunotkun okkar
(auk þess að stjóma tekjum okkar,
vfmuefnanotkun og skoðunum á
kvenfólki og blökkumönnum) þá
geti þeir gert gagn. Marx, Lem'n og
Castro eiga allir skylda hugsanavillu
sameiginlega. Ekki kaupa boðskap-
inn! Vertu þú sjálf(ur), hættu að
hafa samviskubit, beittu raunsæi
frekar en tilfinningarökum og þá
mun þér og öðrurn vegna best.
Horfir á heildarmyndina í tilverunni
„Þetta snýst ekkert um Silvíu Nótt,
lagið eða höfund þess," segir Kristján
Hreinsson skáld sem nýlega kærði
útvarpsstjóra fyrir að hafa leyft lagi
Silvíu Nóttar að halda áfram þátttöku
í forvali Eurovision-keppninnar.
„Þetta snýst bara um það að ein-
hvetjir fái ekki að fara á stangarstökki
yfir eitthvað sem aðrir þurfa venju-
Iega atrennu til. Mér finnst persónan
Silvía Nótt frábær og lagið mjög fi'nt
verð ég að segja. Hún á hrós skilið
sem listamaður, en það segir mér
lika að hún verði að axla ábyrgð sem
slíkur og fara að reglum," skýrir
Kristján sjónarmið sitt.
Kristján á texta þriggja laga sem
öll hafa komist áfram í forvali keppn-
innar: Mynd af þér, Útópía og 100%
hamingja.
„Ég hef reyndar alltaf verið skrif-
andi," segir Kristján. „Enda eru hag-
mæltir menn og konur í báðum ætt-
um. Ég á til dæmis vísur og texta frá
því ég var krakki. Ég gaf út fjórar
bækur á síðasta ári og er alltaf að -
maður vaknar kannski á nætuma til
að koma niður hugmynd á blað.
Þessar pælingar geta verið allt á milli
þess að vera absúrd og ofboðslega
raunsæislegar. Ég skrifaði þetta alltaf
niður í þessar litlu dagbækur sem
maður fékk héma í gamla daga,"
segir Kristján með nostalgískum
tóni.
Kristján límr raunsæjum augum
á tilveruna og telur sig lifa í núinu, en
með víðsýni að leiðarljósi.
Að sögn Kristján snýst lífið um
það fyrir honum að flokka hug-
myndir: „Ekki endilega í góðar og
slæmar, heldur hvenær þær geti nýst
mér í einhverju. Ég reikna heldur
veraldarsöguna ekki í einhverjum ár-
þúsundum eða hundruðum. í dag
emm við að rífast um olíu sem varð
„Stóru werömætín í
tífínu eru fagrar
hugmyndir og hug~
sjónir sem draga
okkur áfram."
til þegar einhverjar risaeðlur dóu út,
en á morgun verðum við farin að ríf-
ast um moldina sem þessar bækur
mínar verða að í tímans rás. Stóm
verðmætin í lífinu em fagrar hug-
myndir og hugsjónir sem draga okk-
ur áfram. Restin er hjóm eitt. Maður
verður að líta á stóm myndina í til-
verunni. Það er nefnilega ekki hægt
að skoða hið smáa í veröldinni nema
taka mið af heildarmyndiimi."
Kristján Hreinsson er fæddur í Reykjavík 7. janúar 1957 en ólst upp i Kópa-
vogi. Hann er sonur hjónanna Hreins Ágúst Steindórssonar og Guðrúnar
Ólafsdóttur. Hann byrjaði ungur að yrkja og sendi frá sér fyrstu bókina á ung-
lingsárunum og hefur síðan samíð fjöldann allan af Ijóðum, söngtextum og
leikritum. Hann nam einnig leikhúsfræði við háskólann í Bergen í nokkur ár.
I •-