Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 17
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 17 Viggó hættur Viggó Siguröíson stjórnaði islenska landsliðinu í41 landsleik og lióid vunn 21 afþessum leikjum en tapadi 14. DV-mynd Pjetur Alfreð gefur allt í leikina Alfreð Gislason sést hér stjórna leik hjá þýska liðinu Magdeburg. DV-mynd: Bonaarts/Gettv Imaaes Geir góður kostur Geir Sveinsson hefurspilað 332 landsleiki fyrir fsland, fleiri en nokkur annar úti- leikmaður. DV-mynd Hari Aron Kristjánsson Júlíus Jónasson Aron Kristjánsson hefur verið að gera góða hluti með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Undir hans stjórn hefur Skjem komist í hóp efstu Uða og Aron hefur öðlast mikla virðingu fyrir störf sín í danska handboltanum. Aron er ungur enn og er kannski meiri framtíðarkostur sem landsliðsþjálfari og ólíklegt er líka að hann vilji yfirgefa góða stöðu sína hjá Skjern. Kostur: Þekkir vel til danska handboltans og gæti hjálpað ís- lenska landsliðinu með að apa eftir því sem best er gert í Danmörku. Galli: Hefur ekki mikla reynslu og það er kannski of stutt síðan hann spilaði með mörgum strákanna í landsliðinu. AOríi sem koma til greina: Valdimai Giímsson, Kristján Arason, Kristján Haildórs- son, Siguröur Bjamason og Siguröur Valur Sveinsson svo einhverjir séu neíndir. Júlíus Jónasson hefur náð mjög athyglisverðum árangri með lið ÍR- inga undanfarin ár og hefur starfað sem aðstoðarþjálfari liðsins í vor. Það þekkja fáir betur til íslenska landsliðsins en Júlíus sem lék alls 256 landsleiki fyrir fsland og þá hafa fáir betri vamarmenn klæðst lands- liðsbúningnum en einmitt hann. Kannski væri það best í stöðunni að Júlíus myndi byrja á að verða að- stoðarþjálfari Geirs Sveinssonar en hann gæti alveg eins tekið við liðinu enda mikill leiðtogi sem þekkir vel heim alþjóðlegs handbolta. Kostur: Frábær varnarmaður sjálfur og ætti því að getað hjálpað varnarleik íslenska liðsins. Galli: Hefur ekki mikla reynslu sem þjálfari í alþjóðabolta. n# Tillaga um breytt fyrirkomulag á því hvaða handboltaþjóðir komast á ólympíuleikana 2008 Sérstök undankeppni fyrir ólympíuleikana í Peking Á borði framkvæmdastjórnar Alþjóðaólympíunefadarinnar sem nú fundar í Tórínó á Ítalíu Uggur úl- laga frá Alþjóðahandknattleiks- sambandinu (IHF) um breytt fyrir- komulag á því hvernig þjóðir vinna sér þátttökurétt í keppni í hand- bolta á ólympíuleilomum í Peking árið 2008. Áður vom það efstu sjö þjóðirnar á HM árið á undan sem komust á ólympíuleikana auk gest- gjafa og álfumeistara en nú vilja forráðamenn Alþjóðahandbolta- sambandsins gefa fleiri þjóðum tækifæri til að vinna sér sæti á ólympíuleikunum. Telja þeir að ólympíuleikarnir séu það merkileg- ir að forkeppni þeirra eigi ekki að blanda við önnur stórmót, svó sem heimsmeistaramót. Þátttaka á heimsmeistaramót- inu í Þýskalandi næsta sumar verð- ur því ekki skilyrði fyrir þátttöku á ólympíuleikunum í Peking, þó svo að það verði vissulega erfitt án þátttöku á HM. ísland dróst gegn Svíum í ein- vígi um laust sæú á HM í Þýska- landi en leikirnir verða háðir í júní næstkomandi. Fyrirkomulag undankeppninn- ar verður þannig að beinan þátt- tökurétt á ólympíuleikunum fá Kínverjar sem gestgjafar, sigurveg- arar á HM 2007 og sigurvegarar þeirra álfukeppna sem fara fram árið 2008. En það sem vekur athygli í fyrirkomulagi undankeppninnar er að IHF mun tilnefna sex þjóðir til þáútöku í henni samkvæmt styrk- leikalista landsliða sem sambandið gefur út. Á þeúa fyrirkomulag bæði við um keppni karla og kvenna. eirikurst@dv.is Holloway sendur í leyfi Enska 1. deildarfélagið QPR hefur ákveðið að senda knaúspymustjóra sinn, Ian Holloway, í ótímabundið leyfi þar sem hann hefur venð ítrekað tengd- ur við Leicester City sem fýnr skömmu rak sinn stjóra. „QPR hefur ekki rekið Ian,“ sagði stjómarformaður fé- lagsins. „En við höfum áhyggjur af gengi liðsins að undanfömu og þau áhnf sem umræðan um Leicester City hefur á leikmenn félags- ins." Holloway er því enn samningsbundinn QPR. Campbell mættiáæfingu Sol Campbell mætti í gær á æfingu með Arsenal en hann hafði ekkert látið sjá sig á Highbury síðan hann fór í hálfleik á leik Arsenal og West Ham á miðviku- daginn síðasúið- inn. Þá gerði hann sig sekan um byrj- endamistök í varnarleik sem kostuðu Arsenal tvö mörk. Arsene Wenger sagði að hann myndi áfram styðja Campbell í hvívetna og landsliðsfyrirliðinn Dav- id Beckham taldi að»Sol gæti jafnað sig á því sem er að plaga hann. „Maður verður ekki slæmur leik- maður á fáeinum leikjum." HSÍ gagnrýnt íVestmanna- eyjum Á heimasíðu ÍBV kemur fram harðorð gagnrýni á HSÍ vegna leiks IBV og Vals í undanúrslitum SS-bikar- keppni kvenna. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á | laugardaginn ' kl. 18 en að ósk Valsmanna var hann færður til 13.30 á sunnu- deginum, við liúa ánægju Eyjamanna. ÍBV vildi að leikurinn yrði leikinn kl. 18 sama dag vegna útsendinga Sjón- varpsins frá EM í hand- bolta. „Það hentaði Vals- stúlkum ekki og e.t.v. er það vegna þess að lykil- menn liðs okkar séu meiddar þessa dagana?" segir í fréttinni og meðfylgj- andi henni er ljósmynd úr grínmyndinni Dumb and Dumber. Mourinho styður Essien Knaúspyrnustjóri Chel- sea, Jose Mourinho, hefur svarað gagnrýni landsliðs- þjálfara Gana, Ratomir Dujkovic, um að Michael Essien, leikmaður Chel- sea frá Gana, sé í raun ekki meidd- ur og hafi viljað sleppa við Afr- íkukeppnina. „Essien er stoltur af landi sínu og mikill þjóð- ernisunnandi," sagði Mour- inho. „Ummæli þjálfarans eftir að liðið datt úr Afríku- keppninni voru ekki sann- gjörn í garð leikmanns sem var meiddur og bar þar að auki ábyrgð á því að liðið komst á HM í Þýskalandi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.