Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Burt með skilti og listaverk Vegagerðin hefur sent Kópavogsbæ ósk um að bærinn láti fjar- lægja allra handa skilti og listaverk sem standa of nærri þjóð- vegakerfinu þar sem það sker land Kópavogs. Um er að ræða svæði sem stendur tiltekna fjarlægð frá þjóðvegunum og kallast veghelgunarsvæði. Bæjar- ráð Kópavogs fól bæjar- verkfræðingi að fara yfir er- indi Vegagerðarinnar og veita umsögn um það. Réðust á kirkju Óprúttnir menn bmtu rúð- uríVídalíns- kirkju í Garðabæ um helgina. Ekki er vitað hverjir vom þar að verki. Einnig vom rúður brotnar í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði um helgina og er það mál í rannsókn hjá lög- reglu. Allnokkur innbrot vom tilkynnt í umdæmi Lögreglunnar í Hafharfirði um helgina. í Fjölbrauta- skólann í Garðabæ kom starfsmaður að þjófum sem vom að stela úr tölvustofu skólans. Þjófamir komust undan á hlaupum. Þá var einnig brotist inn í trésmiðju í Garðabæ og bíla bæði í Hafnarfirði og í Garðabæ. Eftirmaður Viggós? Sigurður Valur Sveinsson, þjálfari Fylkis. „Það fer alveg eftir því hvort viö töpum fyrir Svíum. Þá förum við í tveggja ára pásu og getum þá bara fengið einhvern I þetta hér heima sem getur sinnt þessu sem hlutastarfi. Ég myndi vilja fá Alfreð Gíslason tilþess að stýra þessum leikjum gegn Svi- um en hann ersamningsbund- inn Gummersbach. Því held ég að það séu þrir sem komi hvað helst til greina: Geir Sveinsson, Óskar Bjarni Óskarsson og Dagur Sigurðsson. “ Hann segir / Hún segir „Persónulega hefði ég viljað fá Alfreð Gíslason í starfið en hann er búinn að binda sig svo það er ekki hægt. Annars veit ég lítið hvað hægt er að gera. Margir benda á GeirSveins- son. Flann erbúinn að vera svolítið krítískur á störfViggós og því veit ég ekki hvort það sé heppilegt fyrir hann að taka við liðinu eftir það, hann er samt góður þjálfari. En ég held að HSf muni reyna að laga stöðuna með Viggó og semji aftur við hann." Guðriður Guðjónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona. Landsbankinn skilaði methagnaði á síðasta ári. Hagnaður bankans eftir skatta var um 25 milljarðar króna. Stjórn Landsbankans ákvað að greiða 13% arð þetta árið sem alls eru um 3,3 milljarðar króna. Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson, sem eiga um 40% í bankanum, fá fínan pening í vas- ann í byrjun næsta mánaðar. Feðgamir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björg- ólfsson fá fínan aukapening þegar Landsbankinn greiðir út arð fyrir síðasta ár í byrjun næsta mánaðar. Feðgarnir munu vænt- anlega fá um 1,3 milljarða eftir að stjórn bankans ákvað að borga rúmlega 3,3 milljarða í arð áf methagnaði síðasta árs. Eignar- haldsfélag þeirra Samson á 40,17% hlut í bankanum og er eini hluthafínn , sem á yfír 10% hlutaíjár í fyrir- tækinu. Árið 2005 var gott ár í sögu Landsbankans. Bankinn skilaði methagnaði, tæpum 25 milljörðum króna, og hlutabréf hans tvöfölduð- ust að verðmæti. Stjórn Landsbank- ans ákvað á aðalfundi á föstudaginn að greiða 3,3 milljarða í arð til hlut- hafa þann 7. maí næstkomandi. Búbót hjá Björgólfum Það er ljóst að aðaleigendur Landsbankans, feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson, munu ekki bera skarð- an hlut frá borði þegar kemur að arðgreiðslum. Björgóffarnir tveir eiga rétt rúmlega 40% hlntafjár í bankanum í gegnum eignarhaldsfé- lagið Samson og munu fá um 1,3 milljarða í arð þegar hann verð- ur greiddur út. Af þeirri upp- hæð er borgaður 10% fjár- magnstekjuskattur þannig að I' feðgarnir sitja eftir með rúm- an milljarð á milli handanna. Starfsmenn fá 300 þús- und Stjóm Landsbankans ákvað jafnframt að hver ein- asti starfsmaður í fullri vinnu fengi 300 þúsund króna kaupauka nú í byrjun mars. Það mun kosta bankann um hálfan milljarð. Helga Jóns- dóttir, formaður starfsmanna- Björgólfsfegðar Fa rúman milljarð í arð eftir skatt fyrir síðasta ár hjá Landsbankanum. félags Landsbankans, sagði í samtali við DV í gær að þetta væri ekki nýtt. „Við fengum 250 þúsund krónur í fyrra þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona er gert. Við emm hins vegar afar þakklát fyrir þetta enda ber stjórnendum engin skylda til að borga okkur eitthvað aukalega. Það er afar góður starfsandi hérna og skiptir þar miklu um að eigendur bankans virðast meta fólk að verð- leikum," sagði Helga. Verðmætið hefur tí faldast Það er líka óhætt að segja að Björgólfsfeðgar hafa hagnast verulega á þess- ari fjárfestingu sinni í Lands bankanum. Þeir keyptu hlutinn f bankan- um fyrir um ell- efu millj- arða a sin um tíma hlutur þeirra í dag Björgóifarnir tveir munu fá um 1,3 milljarða í arð þegarhann verð^ greiddur út. metinn tæpa 120 milli arða íbúar Vestmannaeyja keyptu upp málverk eftir útlendinga Pólskir listaverkasalar sektaðir Myndlistarmenn frá Póllandi lentu heldur betur í kröppum dansi nú á dögunum er þeir seldu málverk í Vestmannaeyjum. Vom þetta tvær pólskar stúlkur sem gengu í hús og seldu verk sem talið er að þær hafi sjálfar skapað. Lögreglan fékk spurnir af uppá- tæki stúlknanna og hafði afskipti af þeim. Við nánari athugun kom í ljós Vestmannaeyjar Eyjapeyjar tóku stúlkun- um vel efmiðað er við sölu þeirra. að stúlkurnar tvær frá Póllandi höfðu ekki atvinnuleyfi á íslandi og var því ekki heimilt að stunda slíka sölu. „Þær gengu í hús og sögðust vera búnar að selja öll málverkin þegar við hittum á þær," segir Tryggvi Kr. Ólafsson, rannsóknarlögreglumað- ur í Vestmannaeyjum. Stúlkurnar fengu um 10 þúsund króna sekt og greiddu hana á staðn- um og gengust þannig undir sátt í málinu. Við yfirheyrslur hjá lögreglu sögðust þær hafa selt myndirnar á 250 krónur en vitað er til þess að málverk hafi verið selt á 2500 krón- ur. Ef stúlkurnar sögðu satt um sölu- verðið þá er ljóst miðað við sektina að þær stórtöpuðu á málverkasölu sinni í Vestmannaeyjum. Pólsku stúlkurnar stoppuðu stutt eftir afskipti lögreglu og fóm frá Vincent Van Gogh Málverk eftir hann selj- ast á aðeins meira en 250 krónur eða 2500 krónur. Vestmannaeyjum daginn eftir að þær greiddu sektina. Ekki er vitað um ferðir þeirra. Hver veit nema pólskar stúlkur banki upp á hjá íbú- um Reykjavfkur og nágrennis með málverk til sölu. Metblótá Raufarhöfn Dúndurstuð var á þorrablótinu á Hótel Norðurljósum á Raufar- höfn á laugardagskvöld. Að því er segir á vefsetri Raufarhafnar- hrepps var enda metmæting. „Um 190 manns vom við borðhaldið og enn fleiri bættust í hópinn þegar ballið hófst. Skemmtiatriði þorra- blótsnefndar vom frábær og var hlegið mikið og lengi. Verðlaun fyrir besta bominn fékk Ragnhild- ur Þorgeirsdóttir. Forsöngvari var Steingrímur á Hóli. Hljómsveitin Kokteill lék fyrir dansi," segir á raufarhofn.is þar sem meðfylgj- andi mynd birtist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.