Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Side 16
76 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR2006 Sport DV KSÍ mótmælir stjórn ÍSÍ „Ársþing KSÍ mótmælir harðlega þeim vinnu- brögðum stjórnar ÍSÍ að sniðganga knattspyrnu- hreyfinguna við úthlutun á sérstöku fjárframlagi menntamálaráðherra til sérsam- banda.“ Þessi í^fiS§||H ( ályktun var sam- þykkt á ársþingi KSÍ um helgina en for- maður sambandsins, Egg- ert Magnússon, var harð- orður gagnvart stjórn ÍSÍ þar sem hann sagði KSÍ ekki njóta réttlætis þegar sameiginlegir fjármunir íþróttahreyfingarinnar væru greiddir út. Væri um að ræða íþróttapólitík en ekki jafnræðissjónarmið. 4 Ít KSI Malmö tapaði fyrir Kolbotn Þær systur Ásthildur og Þóra Helgadætur léku um helgina æfingaleik með sænska úrvalsdeildarlið- inu Malmö FF sem tapaði á heimavelli fyrir norska liðinu Kolbotn, 1-0. Ást- hildur hefur leikið með Malmö undanfarin ár en hyggst koma heim í sumar og leika með Þóru í Breiðabliki. Hún mun þó nokkra leiki með Malmö í vor áður en hún kemur heim og spilar í íslenska boltanum á nýjan leik. Þóra var fengin að láni f leikinn og mun ekki skipta um félag á næstunni. Upplýalngar 1 alma 680 2626 Textavarp: Stöö 2 • 160*163 RÚV • 281,283 og284 Vinnlngatölur Imigffrrfngfnn 10.2.2006 V W n6nu> Tvöfaldur 1. vinningur tám nk. laugardag Jökertttlur vlkunnar 2J) mnn Jóker | 5|2 |7 19 |51 Fyrsti vinningur gekk ekki út. L8TT8 |Vinningstölur miðvikudaginn | 8.2.2006 Aðaltölur Bónustölur Ofurtala 21 22 m lókertölur vikunnar msð (ynrvara um pranlvflijr Lið Hauka og Stjörnunnar mætast í úrslitum SS bikarkeppni karla í Laugar- dalshöllinni eftir tæpar tvær vikur en liðin báru sigurorð af andstæðing- um sínum í undanúrslitum keppninnar um helgina. Haukar unnu topplið Fram en Stjarnan vann ÍBV. Páll Ólafsson þjálfari Hauka segir að sínir menn hafi saknað þess að spila úrslitaleik bikarkeppninnar enda fjögur ár liðin síðan Haukar voru þar síðast. Hans menn unnu topplið DHL- deildarinnar á Ásvöllum um helgina á meðan Stjömumenn sýndu hvers þeir em megnugir með góðum sigri á ÍBV. Tvö af bestu liðum landsins mættust á Ásvöllum þegar Haukar tóku á móti Fram. Síðarnefnda liðið er núverandi topplið DHL- deildarinnar en Haukar eru ís- landsmeistarar og hafa ríka hefð á bak við sig. Þeir hafa þó ekki kom- ist í bikarúrslitaleikinn í fjögur ár og sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, við DV Sport að liðið hefði lagt ríka áherslu á að komast þangað í ár, sérstaklega þar sem engin úrslitakeppni er á dagskrá í vor. Svo fór að Haukar unnu, 30-27. „Það er mjög mikilvægt fyrir fé- lagið að komast í bikarúrslitaleik- inn og höfum við þar að auki saknað þess að spila þann leik enda stærsti einstaki leikur ársins. Okkur langaði það mikið og okkur tókst það,“ sagði Páll en Haukar mættu HK í úrslitaleik bikarsins árið 2001 og báru þar sigur úr být- um. Páll segir að hans menn hafi breytt út frá sinni hefðbundinni 6:0 vörn og spilað með einn mann fyrir framan vörnina til að taka út Sigfús Pál Sigfússon. „Hann hefur verið þeirra aðalmaður í vetur og held ég að það hafi tekist bæri- lega. Hitt gekk upp að mörgu leyti þó svo að við höfum misnotað fjögur víti í leiknum og farið með fullt af góðum færum. En við vor- um þó að skapa- okkur þessi færi sem er vissulega mikilvægt." Síðast titill 1989 Stjörnumenn kepptu síðast til úrslita í bikarkeppninni í febrúar árið 2000 þegar liðið tapaði fyrir Fram. Síðast varð liðið bikar- meistari árið 1998 eftir sigur á Vík- ingum í úrslitaleik. Síðasti bikar sem Stjarnan vann var árið 1989 og því óhætt að segja að Garðbæ- inga hungri í annan titil. Þá var Sigurður Bjarnason, sem nú er þjálfari liðsins, leikmaður Stjörn- unnar. „Þetta var mjög skemmtilegt að komast í úrslitaleikinn og framundan er hörkuleikur við Hauka. Ég tel að það verði fyrst og fremst skemmtilegt fyrir hand- boltaunnendur að fá þessi tvö lið í úrslitin," sagði Sigurður. Sigur Stjörnunnar á ÍBV var í raun aldrei í hættu en Stjörnu- menn koma greinlega jafn vel stemmdir til leiks og þeir voru þegar deildin fór í hlé fyrir jól. Patrekur Jóhannesson og Tite Kalandadze voru öflugir og skor- uðu samtals sautján mörk í 36-32 sigri Stjörnunnar. „Þegar leik- mennirnir í kringum þá eru að spila þá vel uppi finna þeir sig vel," sagði Sigurður. „En Patti er í virkilega góðu formi og hefur mjög gaman af þessu." Roland Eradze gat ekkert spil- að með Stjörnunni í gær vegna meiðsla. „Við fengum hann meiddan frá landsliðinu og próf- uðum að vísu að nota hann gegn Þór í vikunni en hann var kominn með verk eftir tíu mínútur. Nú munum við einbeita okkur að því að ná honum 100% og taka þann tíma til þess sem þarf." Vilja spennu úrslitakeppn- innar Páll Ólafsson segir að hann hafi alltaf verið talsmaður þess að deildarkeppnin gefi af sér íslands- meistara en ekki sæti í úrslita- keppni. „En auðvitað saknar mað- ur hennar. Það væri ef til vill gam- an að fá einhverja aðra keppni þar sem væri til dæmis keppt um pen- ingaverðlaun - einhvers konar fyrirtækjabikarkeppni," sagði Páll en slíkt fyrirkomulag þekkist vit- anlega vel í körfuboltanum og hefur gefið góða raun. eirikurst@dv.is Fram og reynir hérskot. Hann, ásamt Kára Kristjánssyni, var markahæstur Hauka með sex mÖrk. DV-mynd Stefán Bikarlið Gróttu var stöðvað af Islandsmeisturum Hauka um helgina Rauður dagur framundan í Laugardalshöilinni Það var ekki einungis karlaiið Hauka sem tryggði sér sæti í úrslita- leik bikarkeppninnar um helgina því kvennaliðið gerði það sama með sigri á Gróttu, 25-22. Gróttustúlkur hafa ekki verið meðal efstu liða í deildarkeppninni en engu að síður er liðið mikið bikarlið og sló meðal annars út lið Stjörnunnar í fjórð- ungsúrslitum. í fýrra komst liðið alla Ieið í úrslitaleikinn eftir að það vann óvænt lið ÍBV í undanúrslitum en þá höfðu Eyjastúlkur unnið Hauka í átta liða úrslitum. Haukar mæta einmitt ÍBV á nýjan leik en nú í úr- slitaleiknum. „Það er rétt. Við töpuðum fyrir þeim í bikarnum í fyrra," sagði Guð- mundur Karlsson þjálfari Hauka við DV Sport. „En við unnum þær í deildinni og voru með betri árangur þegar á heildina er litið. En mér líst vel á þennan úrslitaleik. Þetta ætti að verða jafn og spennandi leikur og sennilega mun dagsformið skipta sköpum í bikarleik sem þessum." Guðmundur fagnaði því að karla- liðið sé einnig í úrslitum bikarsins en rauðklæddir stuðningsmenn Hauka munu sjálfsagt setja mikinn brag á úrslitadaginn í Laugardals- höllinni. „Við vorum þó ekki að leika vel að mér fannst," sagði Guðmundur um leikinn. „Það voru nokkrir ágæt- ir leikkaflar en heilt á litið var frammistaða okkar döpur. Við brenndum til að mynda af fimm vít- um en þrátt fyrir það fannst mér við vera með yfirhöndina í leiknum." Ramune Pekarskyte hefur verið helsta skytta Hauka undanfarin ár en hún á við meiðsli að stríða. „Hún lék nokkrar sóknir í gær en er ekki laus við meiðslin. Við munum þó gera allt sem við getum til að hafa hana klára í úrslitunum." eirikurst@dv.is Tvö mörk inga Fríða Tryggva- dóttir skoraði tvö mörk fyrir Hauka í Qeer en hér mætir hún varnar- mönnum Gróttu. DV-mynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.