Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Sáttarferli MÍ
í uppnámi
Fjórtán kennarar
Menntaskólans á ísafirði
krefja menntamálaráðu-
neytið um að vanda vinnu-
brögð sín varðandi sáttar-
ferlið í skólanum sem gert
var fyrir tilstilli ráðuneytis-
ins og stjórnenda skólans
um miðjan janúar. Hefur
kvisast út um skólann að
ekki séu allir starfsmenn
skólans tilbúnir til að gang-
ast við sáttarferlinu. Segja
þessir fjórtán kennarar sem
sendu ráðuneytinu bréf að
það vanti upp á að öll skil-
yrði séu uppfyllt til þess að
sáttarferlið geti náð fram að
ganga. Frá þessu er greint á
bb.is.
Sættir bitna á
nemendum
Nemendur í Mennta-
skólanum á ísafirði eru
sendir heim þá daga sem
skólaþróunarverkefni fer
fram í skólanum. Er þetta
verkefni þáttur í því sáttar-
ferli sem er á milli stjórn-
enda og starfsmanna skól-
ans. Foreldrar nemenda
hafa kvartað undan því að
sumir nemendur líði fyrir
að missa af tímum vegna
þessa og virðast ekki fá tím-
ana bætta upp með auka-
tímum. Greint er frá þessu
á bb.is.
Maður missti meðvit-
und laust fyrir hádegi í
fyrradag við Reykjanes-
virkjun en þar var hann að
vinna inni í plaströri við að
líma það saman. Vinnufé-
lagar mannsins náðu að
draga hann út úr rörinu og
komst hann til meðvitund-
ar skömmu síðar. Maður-
inn var fluttur með sjúkra-
bifreið á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja þar sem læknir
skoðaði hann. Honum mun
ekki hafa orðið meint af.
Vf.is greindi frá.
Umhverfisráö Reykjavíkur hefur Qallað um og gefið umsögn um staðarval fyrir lóðir
og byggingar fyrir þrjá trúarhópa sem vilja aðstöðu í höfuðborginni. Rússneska rétt-
trúnaðarkirkjan, ásatrúarmenn og íslenskir múslimar eru enn í biðstöðu með sín mál.
Patriarki heiörar
rfcUttúna'
DV Fréttir afhúsamál-
um trúfélaga hafa verið
sagðarfDV.
> J Æ 1 Landakot úr lofti ~
I æÍ I fíauðu hringirnir sýna
1 ;J þrjá möguleika á stað-
/ setningu rússnesku rétt-
■ jH gj trúnaðarkirkjunnar i 1?
^ wr~T * _ \jaðri Landakotstúns. L
Umhverfisráð Reykjavrkur hefur
fjallað um staðarval fyrir þrjá trúar-
hópa sem vilja lóðir fyrir aðstöðu sína
og kirkju. Mesta athygli vekur lóð fyr-
ir rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna við
hlið Landakotskirkju.
Þrír staðir í jaðri Landakotstúns
þóttu ákjósanlegir fyrir rússnesku
rétttrúnaðarkirkjuna. Tveir staðir
sinn á hvorum enda bílastæða sem
nú eru við norðan-
^vert túnið og svo
sunnanvert við
i Hávallagötu. Er
[ það mat um-
i hverfisráðs að
k staðsetning
við Hávalla-
götu myndi
! henta best og
I þá
I Alexsij II og Ólafur Ragnar
I Patrlarki rússnesku rétttrúnaðarkirkj-
I unnar hefurþegar fært forseta fslands
I orðu fyrir að vinna að því að rússneski j
| söfnuðurinn fá eigin kirkju á Islandi.
sérstaklega með tilliti til þess að með
því móti myndi rússneska rétttrúnað-
arkirkjan skyggja minnst á sjálfa
Landakotskirkju.
í umsögn umhverfisráðs er tekið
fram að endanlegt ákvörðunarvald sé
í höndum kaþólsku kirkjunnar og eigi
hún fyrir bragðið síðasta orðið.
Kirkja við eldhúsgluggann
Ekki er að efa að íbúar
við Hávallagötu hefðu
ýmislegt við það að
athuga að reist yrði
| kirkja á því svæði sem
' hingað til hefur verið
^opið og grasi gróið
rétt við eldhús-
kgluggann hjá
l þeim sem
[ þar búa.
I Grenndar-
Ikynning á
r eftir að
fleiða í ljós
I hvemig fykt-
f ir þess máls
I verða þó
Er það mat umhverfis-
ráðs að staðsetning
við Hávallagötu
myndi henta best og
þá sérstaklega með
tilliti til þess að með
því móti myndi rúss-
neska rétttrúnaðar-
kirkjan skyggja
minnst á sjálfa Landa-
kotskirkju.
ýmsir í kaþólska söfnuðinum hafi
þegar boðið rússnesku rétttrúnaðar-
kirkjuna velkomna á svæðið.
Skyggir á skóg
Annar kostur er að setja rússnesku
rétttrúnaðarkirkjuna niður í öskju-
hh'ð, í svokallaðri Leynimýri, þar sem
einnig er ráðgert að skipuleggja
Benedikt XVI Skipulagsmál á Landaskots-
túni gætu komið til kasta páfans I Róm.
duftkirkjugarð. Þykir umhverfisráði
það lakari kostur því byggingar þar
myndu skyggja á skógarsvæði sem
þar er fyrir ofan og einnig ber til þess
að h'ta að Ásatrúarfélagið hefúr sýnt
lóð þama áhuga og fengið vilyrði fyrir
að hálfu.
Múslimar í Elliðaárdal
Umhverfisráð fjaliaði einnig um
fyrirhugaða byggingu mosku músl-
ima við Stekkjarbakka í Breiðholti, á
útivistarsvæði gegnt gömlu rafstöð-
inni í Elliðaárdal. Þykir umhverfisráði
það góður kostur og gerir ekki at-
hugasemdir við.
Viðsnúningur í verslun
Það er aftur hlaupin harka í
verkalýðsbaráttuna og því fagnar
Svarthöfði sem aldrei sleppir átök-
um komist hann í þau. Verkalýðsfor-
ingjarnir í Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur hafa legið undir feldi
svo mánuðum skiptir til að finna ný-
tískulegra nafn á félag sitt en þetta
gamla og lummuiega sem síðustu ár
hefur verið skammstafað VR. Niður-
staðan kom svo á óvart því verka-
lýðsforingjarnir dúkkuðu upp með
sama nafnið en nú þýddi það Virð-
ing og réttlæti í stað Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur. Þetta er
mjög snjallt. Eða það finnst Svart-
höfða.
VR í merkingunni virðing og
rétdæti sýnir grunntón í viðhorfi til
lífsins sem rekja má háifa leiða aftur
til frönsku byltingarinnar. Þar lögðu
menn mikið upp úr^rfytlæti og jafn-
rétti og virðingin Váf aldréi langt
undan. Verkalýðsforingjarnir í VR
hafa þarna dottið niður á grundvall-
arstef í evrópskri hugsun.
Mættu önnur félög og fyrirtæki,
sem enn styðjast við óskiljanlegar og
fornar skammstafanir, taka sér VR til
fyrirmyndar.
Til dæmis tryggingafélagið VÍS
sem þýðir Vátryggingafélag Islands
og fáir skilja í dag. VÍS gæti þýtt
Verðmæti í skemmdum og lýsti það
betur starfseminni en eldri merking.
FÍS heldur aðalfund sinn þessa
dagana en sú skammstöfun stendur
fyrir Félag íslenskra stórkaup-
manna. Nú vilja kaupmenn í dag
ekki vera stórir og feitir þannig að
ráð væri að breyta FÍS í Farandsalar í
strætum.
Svo ekki sé minnst á BSRB sem
fólk í dag veit vart hvort er Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja eða leigu-
bflastöð. BSRB gæti þýtt Blankar
atelpur eeyna betur.
Og KR, Knattspyrnufélag Reykja-
vflcur: Konungsveldi reynslunnar.
O.s.frv... Svarthöföi
Hvernig hefur þú það?
,Ég erhinum megin á hnettinum og hefþað ágætt/'segir Vilhjálmur Egilsson ráðu-
neytisstjóri.„Ég er i Ástraliu á ráöstefnu um stjórn fiskveiða. “