Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Blóðslóð í íþróttahúsi Lögreglan á Selfossi vinnur nú að rannsókn á innbroti í íþróttahúsið í Þor- lákshöfti snemma síðastlið- inn laugardag, líklega á milli klukkan sex og sjö. Rúða var brotin í útihurð og í tveimur öðrum hurðum á leið inn í afgreiðslu og út á sundlaug- arsvæðið. í afgreiðslunni var sjóðsvél eyðilögð. í henni voru engir peningar og því hefur sá sem þama var á ferð ekkert haft upp úr krafsinu annað en að skera sig því blóðdropar voru á víð og dreif á leið brotamanns- ins. Lögregla biður þá sem búa yflr einhverri vitneskju um málið að hafa samband. EinarMárá Hólmavík Félagsmiðstöðin Ozon á Hólmavik heldur lista- og menningarhátíð næstkom- andi laugardag þar sem Einar Már Guðmundsson verður aðalgestur hátíðar- innar. Mun Einar lesa upp úr verkum sínum auk þess sem boðið verður upp á fjölbreitta dagskrá með tónlistaruppákomum. Auk Einars munu koma fram hljómsveitirnar Dansband Victors, Micado, Bjútí and ðe Bíst, Bjarni Ómars og beibís, Hjörtur og Rósi Núma og fleiri. Frá þessu er greint á vefnum bb.is. Nemum fækk- arfyrirvestan Grunnskólanemendum á Vestfjörðum hefur fækkað um 82 frá 2001. Grunnskól- ar voru 14 á Vestfjörðum 2001 en eru nú 13, Brodda- nesskóli var lagður niður 2004. Fækkun hefur orðið í öllum nema þremur skól- anna. Mest hefur fækkað í Grunnskólanum í Vestur- byggð, sem samanstendur af Patreksfjarðarskóla, Birkimelsskóla og Bíldu- dalsskóla, eða um 32 nem- endur. Hlutfallslega er fækkunin þó mest í Grunn- skólanum á Tálknafirði þar sem nemendum fækkaði úr 61 í 48, eða um 21%. bb.is greinir frá. Aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst í fyrra var framið hræðilegt morð á varnarliðs- svæðinu á Keflavikurflugvelli. Calvin Eugene Hill er ákærður fyrir að hafa stungið hina tvítugu AshleyTurner til bana. Calvin gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur. Hann er einnig kærður fyrir fjölda brota í starfi. Atgangurínn Stúlka myrt út at 30 búsund krúnum varsvo harðurað blóð slettist upp um alla veggi. Calvin Eugene Hill gæti þurft að eyða því sem eftir er ævinnar bak- við lás og slá eða jafnvel fengið banvæna sprautu í æð verði hann fundinn sekur um morð á varnarliðskonunni Ashley Tumer. Morðstaðurinn, íbúðablokk á Keflavíkurflugvelli, bar merki þess að mikil átök hefðu átt sér stað en blóð var um alla veggi og gólf. Fréttablað Bandaríkjahers, Stars auðveldlega upp eins og aðstæður á and Stripes, greindi frá því í gær að Calvin Eugene Hill hefði verið ákærður fyrir að myrða hina tvítugu Ashley Turner sunnudagskvöldið 14. ágúst á síðasta ári. DV barst ákæran. í henni er Cal- vin Eugene sakaður um morð af ásetningi. Verði hann fundinn sekur gæti Calvin samkvæmt herlögum endað í lífstíðarfangelsi eða jafnvel verið tekinn af lífi. Stal korti Ashley Forsagan er sú að Calvin hafði lent í deilum við Ashley Turner í byrjun árs 2005. Calvin og annar hermaður á Keflavíkurflugvelli höfðu stolið Bank of America- kreditkorti og peningum af Ashley. Verðmætið var rétt yfir fimm hund- ruð dollurum eða ríflega þrjátíu þús- und krónum. Upp komst um málið og var fé- laga Calvins Eugene vikið úr hern- um og hann fluttur úr landi. Calvin Eugene hélt samt kyrru fyrir á her- stöðinni í Keflavík og beið eftir rétt- arhöldum vegna þjófnaðarins. Blóð um alla veggi Bandaríkjaher hefur ekki skýrt frá af hverju Ashley var stödd í blokk- inni þar sem hún var síðan myrt. Samkvæmt heimildum DV réðst Caivin á Ashley eftir að upp úr sauð í viðræðum þeirra um þjófnaðinn. Calvin er sagður hafa stungið Ashley margsinnis með eggvopni. Atgangurinn var svo harður að blóð slettist upp um alla veggi. Stungin margsinnis Ashley Turner hefur ekki gefist morðstaðnum sýndu. Atökin hófust á annarri hæð blokkarinnar en það- an skreið Ashley niður á fyrstu hæð- ina þar sem hún lést. Aðrir varnar- liðsmenn fundu Ashley þar sem hún lá í blóði sínu í sófa í stigagangi blokkarinnar. Hringt var á herlögregluna sem kom stuttu síðar á vettvang. Það var þó um seinan því á sófanum fjaraði líf Ashley út og var hún úrskurðuð látin á staðnum. Calvin Eugene virðist hafa vitað hvað beið hans því þegar herlögregl- an vitjaði hans var hann enn í her- bergi sínu og hafði ekki reynt að komast undan. Alltaf til vandræða Svo virðist sem að Caivin Eugene hafi verið til vandræða á Keflavíkur- flugvelli allt frá byrjun síðasta árs. Alls er ákæran gegn Cafvin í fimm liðum. Fimm ákærur Fyrsta ákæran lýtur að störfum Calvins Eugene. Hann er sagður hafa tekið sér frí án leyfis frá 12. til 14. aprfl 2005. Ákæra númer tvö snýr að því að Calvin hafi gefið rangar upplýsingar um ferðir sínar frá 11. tfi 14. apríl 2005. Þriðja ákæran er fyrir morðið á Ashley. Þar er Calvin ákærður fyrir- morð cif ásetningi. Fjórða ákæran varðar þjófnað á peningum Ashley og láeditkorti hennar. Fimmta og síðasta ákæran lýtur að hindrun á framgangi réttvísinnar. Sagt er að með morðinu á Ashley Ashley Turner Stungm margsinnis á Keflavfkurflugvelli I á síoasta ári og var úrskurðuð látin þegar varnar- liðsmenn fundu hana. Bæjarráðsformaður heimilaði framkvæmdir sem bæjarráð hafði bannað Sakaði formann um siðleysi og gekk á dyr „Þetta eru siðlaus vinnubrögð og gjörsamlega óþolandi," segir Magni Kristjánsson, bæjarfulltrúi í Fjarða- byggð, um þá ákvörðun Þorbergs Haukssonar bæjarstjóra að heimUa framkvæmdir við samkomuhúsið Félagslund á Reyðarfirði. Magni segir í bókun á síðasta bæjarráðsfundi að á fundi ráðsins þar á undan hafi verið ákveðið sam- hljóða að láta stöðva framkvæmdir leigjanda Félagslundar þar til samn- ingur milli hans og bæjarins hefði verið undirritaður. „Nú á fundi númer 324 upplýsir formaður bæjarráðs að hann hafi Hvað liggur á? leyft umræddar framkvæmdir, þvert á vUja bæjarráðs og án samráðs við það. Þar sem efni þessa fundar er að stórum hluta tengt þessu máli sé ég ekki ástæðu tU að sitja hann lengur en vona að svona vinnubrögð séu einsdæmi sem ekki endurtaki sig. Tekið skal rækilega fram að þetta hefur ekkert að gera með afgreiðslu málsins eða afstöðu mína ef ákvarð- anataka hefði áfram verið í höndum bæjarráðs." Þorbergur bæjarstjóri bókaði þá að hann bæðist afsökunar en að hann teldi sig hafa unnið í umboði meirihlutans til „að forða fram- kvæmdaaðilum frá óþarfa kostn- „Það liggur á að koma út disknum Nýja Textamentið sem hljómsveitin mín Fjölskyldan er að gefa út, “ segir Arnór Ingimar Þorsteinsson . Á laugardaginn erum við svo að hita upp fyrir hljómsveitina The Pharcyde á Gauknum. Það er allt á fullu hjá mér þessa dagana. “ aði.“ Og Þorbergur bætti því við að Magna væri samkvæmt sveitar- stjórnarlögum óheimilt að vflcja af fundinum. Magni Kristjánsson yfirgaf síðan fundarstaðinn og bæjarráðið sam- þykkti þar á eftir að heimila fram- kvæmdirnar í Félagslundi. Magni Kristjánsson Magni sakar Þorberg Hauksson, for- mann bæjarráðs ÍFjarða- byggð, um siðlaus vinnubrögð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.