Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Page 14
74 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006
Fréttir OV
Óskar Hrafn Þorvaldsson
• Stjórn hins
umdeilda Spari-
sjóðs Hafnar-
fjarðar umturn-
aðist enn í vik-
unni og situr að-
eins einn eftir
sem áður var:
Þórður Magnús-
son. Fyrir á fleti nú eru:Magnús
Armann, eigandi Riko, Magnús
Ægir Magnússon sparisjóðsstjóri,
lögmaðurinn Jón Auðunn Jónsson
og svo Matthías
Páll Imsland. Er
nú að koma
mynd á hverjir
standa að baki
yfirtöku sem fjall-
að hefur verið
um í fréttum
undanfarið ár...
• Fjarðarpóstur-
inn hefur fylgst
grannt með gangi
mála og upplýsir í
blaði sem kemur
út í dag að stofn-
fjáreigendur séu
nú 31 að tölu og
tveir hafi ekki selt
úr hópi þeirra sem fyrir voru áður
en yfirtaka á sjóðnum fór fram og
Matthíasi Á. Matliiesen var velt úr
stóli: Helgi Vilhjálmsson í Góu og
Matthías. Allir hinir hafa nú fært
inn á reikning sinn 50 milljónir
fyrir að hafa verið til lengri eða
skemmri tíma titlaðir stofnfjáreig-
endur og komu sumir jafnvel inn í
hópinn sem fulltrúar bæjarstjórn-
ar. Aðrir þáðu setu sína í hópnum
í arf eða fyrir tröllfasta hollustu við
íhaldsöfl í Hafnarfirði...
• Helgi Vil-
hjálmsson lætur
ekki trufla sig
mikið átökin sem
staðið hafa um
bankann. Sagði í
viðtali við DV fyrir
nokkru að hann
hefði ávallt litið svo á að hann
hafi, með því að þekkjast boð um
að vera í hópi stofnfjáreigenda,
verið að lýsa yfir ákveðnum stuðn-
ingi við bankann. Helgi er nú
staddur úti í Taílandi í fríi sem er
breyting frá því sem var en árum
saman sótti hann ávallt sama stað
á Flórída þegar hann fór í frí...
• Guðni Gísla-
son, ritstjóri
Fjarðarpóstsins,
ritar sérdeilis
undarlegan leið-
ara í ívitnað tölu-
blað. Þar er fjallað
um frægan
Kompásþátt um
meinta barnaníðinga. Guðni skilur
ekki neitt í neinu og vitnar í sögu-
sagnir í bæjarfélaginu þess efnis
að maður sem Guðni áður taldi
grandvaran væri nefndur meðal
þeirra sem „leiddur var í gildru
blaðamanna". Eftir að hafa haft
bæjarslúður til marks um það seg-
ir hann svo: „Hins vegar mega
menn aldrei falla í þá gryfju að
reyna að fremja manndómsmorð
opinberlega með myndbirtingum,
slúðri eða öðru því þá eru menn
fallnir í sama brunn og meintur
glæpamaður." Verður ekki betur
séð en Guðni viti ekki hvort hann
sé að koma eða fara...
Byggingaverktakinn Guðmundur Þór Kristjánsson hefur verið ákærður fyrir
sérstaklega hættulega líkamsárás. Guðmundi er gefið að sök að hafa ráðist
á Jón Valgeir Pálsson á heimili þess síðarnefnda á Akranesi með stálkylfu og
lamið hann ítrekað svo stórsá á Jóni Valgeiri.
Ákæröur tyrir al lemja
mann með stálkylfu tyrir
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur bygginga-
verktakanum Guðmundi Þór Kristjánssyni fyrir sérstaklega
hættulega líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa lamið
Jón Valgeir Pálsson með stálkylfu með þeim afleiðingum
að hann meiddist illa á höfði, hendi og fæti.
„Þetta var ekkert annað en hrein
og klár morðtilraun. Hann var með
sérhannað barefli til þess að drepa
fólk með," sagði Jón Valgeir Páls-
son í samtali við DV í gær um árás
Guðmundar Þórs á hendur honum
í október á síðasta ári.
Notaði stálkylfu
Jón Valgeir sagði aðspurður að
Guðmundur Þór hefði dregið upp
stálkylfu og lamið hann þrívegis í
höfuðið.
„Hann stóð fyrir utan dymar hjá
mér og dró skyndilega upp stál-
kylfu. Ég vissi ekki fyrr en ég fékk
þungt högg í höfuðið og síðan tvö
önnur. Ég ætlaði að reyna að koma
honum út á gangstétt því börnin
mín voru hjá mér í dyrunum en ég
átti ekki möguleika gegn honum.
Ég er enn með mar á heila eftir
árásina," sagði Jón Valgeir.
Alblóðugur
Nágranni Jóns Valgeirs, Sigrún
Theódórsdóttir, sagði í samtali við
DV í gær að hún hefði ekki séð árás-
inu en hún hefði séð mann hlaupa
burt frá heimili Jóns Valgeirs dag-
inn umrædda og síðan hefði Jón
Valgeir komið út alblóðugur.
,Árásarmaðurinn var með
mann með sér sem stóð fyrir utan
■* v , v
og sá til þess að enginn kæmist inn
eða út,“ sagði Sigrún og bætti við
að annar nágranni þeirra hefði
hjálpað Jóni Valgeiri á sjúkrahús.
Samstarf sem endaði illa
Jón Valgeir sagði að Guðmund-
ur Þór hefði verið vinnufélagi hans
um tíma en það samstarf hefði
endað í leiðindum.
„Hann skuldaði mér tvær millj-
ónir í laun þegar ég hætti og ég
hafði ítrekað beðið hann um að
koma og gera upp þessi mál við
mig. Ég geymdi motocross-hjól og
galla sem við áttum saman og það
var hjólið og gallinn sem hann vildi
fá án þess að borga krónu fyrir þeg-
ar hann kom til mín þennan
sunnudag," sagði Jón Valgeir.
Með tveggja vikna barn
„Ég viidi ekki láta hjólið af hendi
fýrr en ég fengi launin sem ég átti
inni hjá honum og þá greip hann til
þessara örþrifaráða," sagði Jón Val-
geir sem prísar sig sælan fyrir að
ekki hafi farið verr því hann var
með tveggja vikna gamalt bam sitt
heima við þegar árásarmaðurinn
kom í heimsókn.
Ekki náðist í Guðmund Þór í gær
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
oskar@dv.is
„Ég ætlaði að
reyna að koma
honum út á
gangstéttþví
börnin mín voru
hjá mérídyr-
unum en ég
áttiekki
möguleika
gegn hon-
#ftí 1
i**r
Guðmundur Þór
Kristjánsson Ákærður
fyrir að lemja fyrrverandi I
vinnufélaga sinn Itrekað f
með stdlröri.
Upplýsingar um laun verðbréfamiðlara íslands voru rangar
Níu milljónir á mánuði fjarri raunveruleikanum
Jónas Sigurgeirsson,
forstöðumaður samskiptasviðs hjá
KB banka, segir það fjarri lagi að
Ingvar Vilhjálmsson, verðbréfa-
miðlari hjá bankanum, hafi haft
níu milljónir króna í laun á mán-
uði árið 2004 eins og kom fram á
forsíðu DV í gær. Hann hafi ekki
leyfi til að gefa upp laun einstakra
starfsmanna KB banka en þessi
tala sé fjarri raunveruleikanum.
Upplýsingar um laun Ingvars
voru fengnar úr Frjálsri verslun.
Tímaritið áætlar árlega tekjur
þekktra einstaklinga með því að
nota gögn úr álagningarskrám
skattstjóra, sem eru látnar liggja
frammi í ágúst ár hvert.
Jónas segir að tekjur Ingvars
hafi verið áætlaðar fyrir árið 2004
og sú áætlun hafi verið út úr
kortinu. Vont sé fyrir starfsmann-
inn og bankann þegar rangar upp-
'lýsingar af þessu tagi birtist í fjöl-
miðlum.
Ingvar Vilhjálmsson var valinn
verðbréfamiðlari ársins 2005 af
álitsgjöfum DV. Kom fram í um-
sögnuro íþeirra - að Ingvar væri
mjög nietnaðarfullur og bæri hag
viðskiptaviná sinna sífpllt fyrir
brjósti. Fékk Ingvar flest stig álits-
gjafa én áéftif honum komu Frosti
Reyr Rúnarsson, sem starfar hjá
KB banka, og Steinþör Gunnars-
son, verðbréfámiðlari hjá Lands-
banka íslands.
Frosti Reyr Rúnarsson
og Ingvar Vilhjálmsson
Tveir bestu verðbréfamiðl-
arar íslands að mati dlits-
gjafa DV.