Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 Fréttir 0V Hells Angels þunglyndir Lögreglan í Stokkhólmi hefur ákveðið að rannsaka sænska hluta mótorhjóla- gengisins Hells Angels. í ljós hefur komið að 70 prósent með- lima gengis- ins hafa verið greind þung- lynd af sama lækninum. Hinir þung- lyndu mótorhjólakappar hafa fengið örorkubætur frá ríkinu vegna veikinda sinna. „Svo virðist sem það sé niðurdrepandi að vera meðlimur í þessum klúbbi," sagði Christer Nils- son, yfirmaður rannsóknar- deildar lögreglunnar í Stokkhólmi við blaðið Dag- ens Nyheter. Formúlu- loftbelgur Ástrédar eru byrjaðir að minna á Formúlu 1- kappaksturinn, sem hald- inn verður þar 30. mars. í gær hleyptu þeir lofti í fyrsta Formúlu 1-loftbelg- inn sem búinn hefur verið til. Hann er 36 metra langur og ferðast á um 15 kíló- metra hraða á klukkustund. Aðeins hægar en bflarnir, sem ná 300 kflómetra hraða. Léttust og minnst Raftækjarisinn Sony kynnti á dögunum þessa vél, Handycam HDR-HC3, sem er minnsta og léttasta stafræna hágæðatökuvélin á markaðnum. í henni frumsýnir Sony nýja myndakubba og aðra tækni. Vélin fer á markað í Japan eftir rúma viku og kostar þar um 100 þúsund krónur. Þýskur metgróði Guillaume de Posch, stjórnarformaður ProSieb- enSat 1 -fjölmiðlasam- steypunnar í Þýskalandi, hélt blaðamannafund í fyrradag þar sem hann til- kynnti afkomu fyrirtækisins í fyrra. Hagnaðurinn jókst gríðarlega á milli ára og endaði í hvorki meira né minna en 160 milljörðum króna. Margir foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum. Þeir telja þau eyða of miklum tíma fyrir framan tölvuna og vera að einangrast. Aftur á móti virðist sem þessar áhyggjur séu óþarfar. Niðurstöður tveggja rannsókna á netnotkun bandarískra unglinga sýna að ungling arnir hafa einfaldlega gott af því að vera í tölvunni Margir foreldrar hafa áhyggjur af netnotkun barna sinna. Unglingarnir eru sagð- ir eyða alltof miklum tíma fyrir framan tölvur sínar og í raun vera að einangrast. Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna leiða þó í ljós að þessi þróun er ekki eins slæm og margir halda. Unglingarnir þroskast í raun á þessari netnotkun. „Netið er ekki að eyðileggja samfélagið sem slíkt og samskipti fólks, heldur að færa þessi samskipti yfir í nettengd samfélög," seg- ir Justine Cassell, prófessor í samskiptum við Northwestern-háskólann í Illinois. Cassell segir netið hafa tekið við af öðrum stöðum þar sem fólk hittist áður. „Ungt fólk sem stundar netið fær alveg jafnmikla þjálfun í samfélagslegum þáttum og því hvernig mað- ur á að vera leiðtogi. Nú verða umræður ekki endilega á kaffiteríum í háskólum eða í kring- um varðeld, en í staðinn á þar til gerðum vefj- um á netinu." Unglingar vilja ekki einangrast Cassell segir að unglingar vilji ekki ein- angrast. Hún hefur byggt rannsóknir sínar á sérstökum spjallvefjum fyrir bandarísk börn og unglinga á aldrinum 10 til 16 ára. „Sumir telja að börn séu að einangrast með því að eyða tíma sínum á netinu. Niðurstöður rann- sókna minna benda til____________________ annars," bendir hún á. Niðurstöður eldri rann- sókna benda til þess að börn og unglingar séu að einangrast í meira mæli en þær rannsóknir fjölluðu yf- irleitt um sjónvarpsáhorf og tölvuleikjanotkun. „Að börn skuli taka þátt í spjallrásum á netinu sýnir að þau vilja ekki j— einangrast. Þau skort- ir vettvang til þess að vinsælda nú á dögum. Síðan er meðal annars fimmta vinsælasta heimasíðan í Bandaríkjun- um. Á henni sækja notendur um aðgang og fá svo sitt eigið svæði fyrir heimasíðu. Á síðunni getur fólk bloggað, birt myndir af sér, spilað uppáhaldslögin sín auk þess að segja frá því hvort verið sé að leita að einhvers konar sam- bandi við aðra netverja. Síðan fara þessar upplýsingar í gagnabanka og geta aðrir leitað að fólki sem hefur svipuð áhugamál. Danah Boyd, sem er einnig prófessor við Northwestern-háskólann, rannsakaði MySpace. Hún segir síðuna vera afar góða fýr- ir unglinga og í raun eitthvað sem skapi nýjan heim. láta ljós sitt skína úti í samfélaginu og leita þess vegna á netið til þess að ræða um hlut- ina, skapa sína ímynd og byggja upp sjálfs- traust sitt," segir Cassell. Barnaníðingar á netinu Boyd segir að barnaníðingar hafi lítil áhrif á þá sem eigi MySpace-aðgang. Hún segir að fólk geti auðveldlega sigtað út þá sem það vilji tala við og eytt skilaboðum frá óprúttnum einstaklingum. Hún segir þá unglinga sem hafa komið sér upp MySpace-síðu vera að skapa ímynd sína. „Þetta snýst um hvernig krakkarnir sjá sig í samfélaginu og hvemig þeir vilja vera. Þetta er ný leið fýrir krakka til þess að „hanga" saman. Áður fýrr var farið á hamborgara- vSKpjt* s!*áS*í>.íasöWft**JSB jT' /' - , EESI5 MySpace af hinu góða Vefsíðan MySpace.com nýtur gríðarlegra staði og setið þar. Einnig var farið í verslunar- miðstöðvar en nú hefur unglingum verið bannað að fara þangað nema í fýlgd með full- orðnum. Þess vegna leita kralckarnir á netið. Þar geta þeir verið án þess að vera áreittir," segir Danah Boyd. kjartan@dv.is <§*•■ , * t' „ . Hugaður héri í Noregi Héri réðstá 13 hunda Wenche Offerdal, sem ekur hundasleða, lenti í ótrúlegri uppá- komu fyrr í vikunni. Risavaxinn héri réðst á hunda hennar sem drógu sleðann. „Hérinn sat um 10 metra frá slóð- inni og mér datt ekki annað í hug en að hann myndi hlaupa í burtu, ef ekki þá bjóst ég meira. segja við því að hundarnir myndu elta hann. En mér skjátlaðist," segir Offerdal. Hérinn kom hlaupandi að sleð- anum og stökk inn í hóp hundanna. „Þetta var skrýt- ið. Hundunum brá ótrú- lega, þeir fmsu. Hérinn starði bara á þá og þeir til baka," lýsir Offerdal gangi mála. Skyndilega réðst hérinn svo á hundana. Hann stökk upp og sló þá á trýnið. „Þetta var ótrúlegt WfSk stökk. Hérinn fór svo út fýrir hringinn og Jiljóp út í skóg," segir Offerdal. heldur betur Wenche Offerdal brá heldur betur I brún þegar héri réðst á hundana sem fóru fyrirsleða hennar. Italskt fyrirtæki með umdeilt framtak Leikfangakjarn- orkusprengjur ítalska fýrirtækið Bmmm, sem sérhæfir sig í framleiðslu leikfanga, hefur nú sett afar umdeilda vöm á markað. Um er að ræða eftirlfldngar af þeim tveimur kjamorkusprengjum sem Bandarlkin slepptu yfir japönsku borgunum Hiroshima og Nagasald. Sprengjumar vom kynntar á leik- fangasýningu í Númberg í Þýska- landi. Þær munu kosta um 700 krón- ur og em fjörutíu og þrisvar sinnum smærri en upprunalegu sprengjum- ar. Talsmaður Brumm segir ekld vera um ógeðfelld leikföng að ræða. „Við viljum mótmæla þeirri geðsýki sem kjamorkustyrjöld er í raun." Ljóst er að leilcföngin munu koma illa við ýmsa. Rúmlega 350 þúsund manns fómst í kjamorkuárásunum á Umdeilt Leikfangasprengjurnar þykja ekki smekklegar. Hiroshima og Nagasaki, undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.