Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Side 19
DV Sport FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 19 Frakkinn Thierry Henry varö ef til vill enn eftirsóttari eftir frábæran leik hans gegn Real Madrid á Berna- béu á þriðjudag og breskir, spænskir og ítalskir Qölmiðlar keppast við að koma með fréttir af framtíðar- horfunum hjá þessum stórkostlega leikmanni. Barcelona og Real Madrid eru ofarlega á blaði en ef marka má frábæran leik ungu strákanna í Arsenal hlýtur framtíð Arsenal-liðsins einnig að heilla Henry. Wenger vonar Sjáöu, hér er framtíðin Arsene Wenger talar við Thierry Henry I leik Arsenal gegn Real Madrid d Bernabéu. Nordic Photos/Getty Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vonast til að spilamennska Arsenal-liðsins á móti Real Madrid á Bernabéu í meistara- deildinni á þriðjudagskvöldið hjálpi til við að sannfæra landa hans Thierry Henry um að Arsenal geti gert fd góða hluti í framtíðinni. Arsenal yfirspilaði Ma- drídarliðið á stórum köflum í leiknum og hefði átt að hafa mun fleiri mörk í veganesti í seinni leik- inn en það eina sem Henry skoraði á klassískan Henry-hátt. Wenger bendir á að ungir leik- menn liðsins séu tilbúnir að stíga næsta skref / og að Lundúnaliðið eigi bjarta framtíð á nýja velli sínum á Ashburton Grove. Frammistaða Arsenal var sögu- leg á margan hátt. Þetta var fyrsti sigur ensks liðs á Bernabéu og enn fremur fyrsti sigur liðs á þessum merka velli síðan í október 2002. Sigurmarkið sem Thierry Henry skoraði var hans fertugasta í meist- aradeildinni og sá til þess að Arsenal hefur nú unnið fjóra úti- leiki í röð í meistaradeildini. Framtíðin er hjá Arsenal „Hvað get ég sagt meira um Thi- erry Henry?,“ sagði Wenger og bætti við: „Ég vonast til að hæfi- leikar okkar unga liðs komi til með að sýna honum og sannfæra hann um að spila áfram með Arsenal næstu árin. Framtíðin er vissulega hjá félagi þar sem ungir leikmenn geta spilað eins vel og þeir sýndu í þessum leik. Ég hef ver- ið að bíða eftir að j Eftirsóttur Thierry Henry lék varnarmenn Real Madrid grátt I meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. þessir strákar ' myndu blómstra og ég vissi ’ að það syttist óðum í' það. Liðið varðist mjög' vel og skapaði jafnframt' mikla hættu fram á við.' Þetta var í það heila mjög' jákvæður leikur fyrir okkur en eina eftirsjáin er að við skyldum ekki ná að skora fleiri mörk," sagði Arsene Wenger eftir ieikinn. Alltliðið var að spila vel „Ég vissi að ég varð að nýta eitt færi. Við vorum búnir að fá fullt af færum í fyrri hálfleiknum og ég sagði við sjálfan mig að ég yrði að nýta þetta færi," sagði Thierry Henry um sigurmarkið þar sem hann lék snilldarlega í gegnum miðja vörn Real Madrid og skoraði á laglegan hátt. „Fólk setur mig fram fyrir aðra leikmenn í liðinu af því að ég er fyrirliðinn og skoraði markið en allt liðið okkar lék vel. Við vorum frábærir varnarlega, Freddie, Gilberto og Cesc voru út um allan völl og það var magnað að sjá hvað margir af okkar ungu leik- menn gerðu í þessum mikilvæga leik á Bernabéu," bætti Henry við. ooj&dv.is Bæjarblað í Bergen með viðtal við Teit Teitur hefur áhyggjur af Brann-liðinu GÖMLU TRYGGINGAFÉLÖGIN ERU | MEÐ HEILSÁRS BINDITÍMA. ELÍSABETU FINNST ÞAÐ VERA ROSALEGA 2005. elisabet.is Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf. Bæjarblaðið í Bergen talaði við Teit Þórðarson, þjálfara KR-inga, eftir leik KR við Brann í æfinga- mótinu á La Manga á þriðjudag- inn. Leikurinn endaði með jafn- tefli, 1-1, en KR-ingar fóru illa með fjölmörg færi og klúðruðu meira að segja vítaspyrnu. KR- ingar voru manni fleiri frá 15. mínútu og Teitur viðurkenndi að það hefði vissulega haft áhrif á þróun mála en skýrði þó ekki slaka frammistöðu hans gömlu sveina í Brann. Vorum miklu betri „Við vórum miklu betri og það voru hlutlausir áhorfendur einnig sammála mér um. Við fengum ótal tækifæri, sluppum einir gegn markverði hvað eftir annað og brenndum af víti. Við áttum að vinna þennan leik," sagði Teitur í samtali við Bergens Avisen. „Ég vil kannski ekki dæma Brann-liðið norður og niður og ég veit að þeir eiga eftir að fá menn eins og Martin Andressen og Bengt Sæternes til baka úr meiðsl- um. En okkur vantaði miklu fleiri menn en þeir. Fastamenn eins og Bjarki Gunnlaugsson, Ágúst Gylfason, fyrirliðinn Gunnlaugur Jónsson og Bjarnólfur Lárusson voru ekki með og ég notaði fímm táninga í þessum leik," sagði Teitur en KR- Íiðið endaði í neðsta sæti á mót- inu, stigi á eftir Brann. ooj@dv.is Nýtt barnaherbergi Fáðu góðar hugmyndir og sjáðu glæsilegar útfærslur í nýja bæklingnum okkar “Hugmyndir og góð ráð fyrir barnaherbergið”. Bæklingin færðu í næstu verslun Flugger lita FlUgger litir Stórhöfða 44 110 Reykjavík Sími 567 4400 Skeifan 4 Snorrabraut 56 Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Sólbakka 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.