Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006
Lífið DV
Bæði í
tónlist og
stjórnmálum
æ
1. Eyþór Arnalds
Hermaurinn sjálfur er
kominn á toppinn á
lista sjálfstæðis-
manna I Árborg. Nú
erspurning hvort
hann breyti svæðinu
f tlgullaga dal.
5. Fela Kuti
Frægasta poppstjarna
Nigeriu stofnaði eig-
'n Hjórnmálaflokk,
tSfeaæS Hreyfingu fólksins,
og bauð sig fram til
forseta.Meðal
stefnumála var réttur-
inn til að eiga margar
eiginkonur, en sjálfur átti Fela 27
stykki.
7. Ignacy Jan
Paderewski
-2 \ Paderewski var
I konsertpíanisti og
Kl gj þriðji forsætisráð-
W herra Pó/lands. Hann
lést 1941 en var það
dáður að I öllum borgum
Póllands ernú gata sem heitir eftir
honum.
9. Peter Garrett
Sköllótti söngvarinn
sem söng Beds are
Burning með ástr-
alska bandinu
Midnight Oil situr
nú á þingi fyrir
Verkamannaflokkinn.
Enn bætist á lista erlendra poppara sem halda tónleika í Reykjavík
3. Sonny Bono
Gamli karlinn hennar
Cher gerðist repúbl-
ikani og fór á þing
eftir að hafa verið
borgarstjóri í Palm
Springs.
8. Screaming
Lord Sutch
Þessi var horror-
rokkari á sextugn-
um en snéri sér svo
að pólitlkinni árið
1983 þegar hann stofn-
aði The Official Monster Raving
LoonyParty.
Þott ekki fari mikið íyrir þeim á
íslandi er Mezzoforte ein vinsælasta
íslenska hljómsveitin. Hún hefur
spilað á ótrúlegustu stöðum og er nú
á leiðinni til Indónesíu að spila á al-
þjóðlegu Javajazz-hátíðinni í Jakarta
í byrjun mars. Hátíðin er með
stærstu menningarviðburðunum í
Indónesíu og dregur að sér ýmis
frægðarmenni úr tónlistarheimin-
um. í ár verður boðið upp á margar
stjörnur djassins og bræðingsins
auk hljómsveita eins Brand New
Heavies og gömlu diskókempurnar í
Kool and the Gang.
Beygur i Mezzo
„Jú, við höfum spilað þarna
nokkrum sinnum áður,“ segir
CocoRosie kemur í maí
Það bætist nánast daglega við
lista erlendra tónlistarmanna sem
ætla að kíkja á klakann og spila fyrir
okkur. Nýjustu viðbætumar em
belgísku rokkmennin í dEUS, sem
ætla að spila á NASA 6. apríl, og
hljómsveitin CocoRosie frá New
York sem spOar á NASA dagana 16.
og 17. maí.
dEUS hefur verið lengi að og sló í
gegn fyrir 12 ámm með plötunni
Worst case scenario. Þar var frægasti
smellur bandsins, Suds and Soda,
sem hefur verið fastur á spilunarlist-
um rokkstöðva síðan. Nýjasta platan
kom út í fyrra og heitir Pocket Revol-
ution. Hún er sú fimmta í röðinni.
Platan þykir sannfærandi og treystir
dEUS í sessi sem eitt af eftirtektar-
verðari rokkböndum samtímans.
Miðasala hefst í dag í verslunum
Skífunnar og á midi.is.
CocoRosie er skipuð systrunum
Sierra Rose og Bianca Leilani Casady
og þær hafa verið að slá í gegn í neð-
anjarðarheimum rokksins síðustu
misserin. Tónlistin er hipp-hopp-
blönduð fríkþjóðlagatónlist, ferskt
og frumlegt stöff með léttleikandi
stelpublæ. Sveitin hefur gert tvær
stórar plötur, sú síðari kom út í fýrra
og heitir Noah’s Ark. Þar leggja
systmnum meðal annarra lið ný-
hippinn Devendra Banhart og sjálf-
ur Antony, sem íslendingum er að
góðu kunnur eftir magnaða tónleika
hér. CocoRosie kemur ffam með
hópi aðstoðarfólks og mun eflaust
gera það gott.
2. Jimmie Davis
4. Jello Biafra
6. Rubén Blades
Aðalsalsastjarna
Panama hefur sterkar
stjórnmálaskoðanir
og bauð sig fram til
forseta. Honum var
hafnað.
10. Kalli íGildrunni
Trommari Gildrunnar
leiðir lista vinstri
grænna I Mosfells-
bæ. Það verður 1
vonandi ekkert f
„gildrumezz".
Jóhann Ásmundsson bassaleikari
Mezzoforte. „Við fórum þarna
fyrst árið 1993 og vorum svaka
hissa á því hvað við vorum vinsæl-
ir, efstir á plaggatinu og rosagóðar
viðtökur. Við höfum nú samt ekki
selt margar plötur þarna enda
skilst okkur að dreifingin fari aðal-
lega fram á heimatilbúnum kass-
ettum sem sjálfstæðir bútleggarar
framleiða."
Jóhann játar að það hafl verið
beygur í þeim vegna látanna í kring-
um Múhameðs-teikningarnar í Jót-
landspóstinum. „Maður var smeikur
og fylgdist grannt með öllu. Við vor-
um jafnvel að spá í að afboða okkur
þegar mesta vesenið gekk yfir. En
núna treystum við á að fólkið hjá
festivalinu sé með allt undir kontról
og sé ekki að fá okkur og aðra ef það
er einhver vafi á að öryggi okkar sé
tryggt. Maður vonar bara að fólk
skilji á milli tónlistarinnar og pólitík-
urinnar, enda er ekki eins og við
séum með einhverjar meiningar. Öll
lögin okkar eru instrúmental hvort
eð er."
Mæta með öflugt lið
Hljómsveitin Mezzoforte er nú á
29. aldursári sínu. Eyþór Gunnars-
son, Gulli Briem og Jóhann hafa ver-
ið með frá byrjun, en Friðrik Karls-
son er ekki með eins og stendur
enda að sinna sínum málum í
London - „Hann verður þó alltaf í
hljómsveitinni," segir Jóhann.
Hljómsveitin ætlar að tefla fram
stórskotaliði f Indónesíu, Óskar
Guðjónsson verður með, auk
tveggja Þjóðverja og dansk-nígerísks
slagverksleikara. „Við vildum mæta
með stórt og öflugt band enda er
þetta festival góður stökkpallur inn á
önnur festivöl. Við erum mjög
spenntir fýrir þessu enda mörg ótrú-
leg nöfn þarna sem við hlökkum til
að sjá."
Það stendur til að hin nýja sjö
manna Mezzoforte spili á íslandi en
ekkert er komið á hreint ennþá um
hvenær og hvar. Svo má eflaust bú-
ast við mikilli flugeldasýningu á
næsta ári þegar bandið verður þrí-
tugt.
glh@dv.is
Fyrrverandi söngvari
Dead Kennedys
bauð sig fram til
borgarstjóra I San
Fransisco !979.Hann
lenti I fjórða sæti.
Jimmie sat á þingi fyrir
demókrata um miðja
síðustu öld. Hann I
var söngvari og
samdi meðal annars '
lagið You are my
sunshinesem hvert
mannsbarn kann.
Saman síðan 1977
Eyþór Gunnarsson,
Gulli Briem og Jóhann
Ásmundsson.