Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Qupperneq 35
'FKUMi
Fáðu þínar eigin neglur sterkari
með Trind Naglastyrkinu.
Hú kaupouki 4,5 ml nail balsam fylgir
TríMD
ALLTAF NO. 1 M
Útsölustaðir: apótek op snyrtivöruverslanir.
Strákamir okkar eftir leikstjórann
Róbert I. Douglas fer þessa dagana
sigurför um kvikmyndahátíðir, sem
haldnar eru undir yfirskrift samkyn-
hneigðar. Hvarvetna virðist hún fá frá-
bæra dóma.
Jonathan Keane, sem dæmir
myndina á heimasíðu London Lesbi-
an & Gay Film Festival, segir meðal
annars að myndin sé sambland „vel-
heppnaðrar breskrar alþýðugrín-
myndar, góðrar kynlífsfantasíu og ís-
lenska húmorsins sem er bragðgóður
að venju."
Hátíðin er haldin í Lundúnum frá
29. mars til 12. apríl og er mjög vel sótt.
En það er ekki allt og sumt, einnig
mæla óteljandi heimasíður með
myndinni, í flokknum gay & lesbian
films, en hvergi á þessum heimasíðum
er myndin sett í hóp gamanmynda
eins og lagt var upp með í upphafi.
Strákamir okkar var einnig sýnd á
kvikmyndahátíðinni í Berh'n fyrir
skömmu og var þar gengið frá dreif-
ingarsamningum á Spáni, í Þýskalandi
og Bandaríkjunum.
En á meðan samkynhneigðir gagn-
rýnendur lofa myndna í hástert em
aðrir ekki alveg jafn hrifnir. Einn er-
lendur gagnrýnandi segir meðal ann-
ars að nekt karlmannanna í myndinni
sé afar fráhrindandi og spyr sig hvort
ffamleiðendur myndarinnar hafi vilj-
andi reynt að fara yfir þá siðferðislegu
línu.
Myndin fjallar um fótboltamann-
inn Óttar sem kemur út úr skápnum,
fjölskyldu hans og aðdáendum til mik-
illa vonbrigða. Hann fer að æfa með
utandeildarliði, sem fær á sig það orð
að vera aðeins með samkynhneigða
leikmenn innanborðs og upphefst þá
mikiU farsi.
Strákamir okkar fengu í haust þijár
stjömur í DV og þótti Ómari Emi
Haukssyni gagnrýnanda hún vera
hreinasta afbragð. dori@dv.is
Mischa Barton lætur allt flakka |
Dissar Paris Hilton
Paris
Hilton er
byrjuð að
fara virkilega
í taugamar á
O.C.-skvís-
unni Mischu
barton, og
ásakar hún Paris um að vera óömgg
og sjúk í athygli.
Paris og Mischa hættu að tala
saman þegar Mischa byrjaði að deita
Cisco Adler, fyrrverandi unnusta
Kimberly Stewart, en Kimberly og
Paris urðu besm vinkonur eftir að
Nicole Richie og Paris hættu að tala
saman.
Mischa sagði um Paris Hilton:
„Ég hef hitt hana einu sinni eða
tvisvar og Paris lætur það líta út eins
og það sé rosaágreiningur á milli
okkar sem er alls ekki rétt. Hún virð-
ist hata alla á hennar aldri sem geng-
ur betur í lífinu en henni.“ Hvöss orð
frá Mischu sem hélt áfram:
„Ég horfði á Bresku tónlistarverð-
launin því ég veit hvað er í gangi í
breskri tónlist og þá sé ég Paris
þama. Ég
hugsaði með
mér: „Ha?“ Og
núna er hún
að segja alls
kyns fáránlega
hluti eins og
„ég elska
London út af því...“ gildir einu. Góða
besta."
Mischa Barton er fædd og uppal-
in í Bretlandi og hefur nú án efa
hafið stríð við hóteldrottninguna
sjálfa - Paris Hilton.
Augnháralitur
og augnbrúnalitur
Tana® Cosmetics
Augnháralitur og augnbrúnalitur sem
fagaðilar nota. Auðveldur ( notkun.
Allt sem þarf ( einum kassa - þægilegra
getur það ekki verið.
SÖLUSTAÐIR:
APÓTEK OC SNYRTIVÖRUVERSLANIR
J