Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 Fréttir DV Tinni Sveinsson • Þrátt fyrir að ósk- arsverðlaunin hafi ekki hoppað í faðm Rúnars Rúnarssonar á sunnudaginn fékk annar íslenskur kvikmyndagerðar- maður verðlaun fyr- ir mynd sína sama kvöld. Dagur Kári bætti enn einni rós í hnappagatið þegar Bodil-verðlaun- in voru veitt í Imperi- al-kvikmyndahúsinu í Kaupmannahöfn. Þar fékk Voksne menn- esker tvenn verðlaun, fyrir leik Nicholtis Bro í aukahlutverki og fyr- ir kvikmyndatöku Manuels Claro. Þessa dagana er myndin annars í aðalhlutverki á íslenskri kvik- myndahátíð í Tókýó, þar sem fimmtán myndir verða til sýnis næstu vikurnar... • Áhorfendur og gagnrýnendur sem séð hafa Pétur Gaut í nýja Kassa Þjóðleikhússins eiga það allir Bsameiginlegt að halda ekki vatni yfir sýningunni. Sjaldan sjást svo jákvæðir dómar. Baltasar Kor- mákur kann að velja sér samstarfsfólk og þykir allt frá leik- mynd Gijetars Reynissonar til leiks Bjöms Hlyns og meðleikara lofsverð. Orðið spyrst hratt út og hefur miðasölu- deild Þjóðleikhúss- ins vart undan að selja miða í nýja Kassann. Fer brátt hver að verða síðastur... • Ekki er enn komið á hreint hvaða Hollywood-stjörnur koma hingað til lands í tökur á stórmyndinni Stardust. Þessa dagana er leikstjór- inn Matthew Vaughn úti í London að fara yfir það með samstarfsmönnum sínum hvaða senur er best að taka upp hérlendis og hvern- ig. Claire Danes og Charlie Cox, sem sést nú í bíó í Casa- nova, em þó nokkuð ömgg í föru- neytinu. Þau leika aðalpersónur mynd- arinnar, fallna stjörnu og unga manninn sem leitar hennar. Nú bíða margir spenntir eftir því að sjá hvort hér verði einnig teknar upp senur með vondu norninni og skipstjóranum, Michelle Pfeiffer og Robert DeNiro... • Þessa dagana er nýtt íslenskt út- gáfufyrirtæki að myndast á vefsíð- unni cod.is. Cod Music heitir það og er í eigu nýsköpunarfyrirtækisins D3. Frosti Logason er verkefnastjóri útgáfunnar. Á heimasíðunni em tónlistarmenn beðnir um að senda sýnishorn. Nú þegar hefur nokkmm ver- ið plantað í hljóð- ver. Ætlunin er að ná að skapa eftir- spurn eftir þeim á netinu áður en eiginleg plata er gefin út. Þetta tókst hjá Bretunum í Arctic Monkeys, sem slógu gömul Bítlamet þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu á dögunum... Jónína Benediktsdóttir hefur undir höndum 16 IP-tölur þeirra sem hafa farið mik- inn í umfjöllun um menn og málefni á netinu. Níðingar sem Jónína kallar svo. Víst er að nú fer um margan þann sem hefur látið hvað sem er vaða í skjóli dul- nefnis. Nú kann að fara svo að dulnefnið reynist skammgóður vermir og bendir ýmislegt til að Stefán Helgi, eigandi Málefnanna, hafi látið IP-tölurnar af hendi. Nafnlausir Netverjar IP- tölur 16 þeirra sem skrifa um mann og annan á Málefnun■ um eru i höndum Jónínu. Jðnína Benediktsdóttir er með IP-tölur 16 netverja sem hafa far- ið mikinn undir dulnefni á spjallvefnum malefnin.com. í hádeg- isviðtali NFS sagði Jónína þetta nafrilaus dusilmenni sem hefðu veist að sér með óhróðri slíkum að helst mætti líkja við nauðgun. DV hefur undir höndum not- endanöfnin og hjá hvaða veffyrir- tæki þau eru skráð. Einstaklingarnir sem eiga eftirfarandi dulnefni mega búast við Jónína finni burð: Sparri hjá Símneti, Borgarfjarð- armóri hjá alvaran.com, Hugsuður hjá Símneti, Callahan' hjá Hafró.is, Dagfinnur hjá Og Vodafone, íslend- ingur hjá Og Vodafone, Auður hjá Og Vodafone, Hawkl2 hjá GT Intell- egent Network Servise, Franz Kafka hjá Sími.is, Spitfire hjá Simnet.is, rimrytS hjá hive.is, Container hjá Schopang.Samskip.is, Hawk hjá Verison.net, Hvalur hjá Simnet.is, Assmodeus hjá XDSL.is og Hanzi Thor.primus.ca.is. Svikari í innsta hring? Netheimar nötra vegna aðgerða Jónínu. Sérfræðingar DV í tölvumál- um segja enga leið aðra fyrir hana að hafa komist yfir IP-tölurnar en þá að Stefán Helgi Kristinsson, organisti á Fárskrúðsfirði og eigandi Málefn- anna, hafi afhent Jónínu þær. Lík- legt má telja að það stangist á við fjarskiptalög. En víst er að komi það á daginn að Stefán Helgi hafi selt Jónínu þessar upplýsingar gegn griðum hefur hann sagt sig úr lög- um við netverja. Ekki tókst að ná í Stefán í gær vegna málsins. Hróbjartur Jónatansson er lögmaður Jónínu. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um það hvar Jónína hefði fengið IP-tölurn- ar. Það væri hennar mál. En hann getur ekki séð neitt ólög- mætt við afhendingu IP-talna líkt og gert er úti í Bandaríkjun- um. „Menn eru ekki í þessu til að halda skjóh yfir einhverjum net-níðingum. Ef menn mis nota þá eru slíkar upplýs- ingar gefnar út ytra.“ Magga refur svæld út Hróbjartur hefur allar klær úti sjálfur í leit að þeim einstaklingi sem stendur að síðunni þar sem einka- « póstar Jónínu voru birtir. Hróbjartur segir það ganga merkilega vel að komast á slóð þess einstaklings sem kallar sig Magga Refur og á síðuna http://- refur.blogsource.com/. Hann leit- aði til netfyrirtækjanna sem reka Blogsource og VillagePhotos sem hefðu greiðlega afhent honum IP-tölu viðkomandi. „Á þessum síðum eru skil- málar sem menn hér sem halda úti slíkum síðum mættu taka sér til fyrir- myndar. Ef þessir skil málar eru brotnir dæmis með að birta einkamál, dreifa rógi og slíkt megi afhenda IP-töluna. Kom mér þægilega á óvart hversu fljótt þeir brugð- ust við og buðu reyndar fram allar þær upp- lýsingar sem ég vildi," segir Hróbjartur. jakob@dv.is Stefán Helgi Ýmislegt bendir til þess að hann hafi afhent Jónínu IP-tölur en ekki virðast aðrar leiðir. Ekki náðist í Stefán í gær. Hróbjartur Jónatansson Er kominn með IP-tölu Möggu Refs sem hélt úti sfðu þar sem Jónínupóstar voru birtir. Björn Bjarnason segir Evrópusambandið ekki geta fyllt skarð Bandaríkjamanna ESB-aðild snýst ekki um varnarmál „Evrópusambandið ræður ekki yfir neinum herafla og getur ekki fyllt skarð, sem myndaðist, ef Bandaríkin og ísland hættu varn- ársamstarfinu sínu. Aðild að Evr- ópusambandinu snýst ekki um varnarmál," segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. í frétt í DV í gær voru orð Björns, sem hann lét falla á fundi í Iðnskólanum í Reykjavík, rang- túlkuð. Sagt var að hann væri því ekki mótfallinn að ísland sækti um aðild að ESB ef Bandaríkjamenn hættu að ábyrgjast varnir landsins. „Evrópusambandið ræður ekki yfir neinum herafla og getur ekki fyllt skarð, sem myndaðist, ef Bandaríkin og ísland hættu varn- arsamstarfinu sínu. Aðild að Evr- ópusambandinu snýst ekki um varnarmál. Atlantshafsbandalagið (NATO) er enn sem fyrr þau al- þjóðasamtök, þar sem hugað er að öryggismálum á Norður-Atlants- hafi. í því tilliti skiptir NATO okkur meira máli en ESB,“ segir Björn. Ráðherrann segir að tryggja þurfi varnir á láði, legi og í lofti á fslandi eins og annars staðar. Með endurnýjun á tækjakosti til eftir- lits með hafsvæðum umhverfis landið sé verið að efla öryggi á því sviði. Efling löggæslu og ný- skipan hennar stuðli að auknu öryggi á landi. Loftvarnir séu best tryggðar með bandarísk- um orrustuvélum hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.