Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 16
7 6 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 Fréttir TSV Skrifa með báðum Nemend- um við Veena Vadini-skól- ann í Indlandi er kennt að skrifa með báðum hönd- um samtímis. Ekki nóg með það heldur er þeim jafnvel kennt að skrifa á tveimur tungumálum á sama tíma. Nemendur skólans eru á aldrinum fjögurra til átta ára. „Ég kann sex tungumál og get skrifað tvö á sama tíma,“ segir Kamla, einn nemanda skólans. Skólinn var stofn- aður 1999 og kennt er ut- andyra. Páfinn með iPod Benedikt páfi 16. er mjög hrifinn af iPod sem hon- um var gefinn af útvarpsstöð Vatíkansins. Útvarpsmenn- irnir fýlltu iPodinn af trú- arlegri tónlist, auk klass- ískra verka eftir Beethoven, Mozart og Chopin. „Páfan- um líkar að slaka á og hlusta á tónlist. Hann telur að svona tækni sé tvímæla- laust framtíðin," sagði tals- maður Vatíkansins við blaðamann dagblaðsins The Sun. Hjálpartæki á barnum Breskir barir eru nú farnir að selja hjálpartæki, ætluð til ástaratlota. Tæk- in eru seld í þar til gerðum sjálfsölum, frá fyrirtækinu Tabooboo. Slíkir sjálfsalar voru áður inni á salernum og á afmörkuðum stöðum en á börunum eru sjálfsalarnir fýrir allra augum. „Yngri kynslóð- imar skammast sín ekkert fyrir að kaupa svona tæki," segir Alan Lucas fram- kvæmdarstjóri Tabooboo. Vænta má þess að svona sjálfsalar verði settir upp í hárgreiðslustofum, líkams- ræktarstöðvum og sérversl- unum. Fá nýja stjórnarskrá Evo Morales, forseti Bólivíu, hyggst endurskoða stjórnarslaá landsins. Hann vill að frumbyggjar fái aukin réttindi í landinu og segir að þeim hafi verið haldið niðri í mörg hund- ruð ár. Hann hefur nú þeg- ar skrifað undir lög sem veita fylkjum landsins meiri völd. Þau lög verða lögð undir þjóðaratkvæða- greiðslu 2. júní. Sama dag verður 225 manna nefnd kosin til þess að leggja til stjómarskrárbreyt- ingar. Talið er að miðstýring verði auk- in í landinu, því Morales trúir því ekki að frjálst markaðs- hagkerfi virki í landinu. í tilefni alþjóð- legs baráttudags kvenna sem var í gær birtu Sam- einuðu þjóðirnar skýrslu um stöðu kvenna. Óhætt er að segja að staða þeirra sé ekki góð. KofiAnnan talar um að leið- in til betra lífs sé að tryggja full réttindi kvenna og stúlkna. George W. Bush Bandaríkjafor- seti segir að Bandaríkjamenn muni hjálpa konum að öðlast mannréttindi. „Framfaramir eru alltof hæg- ar,“ segir Kofi Annan og heldur áfram: „Fólk um allan heim er farið að gera sér grein fyrir því að besta leiðin til þess að bæta menntunarstig, heilbrigðismál og minnka líkurnar á átökum sé að bæta stöðu kvenna og stúlkna. Það er einnig besta leiðin til þess að tryggja frið eftir átök.“ í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. I tilefini þess birtu Sameinuðu þjóðirnar skýrslu um stöðu kvenna í heiminum. Niðurstöðurnar em skýrar. Staða Mb, kvenna er slæm, nánast um allan heim. Kofi ■k Annan, aðalritari SÞ hefur áhyggjur af mál- inu og vill grípa til aðgerða. George W. Bush Bandaríkjaforseti segir Banda- ríkjamenn ætla að hjálpa konum víðsvegar um heim að öðlast meiri völd. 70% þeirra sem lifa í fátækt eru konur og börn. Kona sem fæðist i Swazilandi lifir í 39 ár að meðaltali. 1 af hverjum 7 konum deyr við að fæða barn í Eþíópíu. 85 milljónir stúlkna fá enga menntun á móti 45 milljónum drengja I Tsjad fá aðeins 4% stúlkna að ganga i skóla. | Kofi Annan iolk um cillan hoim ei lcirid að geru \ér grein fyiii þvi aö /lesíd leldin tilþess að bæta menntunarstiq, heil brigðismál oij minnka likainar ii citökum sé að bætn stoðu kvennci og stúlkna." Ný könnun í Bretlandi leiðir i ljós breyttar áherslur Meiri tími í netið en sjónvarpið Ný könnun sem netfyrirtækið Google framkvæmdi í Englandi leiðir í ljós að Bretar eyða meiri tíma fyrir framan tölvuskjáinn en fyrir framan sjónvarpið Bretar eyða að meðaltali 164 mínútum á dag á netinu, en 148 mínútum fyrir framan sjónvarp. Þetta jafngildir því að meðalmað- urinn í Bretlandi eyði 41 degi á ári á netinu. Að undanskildri vinnu og svefni verja Bretar ekki eins miki- um tíma í neitt annað. „Þetta sýnir sessinn sem netið hefur í lífi fólks," segir Richard Gregory, yfirmaður Google í Englandi. Lundúnarbúar eyða mestum tíma á netinu, um þremur klukku- stundum á dag, en íbúar á Norð- vestur-Englandi eyða minnstum tíma á netinu. Arash Amel, sérfræðingur í net- málum og starfsmaður fyrirtækis- Framtíðin Framtiðin virðist liggja inetinu. ins Screens Digest, segir í samtali við The Guardian að tæknin sé að breytast. „Netið er notað í afþreyingu, ekki bara til þess að skoða heima- síður og sækja tölvupóst. Nú eru tengingarnar orðnar betri og fólk getur gert meira á netinu," segir Amel. Nú er um það bil áratugur síðan Á niðurleið Sjónvarpsáhorf er á niðurleið I Bretlandi. netið ruddi sér til rúms. Þrátt fýrir það er rúmur milljarður fólks tengdur við netið. Það tók sjón- varpið mun lengri tíma að ná slíkri útbreiðslu. Yfirmenn Google telja enn vera gríðarlega sóknarmöguleika á net- markaði. Þeir segjast binda miklar vonir við netsjónvarp. Nautakjöt leyft 10 ára banni á bresku nauta- kjöti hefur verið aflétt innan Evr- ópusambandsins, en það hefur verið í gildi allt frá því að gin- og klaufaveikin var uppgötvuð í landinu. Helstu sérfræðingar sambandsins í málefnum dýra og sjúkdóma mæltu með því að banninu yrði aflétt. Sérfræðing- arnir komust að því að breskt nautakjöt uppfyllti öll þau skilyrði sem þyrfti til þess að selja mætti kjötið á mörkuðum innan ESB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.