Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Page 19
DV Sport
FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 19
MEISTARADEILDIN
Úrslitin í gær
1-0 Filippo Inzaghi (8.), 2-0 Andriy Shevchenko
(25.), 2-1 Valérien Ismaél (36.), 3-1 Filippo Inzaghi
(47.), 4-1 Kaka (59.)
Andriy Shevchenko klúðraði víti á 23. mínútu.
AC Milan komst afram, 5-2.
■Liverpool-Benfica 0-2 W
0-1 Simao (34.), 0-2 Fabrizio Miccoli (89.).
Benfica komst áfram, 3-0
jLyon-PSV Eindhoven 4-OH
1-0 MendesTiago (28.). 2-0 MendesTiago (45.), 3-
0 Sylvain Wiltord (71.), 4-0 Fred (90.)
Lyon komst afram, 5-0.
gArsenal-Real Madrid O-OJ
Arsenal komst áfram, 1-0.
P átta liða úrslitum spila ■
Arsenal Juventus
AC Milan Villarreal
Benfica Internationale eða
Lyon Ajax
Barcelona
Seinni leikir seinni dags 16 liða úrslita Meistaradeildar Evrópu
fóru fram í gær og það var mikið fjör í fjórum líflegum leikjum.
Arsenal, Benfica, AC Milan og Lyon komust áfram í 8 liða úrslitir
jAC Milan-Bayern Munchen 4-1J
Tvenna frá Hago
Portúgalinn Mendes
Tiago skoraði tvö
mörk fyrir Lyon gegn
PSV Eindhoven.
Hvernig var þetta haegt? Leik-
menn Liverpooi klúðruðu hverju
dauðafærinu á fæturöðru. Peter
Crouch fór illa með nokkur. Reuters
Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir
0-2 tap á heimavelli gegn portúgalska liðinu Benfica í gær. Arsenal
er eina enska liðið sefn verður með í pottinum þegar dregið verður
í átta liða úrslitin eftir markalaust jafntefli við Real Madrid á
Highbury. Leikmenn AC Milan sýndu hvers þeir eru megnugir og
fóru illa með Bayern Munchen og Lyon vann einnig öruggan sigur
á PSV Einhoven.
Leikmönnum Liverpool reyndist
gjörsamlega ómögulegt að skora
framhjá brasilíska markverðinum
Moretto í marki Benfica og liðið hefur
nú ekki skorað mark í þremur af
síðustu fjórum leikjum sínum þar af í
hvorugum leiknum gegn Benfica.
Simao, sem var nærri því genginn
til liðs við Liverpool í sumar, skoraði
stórglæsilegt mark á 34. mínútu og
eftir það þurftu leikmenn Liverpool að
skora þrjú mörk og Portúgalarnir því
komnir langleiðina áfram. Fram að
því hafði hvert færið á fætur öðru far-
ið forgörðum hjá sóknarmönnum
Liverpool og það sem eftir lifði leiks
rak hver stórsóknin aðra en inn vildi
boltinn ekki og Benfica bætti við öðru
marki úr skyndisókn. Benfica hefur
þar með slegið út ensku liðin
Manchester United og Liverpool á leið
sinni í átta liða úrslitin.
■líama
Fljótur að
bæta fyrir
klúðriðm
Andriy
Shevchenko
skoraði aðeins
tveimur mfnút-
um eftirað hann
hafði klúðrað
vítaspyrnu. Nor-
dicPhotos/AFP
Frábær skemmtun en ekkert
mark
Arsenal hélt hreinu gegn Real Ma-
drid annan leikinn í röð og er eina
enska liðið sem komst í átta liða úrslit
Meistaradeildarinnar. Það var ótrúlegt
að leikmönnum Arsenal eða Real Ma-
drid hafi ekki tekist að skora í fyrri
hálfleiknum sem var frábær skemmt-
un frá upphafi til enda og bæði
lið fengu mörg færi til þess að
skora en án árangurs. Sigur-
mark Thierry Henry í fyrri
leiknum skyldi því á milli lið-
anna.
Inzaghi með tvö
mörk
Filippo Inzaghi fékk
tækifæri í byrjunarliði AC
Milan og þakkaði fyrir
með því að skora tvö
mörk í flottum 4-1 sigri
AC Milan á Bayern
Munchen. Filippo
Inzaghi skoraði fyrsta
markið með skalla eftir
aðeins átta mínútna leik
og það var ljóst að heima-
menn voru í fínu formi.
Andrei Shevchenko fékk gullið
tækfæri til þess að koma AC
Milan í 2-0 en skaut fram hjá úr
vítaspyrnu á 23. mínútu en bætti
fyrir það tveimur mínútum
seinna þegar hann skallaði lag
lega inn fyrirgjöf Jaap Stam.
Bayern Munchen gafst ekki
upp og Valérien Ismaél
fylgdi eftir aukaspyrnu
sem Dida varði frá Bast-
ian Schweinsteiger en tvö mörk AC
Milan í fyrri hluta seinni hálfleiks
gerðu endanlega út um leikinn.
Vonir PSV úti í hálfleik
Lyon vann öruggan 4-0 sigur á PSV
Eindhoven og því 4-0 samanlagt.
Mark Mendes Tiago á 28. mínútu
gerði leikmönnum PSV Eindhoven
vissulega erfitt fyrir og ekki. batnaði
ástandið þegar fyrirliðinn Phillip Cocu
var rekinn útaf á 42. mínútu þegar að
hann fékk sitt annað gula spjald. Tiago
kórónaði síðan hörmungar Hollend-
inganna í fyrri hálfleik með því að
koma Lyon í 2-0 rétt áður en hálfleiks-
flautið gall. Það voru síðan Sylvain
Wiltord og Brasilíumaðurinn Fred
sem gulltryggðu sigurinn í seinni hálf-
leik.
ooj@dv.is
Meistararnir lagðir
Sabrosa Simao fagnar
hér marki sínu gegn
Liverpool í gær ásamt
féiögum sinum íliði
Benfica. DV-mynd Nor-
dicPhotos/Getty
Rautt spjald Vonir hol-
lenska liðsins PSV Eindhoven
slokknuðu endan/ega þegar
fyrirliðinn Phillip Cocu var
I rekinn út af. Reuters
Nytti tækifærið Fi/ippo
Inzaghi nýtti tækifærið frá-
bærlega og skoraði tvö mörk
fram hjá Oliver Kahn. Reuters
í gær.
Eyrópumeistarar ór leik AC Milan
for iila með Bayern Munchen