Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2005 Fréttir DV Séra Vigfús Þór Árna- son Oft hefur liðið yfir fermingarbörn en atdrei hafa þau æit fyrr. Andvíg borun í fólkvangi Fulltrúar meirinluta R- listans í umhverfisráði Reykjavíkur leggjast gegn umsókn Hitaveitu Suður- nesja um rannsóknarleyfi vegna áætlaðra rannsókna á jarðhita innan svokallaðs Reykjanesfólkvangs. Taka R-lista menn undir skoðun stjórnar fólkvangsins sem hefur sagt að þrátt fyrir ákvæði í friðlýsingunni, um að nýting jarðvarma væri undanþegin þá sé fráleitt að leggja hafi átt allt svæðið undir og nýta til virkjunar. „Ljóst er að virkjanir á þeim svæðum sem rannsóknar- áætlunin nær til innan fólk- vangs myndu skaða hann mikið," sagði stjórnin. Sérbýli hækkar Samkvæmt upplýsing- um frá Fasteignamati ríkis- ins hækkaði fasteignaverð um 2% í febrúar og hefur fasteignaverð því hækkað um 21,7% síðastliðna 12 mánuði. Verð á fjölbýli lækkar um 0,3% milli mán- uða en verð á sérbýli hækk- ar hins vegar umtalsvert eða um 9,5% eftir að hafa lækkað bæði í desember og janúar. Þessi hækkun er töluvert umfram væntingar og ljóst að ekki hefur dregið eins hratt úr umsvifum á fasteignamarkaði eins og vísbendingar voru um í lok árs 2005. Greining KB banka segir frá. Merlin á spottprís Danska blaðið Börsen greindi frá því í gær að íslend- ingarnir sem keyptu raf- tækjaverslana- keðjuna Merlin á síðasta ári hafi fengið hana á spott- prís eða nánast gefins. Það var fjárfestingarfélagið Milestone í eigu Karls Wernerssonar, Baugur og Árdegi sem keyptu Merlin sameiginlega. Börsen segir að með í kaupunum hafi fylgt tæplega 600 milljónir króna í lausafé en kaup- verðið var 560 milljónir. Karl segir í samtali við Börsen að seljandinn FDB hafi skilið eftir fjármuni til að tryggja reksturinn næstu 3 árin svo að kaup- endur þyrftu ekki að leggja til fjármagn á meðan. Prestarnir í Grafarvogi, séra Vigfús Þór Árnason og séra Lena Rós Matthíasdóttir þurftu að skipta um skrúða að hluta eftir að fermingardrengur ældi yfir þau á sunnu- daginn. Drengurinn var þó fljótur að ná sér og athöfnin gat haldið áfram. Séra Lena Rós Matthíasdóttir Fékk lika æluna yfir sig. Sá fáheyrði atburður varð í Grafarvogskirkju á sunnudaginn að ungur fermingardrengur ældi á presta safnaðarins í þann mund sem hann meðtók blessun þeirra. Var prestunum jafnt sem kirkjugestum brugðið en mestur var þó vandi fermingardrengs- ins sem í þessu lenti. Það hefur stundum liðið yfir krakka en aldre'i fyrr hef ég lent í þessu, segir séra Vigfús Þór Árna- son, sóknarprestur í Grafarvogi. Séra Lena Rós Matthíasdóttir fékk þó meira yfir sig en ég. Séra Vigfús Þór hafði tekið eftir að fermingardrengurinn sem hér um ræðir var óvenju fölur. Tók hann sér því stöðu á bak við hann til að grípa ef yfir hann myndi líða. En á uppsölum átti hann alls ekki von. í miðri bæn Drengurinn fór með einkunnar- orðin og gerði það vel. En svo í bæn okkar prestanna á eftir gerðist þetta og enginn fékk við neitt ráðið, segir séra Vigfús Þór og nú voru góð ráð dýr. Sem betur fer var komið að því að syngja sálm þannig að hægt var að fara með drenginn fram og færa hann í nýjan kyrtil. Við prest- arnir þurftum líka að skipta um rykkilínið. Fljótur að ná sér Martröð fermingar- drengsins í Grafarvogi setti svip á daginn hjá þeim sem þarna voru. Séra Vigfús Þór segir að fleiri fermingarbörn hafi Verið veik; í það minnsta fjögur eða fimm hafi verið með hita. Þó hafi ekki fleiri ælt: Það var merkilegt hversu fljót- ur drengur- inn var að jafna sig. Honum leið bersýnilega miklu bet- ur á eftir, segir séra Vigfús Þór. Skæð inflúensa Ekki er að undra að hluti ferm- ingarbarnanna í Grafarvogskirkju á sunnudaginn hafi verið veik. Skæð inflúensa hefur gengið í höfuð- borginni að undanförnu og ekki óalgengt að börn liggi í rúma viku og geti sig vart hrært. Samhliða in- flúensunni hefur gengið gubbupest sem lýsir sér á sérstæðan hátt eða með því að fólk kennir vart til fyrr en spýjan stendur út úr þeim. Einmitt það gerðist í Grafarvogs- kirkju á sunnudaginn þegar ferm- ingardrengurinn ældi yfir prestana. Það var merkilegt g ^ ^hversu fljótur \ drengurinn var að \ jafna sig. Honum leið bersýnilega miklu betur áeftir." Grafarvogskirkja Vettvangur óvenju- legra atburða á sunnudaginn. Éq boða yður mikinn fögnuð Tími kraftaverkanna er ekki lið- inn. Þetta kom berlega fram í DV í gær. Svarthöfði las þá af ákafa um mann sem átt hafði lasna konu sem hann sendi á vit kraftaverkahjóna. Þau ágætu hjón hafa komið sér upp notadrjúgum samböndum í Himnaríki og víðar og var ekki skotaskuld úr að hrista slenið af kerlu með því að toga í spotta fyrir sanngjarna þóknun. Veika konan sem áður gat vart gengið heldur sat bara þunglynd alla daga og horfði á NFS út í eitt er nú skyndilega svo hrikalega stál- Hvernig hefur þú það? Svarthöfði sleginn að nánast horfir til vand- ræða hefur Svarthöfði eftir sínum heimildarmönnum. Hver hefði trú- að því að kona á sjötugsaldri væri komin á kaf í æfingar á tvíslá og 110 metra grindahlaupi. Sagt er að þau hjónin séu að safna fyrir nýju kraftaverki svo karl- garmurinn þurfi ekki alltaf að lufs- ast langt á eftir, kengboginn og úr- vinda. „Ég hefþað fínt eins og alltaf," segir Bryndís Loftsdóttir hjá Pennanum Eymundssyni.„Ég er á fullu að panta inn bækur fyrir nýja bókabúð sem við erum að opna í \/estmannaeyjum. Það er líka nóg að gera í bóksölunni þessa dagana en Islendingar eru duglegir við að kaupa bækur til fermingargjafa. Það finnast mér afskaplega góð tíðindi enda fátt skemmtilegra en að fá góða bókagjöf. Svo er mikið keypt afkiljum en sú vinsælasta er Flugdrekahlauparinn sem rennur út eins og heitar lummur þessa dagana." En það leynist ævinlega högg- ormur í öllum Paradísum. Það gild- ir líka um kraftaverkahimnaríkið í Reykjavík. Kerla ein sem var orðin rugluð af krankleika segist bara alls ekki hafa læknast neitt í gegnum strauma sem lágu frá Himnaríki og í gegnum hendur og bankareikninga heiðurs- hjónanna með englakontaktana. Hún tímdi víst bara ekki að borga. Jesús, hvað sumir geta verið nískir. Tíma ekki að borga fimm þúsund kall fyrir þvottekta krafta- verk. Og auðvitað er þessi kona líka að flaska á einu algjöru grundvailar- atriði. Þeir sem trúa ekki eru úti í kuldanum. Hvernig dettur nokkurri heilvita manneskju það í hug að fá yfirnáttúrulega bót meina sinna ef hún trúir ekki á geimið? Sælir eru einfaldir. Svarthöfði. Fermingarrirengur ældi á prestana í Grafarvogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.