Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Blaðsíða 10
1 0 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2006 Fréttir DV Kostir & Gallar Björn Bjarnason er skarpgáfað- ur og hefur viðamikla þekkingu á þeim málum sem hann sinnir eða fjallar um hverju sinni. Björn fylgist vel með tækninýjungum og breyttum aðstæðum. Björn er kreddufastur og þekktur fyrir að skipta aldrei um skoðun. Hann þykir frem- ur þurr á manninn isam- skiptum við aðra. Hefur aldrei náð þeim pólitíska frama sem hann hefur talið sig eiga inni. „Björn er góður maður. Einn af hans stóru kostum ersá að hann fylgist mjög vel með tímanum, það erað segja aðhann fylgist mjög vel með tækni, nýjungum og breyttum aðstæðum. Hann er alls ekki sá kerfis- karlsem andstæðingar hans segjahann vera.Annarstórkost- ur við Björn er að hann segir skoðun sína en ekkiþað sem fólk vill heyra en þá kemur að galla hans en hann getur virkað stund- um einstrengingslegurá fótk." Hafsteinn Þór Hauksson, fyrrverandi for- maðurSUS. „Kostir Björns eru þeir aðhanner með mikið og gott pólitískt nef. Björn er afskaplega rökfastur og kemur með þá vinkla sem skipta máli og sýnir kjarnann í þeim málum sem hann fæst við. Hann hefuryfir- gripsmikla þekkingu í nokkrum málaflokkum og hefurstaðið sig vel sem ráðherra. Allirþeirsem hafa unnið náið með Birni hafa ekki kvartað und- an honum og ég get ekki séð neina galla Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þing- flokks Sjálfstæðismanna. „Björn hefuryfirburðaþekkingu á bæði íslenskum og erlendum stjórnmálum. Hann erham- hleypa til vinnu og gerir miklar kröfur, bæði til sjálfs sín og samstarfsmanna sinna. Hann fylgist vel með og er fljótur að til- einka sér nýjungar. Þá er hann alveg óhræddur við að taka ákvarðanir, jafnvelþótt þær kunni að stuða einhverja. Björn getur verið harðskeyttur stjórn- málamaður og hefur stundum litla þolinmæði gagnvart and- stæðingum sínum." Birgir Ármannsson olþingismaður. Bjórn Bjarnason er fæddur 14. nóvember 1944. Hann et giftur Hut Ingólfsdóttur og eiga þau tvö börn. Björn hefur lögfræðipróf frá Háskóla Islands og fékk réttindi sem hæstaréttarlögmadur árið 1979. Hann starf- aði sem blaöamaður áður en hann hellti sér í pólitíkina og varð menntamálaráðherra árið 1995ogsinnti því til ársins 2002. Arið 2003 varhannslðanskipaðurdóms-ogkirkju- málaráðherra. Mikið um hraðakstur 11 manns voru teknir fyrir hraðan akstur á Akur- eyri í gærdag. Flestir voru á hraðanum 70 til 90 kíló- metra á götum þar sem há- markshraði er 50. Á laugar- daginn voru 29 teknir fyrir of hraðan akstur. Einn af þeim var stöðvaður að nýju ellefu mínútum síðar en þá fyrir að tala í símann við akstur. Þrír Litháar búa og vinna á sama stað á Arnarhrauni 21. Litháarnir eru að gera upp íbúðina sem verður síðan seld. Samkvæmt einum ibúanum eru rúmin sem þeir sofa í nýtilkomin en hann sá einn Litháa sofa á steinsteyptu gólfinu. Karl Guðmundsson segir að það sé allur gangur á því hvar vinnuafl er hýst. „Það er bara hallæri þannig að við höfum þá bara í íbúðinni," segir Karl Guðmundsson, eigandi verktakafyrirtækisins DDSV en í vinnu hjá honum eru þrír Litháar sem vinna og búa í sömu íbúð á Arnarhrauni 21. Nokkurrar óánægju hefur gætt hjá íbúum vegna þessa fyrirkomulags. Karl segir að allur gangur sé á því hvar iðnaðarmenn búa þegar þeir starfa utan síns bæjar eða heimalands. Aðstaðan sem þeir eru í er ekki beysin enda lítið sem ekkert í íbúðinni nema sjónvarp og rúm. Eng- inn þrifaðstaða er í híbýlum Lithá- anna. Júrí, einn Litháanna sem býr þama, segir að þeir hafi verið þar í töluverðan trrna. Hann fær 120 þús- und krónur f laun á mánuði og segist vera nokkuð sáttur við launin og lífið á íslandi. Nýkomin rúm „Ég kíkti þama inn og sá þá einn Litháa sofa á gólfinu," segir Alexander öm Úlfarsson, einn íbúa hússins. Hann segir að ekki sé langt síðan Lit- háamir fengu rúm en ekki séu alltaf „Ég kíkti þama inn og sá þá einn Litháa sofa á gólfinu." sömu mennimir að vinnu. Alexander segir að það sé lítið ónæði af Litháun- um og þeir virðist vera hinir ágætustu menn. Hann bendir líka á að stund- um þurfa fjórir, fimm erlendir starfs- menn að hírast saman í einu herbergi á gistiheimili þannig að hugsanlega fer ekki svo illa um þá. Löglegt vinnuafl „Það er allur gangur á því hvar er- lendir starfsmenn em hýstir,“ segir Karl aðspurður afhverju þeir em ekki á gistiheimilí. Hann segir að það gæti verið verra enda til sögur um afar slæma meðferð á erlendu vinnuafli. Karl vill taka sérstaklega fram að vinnuíramlag Litháanna sé alfarið löglegt og bendir á að ekki sé óeðlilegt að leyfa þeim að búa við þessar að- stæður. Vakna og vinna gripið til þessara ráðstafana," segir Karl um ástæðu þess að þeir búa á sama stað og þeir vinna. Karl segir að þeir séu nokkuð sáttir sjálfir, að ekki sé mikið eftir af framkvæmdunum og því stutt í að þeir fari úr húsnæðinu. Karl segir að þeir séu hörkuduglegir en tekur ekki undir að þeir byrji strax að negla nagla þegar þeir vakna og fari svo að sofa um leið og þeir klára. valur@dv.is „Þetta er lítið fyrirtæki og því var Fullt út úr dyrum á grímuballi ísfólksins á ísafirði Svarthöfði flottastur og fékk pitsur og flugmiða Hið árlega grímuball ísfólksins, stuðningsmanna Körfuknattleiksfé- lags ísafjarðar, fór fram á ísafirði um helgina í áttunda sinn og var fullt út úr húsi. Mikill metnaður er lagður í bún- ingagerð og em vegleg verðlaun fyrir fyrsta sætið. Hefur því verið haldið fram að sigurvegari kvöldsins, Jakob Einar Úlfarsson hafi eytt 100 klukku- stundum í búningagerð. Þó vlll hann ekki kannast við þær sögusagnir, hann hefur ekki tekið það saman. „Ég var svona þrjár vikur að þessu en var ekkert að telja vinnustundirn- ar,“ segir Jakob sem dulbjó sig sem. Myrkrahöfðingjann Svarthöfða úr Stjörnustríðsmyndunum. „Ég saum- aði þetta og smíðaði allt sjálfur." Jakob segist ekki vera sérstakur aðdáandi Star Wars-myndanna þótt hann hafi gaman af myndum byggð- um á vísindaskáldskap. Að vonum er Jakob ánægður með verðlaunin. „Já, ég fékk flug- miða með Flugfélagi íslands, pizz- ur, ársmiða á leiki með KFÍ og ég veit ekki hvað," segir hann stoltur af búningnum. „Já, hann er vel hannaður hjá mér. Ég var í honum í einar 12 klukkustundir og var það bara mjög þægilegt. Ég ætla mér að taka þátt á næsta ári, maður verður víst að verja titilinn. Þetta ball er frábær skemmtun," segir Jakob sem er ekki búinn að ákveða búning næsta árs. „Ég hugsa nú ekki svo langt fram í tímann. En ég veit að ég mun leggja mikla vinnu í hann. Mér finnst miklu skemmtilegra að fara í keppnina þegar mikið er lagt í bún- inginn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.