Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Side 15
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2006 15 KR fær Snæfell í heimsókn í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvort liðið verður fjórða liðið inn í undanúr- slit Iceland Express-deildar karla. Liðin mættust við sömu aðstæður í Hólminum fyrir ári og þá hafði Snæ- fell betur en búast má við miklum spennuleik í kvöld. % % s & Skorar hann aðra sigurkörfu? KR-ingar geta þakkað Melvin Scott fyrir oddaleikinn. Hvað gerir Fannar í kvöld? KR-ingar þurfa að fá góðan leik frá Fannari Ólafssyni I kvöld. Það eru liðin sjö ár frá því að aðeins einn oddaleikur var í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í körfubolta karla en vorið 1999 enduðu öll fjögur einvígin 2-0. Síðan þá hafa að minnsta kosti tvö einvígi af fjórum farið í hreinan úrslitaleik en að þessu sinni fá körfuboltamenn aðeins eitt tækifæri til að upplifa úrslitastund eins og hún gerist best. Undanúrslit eða sumarfrí bíða liða KR og Snæfells sem mætast í DHL-höllinni klukkan 20 í kvöld. KR og Snæfell mætast í kvöld í sjö- unda sinn á tímabilinu og þessi leik- ur ræður örlögum þeirra á íslands- mótinu þetta árið. Komast KR-ingar í fyrsta sinn í undanúrslit í íjögur ár eða ná Snæfellingar þriðja árið inn í hóp fjögurra bestu liða landsins? Liðin hafa spilað sexsinnum í vet- ur, tvisvar í deildinni, tvisvar í Power- ade-bikarnum og tvisvar í úrslita- keppninni og aðeins hefur munað samtals 21 stigi á liðunum í þessum leikjum eða aðeins 3,5 að meðaltali í leik. Stærsti sigurinn í leikjunum sex vár fimm stiga sigur KR-inga á heimavelli í fyrri leik liðanna í Power- adebikamum og síðustu tveir leikir liðanna hafa ráðist á lokaskoti leiks- ins. Hitti á réttum tíma Melvin Scott var hetja KR-liðsins í síðasta leik þegar hann tryggði odda- leikinn með þriggja stiga körfú um ÁR EFTIR ÁR í ÁTTA LIÐA ÚRSLITUM 1995-2006: Grindavfk og Skallagrimur 1996: Grindavík 2-0 1997: Keflavfkog Haukar Grindavík 2-0 1998: Keflavík 2-0 1999: Keflavík 2-0 Tindastóli og Grindavik 2001: Tindastóll 2-1 2002: Grindavík 2-0 NJarövikogíR 2005: IR 2-0 2006: KR og Snaefell Njarðvík 2-0 2005: Snæfell 2-1 2006: Oddaleikur leið og leiktíminn rann út. Scott lét það ekkert hafa áhrif á sig að hann var búinn að klikka á 12 af síðustu 13 þriggja stiga skotum sínum í einvíg- inu. Scott hefur samt ekki verið alltof sannfærandi í þessum tveimur leikj- um (41% skotnýting, 15 tapaðir bolt- ar) en það getur verið liðum dýrmætt að hafa leikmenn sem eru tilbúnir og hafa getuna til þess að klára jafna leiki. í erfiðleikum með Beljanski Igor Beljanski hefur leikið vel í fyrstu tveimur leikjunum og er með 16 stig, 13,5 fráköst og 4 stoðsending- ar að meðaltali í þessum tveimur leikjum. Beljanski skoraði 9 af 18 stig- um sínum í öðrum leiknum í síðasta leikhlutanum og fiskaði báða stóru leikmenn KR-liðsins út með fimm villur. Það er ekki nóg með að Igor Beljanski er að gera góða hluti í sókn- inni því þeir Fannar Ólafsson (7 af 23, 30%) og Ljubodrag Bogavac (6 af 12, 50%) hafa aðeins skorað saman 13 körfur í leikjunum tveimur og 62 af 75 fráköstum undir körfu Hólmara hafa endað í höndum Snæfellinga (81%). Sjö tóku þátt í leiknum í fyrra KR og Snæfell léku einnig odda- leik í áttá liða úrslitunum í fyrra. KR vann þá fyrsta leikinn á útivelli (lflct og Snæfell nú), Snæfell sótti sigur á útivöll og jafnaði í 1-1 (lflct og KR nú) og tryggði sér síðan sæti í undanúr- slitunum með 11 stiga sigri á KR, 116-105, í oddaleiknum í Stykkis- hólmi. Sjö leikmenn sem spila með liðunum í dag tóku þátt í oddaleikn- um í fyrra en tveir þeirra hafa þó skipt um lið. Pálmi Freyr Sigurgeirs- son skoraði 12 stig fyrir Snæfell í leiknum fyrir ári en verður í búningi KR í leiknum í kvöld og á sama tíma mun Jón Ólafur Jónsson spila með Snæfelli í kvöld en hann skoraði 9 stig fyrir KR í leiknum fyrir ári. Aðrir sem tóku þátt í leiknum í fyrra eru Magní Hafsteinsson (20 stig fyrir Snæfell), Helgi Reynir Guðmunds- son (4 stig fyrir Snæfell), Níels Páll Dungal (3 stig fyrir KR), Brynjar Þór Björnsson og Tómas Hermannsson en tveir þeir síðastnefndu náðu ekki að skora fyrir KR-liðið í oddaleiknum í fyrra. 22. oddaleikurinn í kvöld Þetta er í fimmta sinn sem lið mætast ár eftir ár í átta liða úrslitum keppninnar en jafnframt í fyrsta sinn sem einvígið fer í oddaleik seinna árið. Tvö af fjórum liðum sem töp- uðu árið áður hafa náð að hefha taps- ins árið eftir, nú síðast lið Njarðvík- inga sem sló út ÍR-inga á sunnudags- kvöldið. Þetta verður ennffemur 22. oddaleilcurinn í sögu átta liða úrslita úrslitakeppninnar og heimavöllurinn hefur hingað til skilað sigri í 19 af 21 leik. Það sem gerir þetta skemmti- legra er að það lið sem hefur unnið fyrsta leikinn (Snæfell nú) hefur unn- ið 17 af 21 oddaleikjum átta liða úr- slitanna og hafa bæði lið því sögulega tölfræði með sér í liði í leiknum í kvöld. SEX JAFNIR LEIKIR KR OG SNÆFELLS í VETUR: Powerade-bikar: 4. nóv. 2005 KR - Snæfell 62-57 (KR+5) Powerade-bikan 6. nóv. 2005 Snæfel - KR 66-62 (S+4) Deildin: 4. des. 2005 KR - Snæfell 74-70 (KR+4) Deildin: 2. mars 2006 Snæfel - KR 59-63 (KR+4) Úrslitakeppni: 16. mars 2006 KR - Snæfell 68-71 (S+3) Úrslitakeppni: 18. mars 2006 Snæfel-KR 61-62 (KR+1) ALLT Á EINUM STAÐ • VETRARDEKK • HEILSÁRSDEKK • 0LÍS SMURSTÖD • BÓN 0G ÞV0TTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SMUR- BÓN 0G DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðír fff ÁRMÚLA 42 - SlMI 553 4236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.