Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2006 Fréttir DV Tíndur Jónsson Attaði sig ekki áþviað hann héldi á risastórum hníf. leiðinni mættu þeir fórnarlambi sveðjuárásinnar. Tindur segir að hann hafi ráðist á þá og um leið hafi þeir byrjað að lemja hann og Tind- ur hjó hann með sveðjunni þar til úr blæddi. Fíkniefni fundustvið húsleit Lögreglan í Borgarnesi fann talsvert magn af vímu- efnum við húsleit á föstu- daginn. Aðallega voru það kannabisefni en einnig lítil- ræði af amfetamíni. Lögreglan gerði upptækan riffil í eigu húsráðanda. Málið er í rannsókn. Mikið af vímuefnamálum kom til kasta lögreglunnar í Borg- arnesi um helgina. Aöalmeðferð fór fram í máli Tinds Jónssonar sem er gefið að sök að hafa hoggið pilt með sveðju. Tindur segir vopnið ekki hafa verið sveðju heldur risastóran hníf. Hann hafi verið búinn að gleyma því að hann héldi á hnífnum og einungis talið sig vera að gefa fórnarlambinu venjulegt kjaftshögg. Vitnisburður Gunnars Ólafssonar fyrrverandi lögreglumanns fékk tvær mæður hinna ákærðu til þess að tárast. Botnað á Næsta bar Búast má við dýrum kveðskap, fagurgerðum fyrripörtum og brilljant botnum á Næsta bar annað kvöld, 22. mars. Efnt verður til hagyrðingakvölds á barnum. Þar koma fram íjórir snillingar á þessu sviði,þeir Kristján Hreins- son, Omar Ragnarsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sigurjón V. Jónsson. Auk þess mun gestum gefast tækifæri til að sýna snilld sína. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 21. „r>að ligguráað bjarga land- inu, það liggur á að bjarga Is- tendingum og það liggur á að Ijúka þessu símtali áður en síminn minn verður batterís- laus," segir Andri Snær Magnason rithöfundursem nýlega sendi frá sér bókina Draumalandið - Sjálfs- hjálparbók handa hræddri þjóð. Hann vinnur nú ötullega sem endranærað því að kynna þjóðina fyrirþeim hætt- um sem hann telurliggja í frekari stóriöjuframkvæmd- um. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég var að gera,“ segir Tindur Jónsson er aðalmeðferð fór fram í máli hans í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Tindur er ákærður fyrir tilraun til mann- dráps með því að hafa hoggið pilt í höfuðið með sveðju í október á síðasta ári. Tindur segist hafa verið undir áhrifum amfetamíns þegar árásin var gerð. Hann hafi reynt að leita sér hjálpar vegna skapofsans í sér. mmammwm Tindur Jónsson, ásamt Árna Þóri Skúlasyni, Helga Mar Finnbogasyni og Þorsteini Pálssyni, er ákærður fyrir fjórar líkamsárásir. Allar árásirnar eiga það sameig- inlegt að hafa verið hrottalegar og virðast bera keim skapofsa Tinds sem hafði sig að mestu í frammi í árásunum. Hann situr í gæsluvarð- haldi og mun gera það þar til réttar- höldunum lýkur. Margt var um manninn í réttar- salnum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar voru mæður tveggja ákærðra sem og aðstandendur fórnarlamba. r gr Gunnar Olafsson, fyrrverandi lögreglumaður, bar vitni í gær í einni af líkamsákærunum fjórum. Hann sagði að Helgi Mar Finnboga- son hefði slegið konu í andlitið með vodkaflösku vegna deilna um læti sem Helgi ásamt meðákærðu við- höfðu í janúar á síðast ári fyrir framan blokk sem þau bjuggu í. Eiginmaður konunnar kom henni til bjargar og segir Gunnar að þá hafl Tindur ásamt félögum sín- um slegið í hann og sparkað. Þegar vitnisburðinum lauk tár- uðust tvær mæður drengjanna sem eru ákærðir. Á amfetamíni „Ég var á amfetamíni þegar þetta gerðist," segir Tindur sem ásamt félögum höfðu setið að drykkju síðan klukkan átta þetta ör- lagaríka kvöld. Árásin átti sér stað upp úr miðnætti. Tindur ásamt meðákærðu höfðu farið úr partíinu til þess að lemja annan pilt sem Helgi átti sökótt við. Helga er gefið að hafa slegið piltinn áður en þeir héldu aftur í partíið. Á Risastór hnífur „Ég áttaði mig ekki á því að ég héldi enn á hnífnum," sagði Tindur í Héraðsdómi og taldi sig eingöngu að vera að kýla piltinn. Saksóknari kom með heljarinnar sveðju sem fannst á heimilinu þar sem átökin upphófust sem sönnunargagn. Tindur neitar að hafa verið með þessa tilteknu sveðju: „Þetta var ekki sveðja heldur risastór hnífur," sagði hann þegar saksóknari sýndi honum vopnið. Sveðjan hafði verið læst inni í byssuskáp á heimilinu en sam- kvæmt vitnisburði móður piltsins sem bjó þar týndust lyklarnir að skápnum og ekki er vitað hvar þeir eru. Þungur dómur Tindur var á skilorði fyrir aðra líkamsárás þegar árásin var gerð. Er því ljóst að hann gæti fengið afar þungan dóm fyrir gjörðir sínar. Við- „Þetta var ekki sveðja heldur risastór hnífur." urlög við tilraun til manndráps eru allt að sex ára fangelsisvist. Framhald aðalmeðferðar verður í dag. valur@dv.is m - Gunnar Ólafsson fyrverandi lögreglumaður Grættimæð- ur ákærðu þegar hann bar vitni FERMINGARDAGURINN MINN Gestabók • Myndir • Skeyti LITIÐ VIÐ í NÆSTUOG BIÐJII UM UM FERMINGARDAGINN MÚLALUNDUR $ FÆST I OLLUM HELSTU BLOMA- OG BÓKAVERSLUNUM LANDSINS VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • Pósthólf 5137 • 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.