Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDACUR21. MARS2006 Sport DV Aldrei áður út í átta liða úrslitum Friðrik Ingi Rúnarsson, sem stjórnaði sínum 99. leik í úrslitakeppni úrvals- deildarinnar á sunnudag- inn varð í fyrsta sinn að sætta sig við að detta út með lið sitt úr átta liða úr- slitunum. Friðrik Ingi var kominn með lið sitt í úr- slitakeppni í 12. sinn og hafði í öll hin 11 skiptin far- ið með lið sitt í undanúrslit og sjö sinnum alla leið í lokaúrslitin. Þetta er enn- fremur í fyrsta sinn sem lið Friðriks Inga nær ekki að vinna leik í úrslitakeppni. Ekki unnið einvfgi frá 1995 Skallagrímur hafði ekki unnið einvígi í úrslita- keppninni síðan 1995 eða þegar að „kossinn" hans Alexanders Ermolinski tryggði liðinu sigur í öðrum leiknum við ÍR-inga sem þá voru með þriðja besta ár- angurinn. Síðan þá höfðu Borgnesingar tapað fimm einvígjum í röð, þar af tveimur 0-2 fyrir Grindavík. Það var því langþráð stund fyrir stuðningsmenn liðsins þegar sigurinn var í höfn í Grindavík en það er efitt að finna dyggari stuðnings- menn en Borgnesinga sem fylla húsið sitt á hverjum heimaleik og flykkjast síðan með liðinu á útileikina. Skallagrímur og Njarðvík komust áfram í undanúrslit Iceland Express-deildar karla á sunnudagskvöldið með sigri á útivelli og kláruðu bæði einvígin sín 2-0 eftir tvo hörkuleiki við Grindavík og ÍR. Troðsla Egils Jónassonar einni og hálfri sekúndu fyrir leikslok tryggði Njarðvík sæti í undanúrslitum úrslitakeppni karla en Njarðvík vann annan leik sinn gegn ÍR 78-76 og einvígið þar með 2-0. Skallagrímsmenn unnu ekki síður dramatískan sigur því þeir slógu Grindvíkinga út 2-0 með 77-73 sigri í framlengd- um leik þar sem liðið var án allra þriggja erlendu leikmanna sinna á lokamínútum framlengingarinnar. Njarðvíkingar náðu að hefna ófaranna frá því í fyrra þegar ÍR- ingar komu öllum að óvörum og slógu Njarðvíkurliðið 2-0 út úr átta liða úrslitunum. Hvorugur sigur- inn var þó öruggur og Breiðhylt- ingar létu þá hafa mikið fyrir hlut- unum. Njarðvíkingar voru með forskotið í leiknum í Seljaskóla allt þar til að ÍR-ingar settu 8 stig í röð í fjórða leikhluta og komust yfir í 67-64. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi og það var Egill Jón- asson sem tók eigið sóknarfrákast og tróð boltanum í körfuna einni og hálfri sekúndu fýrir leikslok og kom Njarðvík í 78-76. Lokaskot Fannars Freys Helgasonar frá miðju rúllaði síðan upp úr körf- unni og Njarðvíkingar fögnuðu sigri og sæti í undanúrslitum. Jeb Ivey þarf að hitta betur Brenton Birmingham, Friðrik Stefánsson og Guðmundur Jóns- son stóðu upp úr hjá Njarðvíkur- liðinu í einvíginu en það er ljóst að ætli Njarðvíkingar sér lengra þarf Jeb Ivey að gera meira og hitta bet- ur en Ivey var aðeins með 25 stig og 2 þriggja stiga körfur samanlagt í einvíginu. Hjá ÍR átti Ómar Sæv- arsson tvo frábæra leiki og var í hreinum landsliðsklassa með 14,5 stig, 12,5 fráköst og 63% skotnýt- ingu gegn besta miðherja deildar- innar Friðriki Stefánssyni. Hafþór Ingi frábær í sókn og vörn Hafþór Ingi Gunnarsson átti frábæran leik fyrir Skallagrím í sókn í sigurleiknum í Grindavík. Hafþór setti niður 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og í vörninni hélt hann Jeremiah Johnson í 3 stigum og 6% skotnýtingu (1 af 16) síðustu 35 mínútur leiksins. Skalla- grímsmenn misstu bæði George Byrd og Dimitar Karadzovski út af með fimm villur í Qórða leikhlut- anum en það kom ekki að sök. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í leiknum allt fram í fjórða leikhlut- ann þegar góður sprettur færði þeim mest sex stiga forskot. Helgi jónas Guðfinnsson jafnaði leikinn í 65-65 með þriggja stiga skoti og fékk síðan aðra tilraun til þess að tryggja Grindavíkurliðinu sigurinn NJARÐVÍK-ÍR 2-° I | SKALLAGRÍMUR- -GRINDAVÍK 2-0 Stig: Njarðvík +12 (155-143) Stig: Skallagrímur +18 (172-154) 3 stiga körfun (R +6(17-11) 3 stiga körfun Skallagrímur +6 (23-17) Vfti fengin: Njarðvík +21 (47-26) Víti fengin: Skallagrímur +2 (38-36) Fráköst: (R +2(63-61) Fráköst Skallagrímur+11 (84-73) Tapaöir boitan Njarðvík -8 (29-37) Tapaðir boltan Grindavík-13 (18-31) Stig frá bekk: (R +3 (22-19) Stig frá bekk: Grindavík +6 (37-31) Hæsta framlag: Hæsta framiag: Ómar ö Sævarsson (R 26,5 George Byrd Skallagrímur 37,5 Brenton J Birmingham Njarðvík 24 Jovan Zdravevski Skallagrímur 21,5 Friðrik E Stefánsson Njarðvík 21,0 Páll Axel Vilbergsson Grindavík 19,5 Guðmundur Jónsson Njarðvík 13,5 Helgi Jónas Guðfinns. Grindavik 13,5 Theo Dixon (R 13,0 Hafþór Ingi Gunnars. Skallagrímur 13,5 Fleststig: Fteststig: Theo Dixon (R 38 George Byrd Skallagrímur 46 Brenton J Birmingham Njarðvík 35 Páll Axel Vilbergsson Grindavík 42 Friðrik E Stefánsson Njarðvík 33 Jeremiah Johnson Grindavík 39 Flestfráköst Flest ffáköst: Ómar Ö Sævarsson (R 25 George Byrd Skallagrímur 35 Friðrik E Stefánsson Njarðvík 15 Nedsad Biberovic Grindavík 19 Brenton J Birmingham Njarðvik 14 Jovan Zdravevski Skallagrímur 17 Egill Jónasson Njarðvík 14 Ftestar stoðsendingan Flestar stoðsendingan Friðrik E Stefánsson Njarðvík 11 Jovan Zdravevski Skallagrímur 11 Eiríkur S önundarson (R 10 Jeremiah Johnson Grindavík 8 Jeb Ivey Njarðvík 9 George Byrd Skallagrímur 8 Hertirskotmenn: Heitir skotmenn: Ómar Ö Sævarsson (R 63% (19/12) Hafþór Ingi Gunnars. Skallagrími 64% (11/7 f 3ja) Friðrik E Stefánsson Njarðvík 52% (21/11) George Byrd Skallagrími 56% (36/20) Guðmundur Jónsson Njarðvík 44% (9/4 (3ja) Pétur Már Sigurðs. Skallagrími 50% (10/5 í 3ja) Kaldir skotmenn: Katdirskotmenn: Jeb Ivey Njarðvík 17% (12/2 í 3ja) Guðlaugur Eyjólfsson Grindavík 8% (13/1) Brenton J Birmingham Njarðvík 21% (14/3 í 3ja) Þorleifur Ólafsson Grindavík 23% (22/5) Eiríkur S Önundarson (R 33% (27/9) Jeremiah Johnson Grindavík 32% (44/14) Sigurtroðsla Egill Jónasson skoraði sigurkörfuna með þvíað troða boltanum ikörfuna. DV-mynd Valli en erfitt skot hans geigaði og leik urinn fór í framlengingu. Án allra þriggja er- lendu leikmannanna Helgi Jónas setti niður þrist í upphafi og ekki batnaði ástandið þegar • Skallagrímsmenn misstu út Jovan Zdravevski með fimm villur og voru þá án allra þriggja erlendu leikmanna sinna síðustu tvær mínútur framlengingarinnar. Það voru þá íslensku strákarnir í Skallagrímsliðinu sem sýndu mikinn karakter og kláruðu leikinn, Axel Kárason jafnaði leikinn af harðfylgi og þriggja stiga karfa Péturs Más Sigurðs sonar gerði síðan útslagið áður en Borgnesingar klár uðu sigurinn á vítalín unni. Byrd eignaði sér teiginn Það má segja að skyttur Grindvíkinga hafi brugðist í einvíginu en liðið hitti aðeins úr 17 af 62 þriggja stiga skotum sínum (27%) Jeremiah Johnson var líka langt frá sínu besta, misnot- aði alls 30 skot í leikjunum tveimur og á sama tíma og Grindvíkingum gekk illa að setja niður langskot sín átti Bandaríkjamaðurinn í liði Skallagríms, George Byrd, teiginn svo ekki uppskáru þeir mikið þar. Byrd var með 23 stig, 17,5 fráköst, 4,5 varin skot og 4 stoðsending- nr ^ð meðaltali í leikjun- um tveimur. ooj@dv.is 46 stig, 35 fráköst, 9 varin skot Skallagrímsmaðurinn Ge- orge Byrd lét Grindvikinga finna velfyrir sér í tveimur leikjum lið- anna í dtta liða úrslitunum. DV-mynd Vallí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.