Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Blaðsíða 31
UV Siðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2006 31 Spurning dagsins Hvað finnst þér um fegurðar samkeppnir? Mjögspesfólk „Það er mjög spes fólk sem dettur í hug að taka þátt í fegurðarsamkeppnum." Ægir Már Burknason nemi. „Alltí lagi. Ég fylgist með með öðru auganu." Randver Sigurðsson, starfsmaður hjá Vegagerð- ,Er ekk- ert á móti feg- urðarsam- keppnum. Fylgist annars ekkert með þeim." Tína Péturs- dóttir bók- haldari. „Finnst þær allt í lagi. Fylgist alltaf með þeim. Gaman að sjá stelpumar koma fram í tískufötum." Guðmunda Nieisen hús- móðir. „Mér finnst fólk vera steypt í sama mótið í fegurðar- samkeppnum. Það á að leyfa fólki að vera það sjálft. Þaðan kemur fegurðin." Elísabet Jóns- dóttir ræsti- tæknir. Bandamenn og óvinir í borginni <g}m „Einna óvæntast við baráttuna í Borginni til þessa er svo slakt gengi Vinstri Grænna Þeim gengur vel á landsvisu, en hafa tap- að töluverðu fylgi í Borginni frá þvi baráttan hófst.Viss ör- vænting speglast í þeirri stað- reynd, að tvisvar i viku birtast nú greinar þar sem aðalfram- bjóðanda þeirra, Svandisi Svav- arsdóttur, ér hælt á hvert reipi, og nafn hennar jafnan sett í fyr- irsögn. Staðreyndin er sú að Svandís hefur algerlega týnst í baráttunni meðan Björk, sem var ýtt út úr VG fyrir hana, virðist blómsta í Samfylkingunni. Björk Vilhelmsdóttir er líkleg til að toga til hennar mikilvægt jaðarfylgi sem VG þarf svo sárlega á að halda.“ VG lúserar kosninganna „Staðreyndin er einfaldlega sú að til þessa hefur Svandis ekki gert sig. Það er undrun- arefni þvi hún er röggsöm kona sem kemur vel fyrir. Hana skortir hins vegar málefni til að bera fram af ástriðu og þrótti. Hún virð- ist heldur ekki geisla af sér- stökum áhuga á þvi að vera í framboði. Það bjargar engu þó hundrað greinar birt- ist um hvað hún er æðisleg. Slikar greinar fara fljótt að vinna gegn tilgangi sínum og undirstrika veikleika frambjóðandans. í bili virðist því sem VG sé að verða einn af lúserum kosninganna. Gamlir kjósendurj Reykj avikurlistans hafa í greinilega ekki gleymt því að það varVG sem sleit' upp rætur hans. Einsog sakir standa lítur út fyr- ir að þeir ætli að láta VG gjalda .* þess í vor.“ Össur Skarphéðinsson alþingismaður skrifar á ossur.hexia.net B + S í Borginni = Satt? „Rosalega er hún eitthvað ógæfu- leg sú sjóferð sem Björn Ingi Hrafnsson hefur nú lagt út á með skútuskriflinu sem Framsóknar- flokkurinn ætlar að nota til at- kvæðaveiða í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor. Um borð logar allt í slagsmálum þar sem sú sem ætti að vera 1. stýri- maður (eða jafnvel skipstjóri), hef- ur ákveðið að ganga plankann og láta restina af liðinu um að sigla fl- eyjinu gegnum brimgarðinn fram- undan.“ Framsóknarflokkurinn í miklum vandræðum. „Þetta sjáum við bæði í fréttum, á vefsiðu Björns Inga og svo náttúru- lega á Hriflu. Og nú í kvöld skrifar Össur Skarp- héðinsson mærðarlegan pistil á Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður skrifar á althingi.is/magnush vefsetri sinu. Þetta er svona stjórn- málaskýring að hætti hússins. Þar reynir Össur að kryfja með sínum krítísku kratagleraugum öll fram- boðin í borginni, nema náttúrulega framboð Samfylkingarinnar.“ Dálæti Össurar á Birni Inga „Og svo auðvitað framboði Fram- sóknar undir forystu Bjöms Inga Hrafnssonar. Dálæti Össurar á þvi hefur Iengi verið fremur augljóst. Það skyldi nú ekki vera planið að Samfylkingin og Fram- sókn stefni að því svona» undir niðri, að reyna að ná saman meirihluta Borginni nú í vor. Fróðlegt verður að i fylgjast með því tildra- ? gelsi á næstu vikum. “ j .’jMeðan WV ^jolkurísinn Ir , var upp á sitt /jölskyftuna sein steilfti sÆf»» með súkkulaðí \ ist við jarðar- Æ niður Hvað er svona æsandi við það að aka Laugaveginn og góna? Ekkert. Þetta er hefð- in. Fyrir rúmri öld fóru bændur sömu leið á hestum sínum til að selja sína vöru og kaupa aðra í staðinn. Hesthófarnir rót- uðu upp ryki og mold. Síðan komu bændur á kerrum sömu erinda og hjólin mörkuðu för í götuna. Með komu bflanna héldu stjórnendur þeirra uppteknum hætti. Þeir óku niður Laugaveginn með vörur á daginn en voru þarna í öðrum tilgangi á kvöldin. Meðan mjólkurísinn var upp á sitt besta óku drossíur niður götuna með alla Qölskylduna sem sleikti hann með súkkulaðiskán og góndi um leið á búðarglugga. Við þessa athöfn var ekið hægt eins og áður tíðkaðist við jarðarfar- ir. Ekki mátti raska ró líksins. Það varð að sýna dauðanum virðingu og svipað henti götuna og gluggana. Laugavegurinn var að verða eins konar verslunargötugrafreitur. Þótt mjúki mjólkurísinn hyrfi og verslunin færi þverr- andi var haldið áfram að aka niður götuna í bflahalarófu en nú voru bflglugg- arnir lokaðir. Fólk virti samt fyrir sér útstillingar f búðargluggum og ók hvað eftir annað niður götuna. Enginn varð leiður á því að horfa en verslunin var í andarslitrunum. Allir fengu nógu mikið út úr því að aka í halarófu og horfa. Jafn skjótt og velmegunin hófst óku menn á tröllum til að sýna öðrum fjórhjóla- drifin. Þá var alveg sleppt að horfa út um bflglugga á búðarglugga. Verslunin hafði færst á aðra staði og í meira fjölmenni. Það hafði samt engin áhrif á venjuna að róta upp götunni og mylja núna innflutta götu- steina undir hjólunum með dýrari hætti en þegar farið var á hestum. Varla líður kvöld, einkum á sumrin, að bílaröðin nái ekki niður alla götuna þótt búðirn- ar týni tölunni, verslunin dragist sam- an og næstum ekkert sé að sjá nema ferðamenn sem fara þarna um að þvf er virðist í algeru tilgangsleysi. Hefðin er sterk. Hún nær til nýbúa sem koma fátækir og algert núll í íslenskri menn- ingu en langar að eignast kraftmikinn bfl og aka með öðrum niður Laugaveginn. Þannig verða þeir íslenskir. Guðbergur Bergsson fRtn tóíw'W SEFUR ALDREI Viðtökumvið fréttaskotum alian sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrirbesta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.