Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2006 Menning XXV kalt afþví ég eins og þú haföi flúið af hólmi og skilið þig eftir sárari en ég skildi þá svo kalt að geta aldrei sagt allt það sem var ósagt kalt að geta aldrei sagt allt (Linda VUhjálmsdóttii, ÖIl fallegu oröin (brot)) Litli flækingur inn á flótta í kvöld kl. 20 verður sýnd Chaplin- myndin Cirkus í Bæjarbiói, Strandgötu 6 (Hafnarfirði. Þá mynd gerði meistar- inn árið 1928 og varð hún jafnframt síðasta alveg þögla kvikmyndin sem hann gerði. Myndin er óhemju fyndin, með litla flækingnum I aðalhlutverki og segir frá þv( hvernig hann fýrir mis- skilning lendir á ----!■■■■■ flórta undan lög- ''jéjÆs reglunni. Eftirförin leiðist m.a. inn í yy* JSf w speglasal og sfðar á sirkussvið þar ufc sem hann vekur w mikla lukku.Mynd- ^“ in verður einnig sýnd á laugardaginn á vegum Kvikmyndasafns fslands. (næstu viku verður svo sýnd ein tal- mynda Chaplins. Það er myndin Monsieur Verdoux sem hefur orðið fyrir valinu. Kveikja myndarinnar er að nokkru sprottin úr raunveruleikanum en enski ævintýramaðurinn og morð- inginn Thomas Wainwright og franski kvennamorðinginn Landru urðu Chaplin efni I aðalpersónuna Verdoux. MonsieurVerdouxverðursýnd 28. marsog l.aprfl. Réttarhðld um Virkjunina Fræðsludeild Þjóðleikhússins stendur fýrir svonefndum„Réttarhöldum" mán- aðarlega. Þar eru tekin fýrir málefni sem varða samfélag og listir og eru I tengslum við sýningar Þjóðleikhússins. Réttarhöldin eru haldin í samstarfi við [Í^S,V,, ,, Ritið,tímaritHugv(s- ||y indastofnunar Há- J skólafslands. Fjórðu réttarhöld 1 > vetrarins verða (kvöld -----J kl. 20.30 í tengslum við sýningu Þjóð- leikhússins á Virkjuninni eftir Elfriede JelinelcUmræðuefni kvöldsins er: Sköpun eða eyðilegging? Frummæl- endur eru Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, stjórnarformaður Landsvirkjunar, en yfirskrift erindis hans er„Maður og náttúra - annað hvort eða...?" og Sig- rfður Þorgeirsdóttir heimspekingur sem flytur erindið„Homo Faber - hug- leiðingar Jelinek um nútfmamanninn". Réttarhöldin eru haldin [ Dómsalnum ( gamla Hæstaréttarhúsinu við Lindar- götu 3. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. I Valgeir Skagfjörð og Margrét Sverrisdóttir Þau leika prófessorínn Frank °Q hina fróðleiksfúsu Rítu. Willy Russel er snjall höfundur og þegar við kynntumst fyrst Rítu- sögunni í bíómyndinni var hún mjög fersk. Lágstéttarstúlka þráir að eignast þá visku og þau verkfæri sem þarf að hafa til þess að tala um og skilja bókmenntir, einskonar Pygmalion-saga. Hér er stefnt sam- an andstæðum sem í raun og veru eru ekki svo miklar andstæður heldur aðeins tvær persónur alger- lega mótaðar af sínu umhverfi. f þessari uppfærslu voru það þau Valgeir Skagfjörð og Margrét Sverrisdóttir sem fóru með hlutverk Rítu og professorsins Frank. Slompaður prófessor og sæt stelpa Hlátursgusumar létu ekki á sér standa í skiptingum enda er tvíleik- urinn um hana Rítu glettilega skrif- aður og gefa því tilsvörin oft tilefni til brosa. Stúlka sem greinilega kann ekki að tala um bókmenntir, er ekki vel lesin eða fróð kemur til háskólaprófessors og fer hjá hon- um í einkatíma um sumar til þess að öðlast lykil að bókmenntaheim- inum. Hann er alltaf vel slompaður en hefúr þó ákveðið gaman að því að opna sína veröld fyrir hinni ómenntuðu Rítu. Það er einmitt það sem verkið fjallar um, það er að hann opnar sína veröld fyrir henni, hún sem flækst hefur um í sinni veröld og þráir svo heitt að komast úr henni. Vandamálið í þessari uppfærslu hér er hins vegar fyrst og fremst það, að veröld hans og ver- öld hennar skarast svo fljótt, þau em strax komin á sama plan. Glæsileg skýrmælt leikkona Ríta er hér leikin af ungri stór- glæslegri leikkonu, Margréti Sverris- dóttur, sem sýnir bæði kraft, kropp og kjamakvendi en samt er lögnin, þaö er áherslaleikstjórans, einhvern veginn þannig að hún verður ótrú- verðug. Valgeir Skagfjörð var frábær í upphafi, hann hélt þessum distans og var bara að forma nokkuð góðan upplýstan karakter með ryk á herð- unum hafandi verið háskólakennari allt of lengi. Síðan gerist það að stúlkan kemst nær honum í viti og visku og hann rennir óðum niður á rónaplanið í sinni drykkju og dettur einhvem veginn út úr Óxford-hlut- verkinu, og það var synd. Textinn var flatur og gaf því miður ekki Frank eða Valgeiri þann möguleika sem upprunagerðin býður upp á. And- stæðurnar komu ekki nógu vel í ljós. Margrét Sverrisdóttir er falleg ung kona með mikla kómiska ám, vel máli farin og hefur strerka nærvem á sviði. Nýting leikrýmisins var góð. Það er erfitt að halda uppi tveggja tíma sýningu í nánast sömu stólun- um en hreyfingin á sviðinu var góð þó svo að leikmyndin hefði mátt vera fjölbreytilegri, þar sem þetta var jú myndin sem áhorfendur höfðu fyrir augunum allan tímann. Hvað vilja menn með sýn- ingunni? Það er oft erfitt að dusta rykið af gömlum slögumm og gera þá not- hæfa að nýju. Hér em það auðvitað tilsvörin og brandararnir sem skipta megin máli og af viðbrögð- um áhorfenda að dæma skilaði sér skopið nokkuð vel, þótt spurningin hangi í loftinu, það er, hvað vilja menn með slíkri sýningu? Lýsing og skiptingar vom góðar. Þeir sem vilja sjá tvo óvenjulega leikara sem sjaldan em á fjölunum ættu að drífa sig í Iðnó, því þrátt fyrir allt var samleikur þeirra nokkuð spenn- andi á köflum og ef vel er haldið á spöðunum fáum við vonandi að sjá Margréti Sverrisdóttur í einhverri flottri kvikmynd áður en langt um líður. Elísabet Brekkan. Jóhanna talar um Iran Haustspor í Ulfi Nú stendur yfir (Gallerí Úlfi, Baldurs- götu 11,sýning GuðmundarÁr- manns, Haustspor. Þar sýnir Guð- mundur tuttugu kolateikningar og eru þær gerðar á þessu ári.Viðfangs- efnið er sótt í náttúruna, hina síbreyti- legu birtu sem gefur landinu, himnin- um,vatninu,fjöllunum og gróðrinum, litbrigði sem við nemum í umhverf- inu.Skynjun sem grópast í vitundina verða að minni sem er viðmið í sköp- unarferlinu. Myndirnar eru óhlutlægar þar sem hefðbundið mótíf er horfið og eftir standa láréttir litborðar sem teikna sig frjálst á myndfletinum og skapa fleti sem minna á náttúruupp- lifun. Gallerí Úlfur er við veitingastaðinn Þrjá frakka, hjá Úlf- ari.Sýningin -.u. verðuropin - til sunnu- dagsins26. mars og er opin ^ . daglega kl. 14 til 18. Dagana 23. og 30. mars verður námskeið um íran hjá Mími sí- menntun þar sem Jóhanna Krist- jónsdóttir talar um íran síðustu hundrað ár. í fyrri tímanum verður vikið að valdahlutföllum í landinu undir aldamótin 1900 og olíufund þar. Sagt frá því þegar óþekktur herfor- ingi Mohammed Reza Pahlavi koll- varpaði Qajar-veldinu og breyting- um á þjóðfélaginu í landinu næstu áratugina. Einnig frá Reza syni Mo- hammeds sem skipaður var af Bandaríkjamönnum og banda- mönnum þeirra í síðari heimsstyrj- öld þar sem sá eldri þótti heldur hallur undir Þjóðverja. Þróun írans frá 1941 til bylting- arinnar 1979 og reynt að skýra ástæður hennar. f seinni tímanum verður svo fjallað um íran sem hefur verið frá 1979, valdatíma Khomeinis, gísla- taka bandaríska sendiráðsins og hvernig íran hefur miðað á þessum síðustu 27 árum. Rædd staða kvenna sem veldur mörgum heila- brotum á Vesturlöndum og vikið að ýmsum ranghugmyndum Vestur- landabúa á írönsku nútímasamfé- lagi. Einnig rædd staða forsetans nýja Mohammeds Ahmedinedjad sem er með nokkuð öðrum hætti en vestrænir hugsa sér. Skráning er hjá Mími símenntun. Fjöldi nemenda verður takmarkaður við 25 og ættu menn því að drífa sig að skrá sig. Jóhanna er nýkomin heim frá fran ásamt 19 manna hópi úr Vin- áttu- og menningarfélagi Miðaust- urlanda sem ferðaðist vítt og breitt um landið í tvær vikur og mun auk þess vera fyrsti hópur íslenskra ferðamanna til frans. Jóhanna Krist- jónsdóttir Erfróð um Iran og nýkomin úrheimsókn þangað. Leikhópurinn Kláus setur upp Ritu „Educating Rita" Höfundur: Willy Russel Leikarar: Valgeir Skagfjörd og Margrét Sverrisdóttir Leikmynd og hönnun: Jóhann- es Dagsson Þýðing og leikstjórn: Oddur Bjarni Þorkelsson Frumsýning í Iðnó 19.3.2006. Leiklist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.