Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Blaðsíða 23
DV Begga&dýrín ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2006 23 Astrali bestur á Crufts Ástralskux fjárhundur, AM CH Caitland íslc Take Chance, kaltaður ‘Chance var valinn "Best in Show’’ á Crufts, fjöimennustu hundasýningu (heirni sem jafnan er haldin íBirniinghamíEnglandi.Sýninginfór frain fhyrjun » rwwj mars og má gera ráð fyrir að þcir hundar sem þar ná langt •Jjj *** séu ððrum frernrí í heirninum. Á Crufts streyrna líka hundaeigendur hvaöanæva úr veröldinni til að fylgjast með en meðfram sýningunni eru allír helstu framleiðend- ur rneð kynningu .1 vörurn sínum og nýjungar jafnan kynntar. Á þessurn stærstu sýningum í heiminum, (imfts og Westrnin.ster, má einnig ;etla að línur séu lagðar fyrir árið og þeir hundar sern vaidir eru í hverrri tegund fyrir sig séu þeir sem iíta skulí til f dómum á öðrum sýningum í heiminum. Bergljót Oavíðsdóttir sktifar um dýrin f,ín og annarra ii þriftjudogum í DV. berg,jjot@dv,ís Westminst- er á mynd- bandi ■ Westminster-hundasýningin i New York, sem er ásamt Crufts stærsta og flottasta hundasýningin í heiminum, var haldin i febrúar. Á heimasíðu Westminster Kennel Club er hægt að sjá úrslit sýningar á myndband. Slóðin er: westmin- sterkenneiciub.org/2006/vid- eo/breed/index.htmi. Hægt er að fylgjast með úrslitum íhverri teg- und fyrirsig og síðan áfram í flokkunum og síðan lokaúrslitin. Auk þess erýmis annar fróðleikur á siðunni sem gaman er að tína upp. Líljur eitraðar Liljur eru stórhættulegar dýrum og þeim sem annt er um dýrin sín ættu helst ekki að skreyta heimili sín með þeim. Þórunn Hjaltadóttir kattaræktandi getur staðfest að svo sé en hún missti eina kisuna sína sem setti ofan í sig fræ innan úr Eldlilju. Þórunn sendi kisu í krufningu að Keldum og þar var það staðfest að eitríð úr blóminu hafði brennt innyfli og valdið nýrnabilun. Hægt er að draga iír afleiðingum með því að gefa kol um leið, en best af öllu er að vera bara alls ekki með liljur á heimil- inu. Týnd á Nesinu Þessi svarta litla kisu- stelpa leitaði ásjár í húsi við Kirkju- braut á Sel- tjarnarnesi fyrir um það bil hálfum mánuði. Hún var búin að vera á ráfi í hverfmu ínokkurn tíma og enginn kannaðist við hana. Húsráðandi sá aumar á henni og gafhenni að borða. það varð til þess að kisa litla gerð sig heimakomna þarog kom alltafaftur og aftur. Hún er ekki eyrnamerkt en kann að vera örmerkt. Efeinhver kannast við þessa fallegu kisu og saknar hennar má spyrjast fyrir hjá Vil- helmínu í síma 5612362 eða hjá Guðrúnu í sima 5641592. Hjónin Fanney Steinþórsdóttir og Guðni Pálsson keyptu Leonberger-hundinn Ses- ar af Orra Dór Guðnasyni Þegar til kom vildu þau ekki fallast á að samningur um að skila honum endurgjaldslaust til baka stæðist lög og auglýstu Sesar og seldu. Kaupandinn greiddi hins vegar aldrei hundinn, því Orri Dór náði honum til sín rétt eins og Akkilesi sem DV sagði frá í fyrri mánuði. Hjónin leita nú Sesars sem þau eiga samkvæmt ættbók og þrá ekkert fremur en fá hann til sín aftur. Mlsstu tí séf ImMfserlim SiwlBmtMt Orri Dór Guðnason hefur tekið til baka fleiri hunda en Akkiles eins og DV greindi frá fyrir nokkru. Fanney Steinþórsdóttir og Guðni Pálsson áttu einnig Leonbergerinn Sesar sem þau ætiuðu að selja en Orri náði hundinum áður og síðan hafa þau hvorki heyrt né séð nokkuð af honum. Þau hafa heyrt að hann hafi lent fyrir austan fjall og biðja alla sem geta gefíð þeim upplýsingar að láta sig vita. Þau þrá ekkert meira en fá hann aftur til sín enda greiddu þau hann út í hönd, eru rétthafar hans í ættbók og telja sig eiga hann enn. Fanneý og maður hennar keyptu Leonberger-hundinn Sesar af Orra um mitt sumar 2004 en þurftu að láta hann frá sér vegna ofnæmis síðastliðið haust og aug- lýstu hann til sölu. „Þegar við höfðum auglýst hringdi Orri og sagði að samkvæmt samningi sem við gerðum við hann væri okkur ekki heimilt að láta hann af hendi til annars en hans. Við könnuðum lögmæti samningsins sem við skrifuðum undir við kaupin og hvarvetna var okkur tjáð að hann stæðist ekki lög þar sem hann kvað svo á að Orri fengi hundinn endurgjaldslaust til baka ef við þyrftum að láta hann frá okkur. Ljóst að við höfðum verið svikin „Við sinntum því engu og aug- lýstum hann. Sigríður Ed- ith, konan jBmmL. - sem á fjj-r. % Akkiles sá Sesar með börnum Fann- eyjar Þau Fanney og Guðni eru ákveðin íað taka Sesaraft■ ur til sín ef hann finnst og sleppa honum aldrei framar enda sjá þau mjög eftir honum. „En um kvöldið barst okkur SMS frá henni þar sem hún sagðist ekki vera með hundinn og teídi sig lausa allra mála. Benti hún á Orra sem hefði hann undir höndum. Okkur varð þá íjóst að við höfðum verið svikin. auglýsinguna og hringdi. Hún sagðist eiga hund frá Orra og lang- aði í annan. Þau hjón seldu henni Sesar, þrátt fyrir að hún gæti ekki greitt hann fyrr en síðar." Þegar líða tók að greiðsludegi hringdi Guðni í Sigríði Edith og innti hana eftir greiðslu. Sigríður sagði illa standa á hjá sér og biðu þau því róleg. „En um kvöldið barst okkur SMS frá henni þar sem hún sagðist ekki lengur vera með hundinn og teldi hún sig lausa allra mála. Benti hún á Orra sem Sesar er engin smáhundur Leonbergerer skemmtilegur hundur og óllkur flestum öðr- um. Hér er hann með heimasætunni I Reykjabyggð. hefði tekið Sesar. Okkur varð þá ljóst að við höfðum verið svikin, Orri hefði notað Sigríði til að ná honum af okkur," segja þau hjón. Þau kærðu því stuld á hundin- um til lögreglunnar og yfirheyrði hún bæði Orra og Sigríði Edith. "Orri brást hinn versti við og hótaði okkur öllu illu ef við drægjum ekki kæruna til baka. Lokahótun hans var að næst myndi hann ekki koma til að tala við okkur. Á honum mátti skilja að hnefar yrðu látnir skipta." Lét Orra fá hundinn í stað þess að skila honum Eftir rannsókn lögregl- unnar fengum við bréf frá þeim þar sem okkur var tilkynnt að kæra á hendur þeim Orra og Sigríði yrði látin niður falla. Samningurinn stæðist. Við gátum ekki sætt okkur við það og leituðum til lögmanns sem ætlar að láta reyna á þetta fyrir dómstól- um,“ segir Fanney og biður alla sem vita hvar Sesar er að láta þau hjón eða ritstjórn DV vita því þau vilji ekkert fremur en fá hann aftur til sín. Sigríður Edith neitar að hún hafi verið á Orra vegum þegar hún hins vegar hringt í Orra og látið hann vita að hún væri með hund- inn. Hann hafi þá komið og sótt hann og veifað framan í hana pappírum sem hún hafi ekki getað véfengt. Orri Dór vildi ekki ræða við DV þegar eftir því var leitað og vísaði aðeins í umræddann samn- ing. * «► •d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.