Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Side 31
DV Síðasten ekki síst
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 31
Spurning dagsins
Ætlar þú til útlanda í sumar?
Ferínámsferð
„Já, ég ætla til Danmerkur í námsferð."
Ingunn Viktorsdóttir nemi.
Allavega
til Spánar,
kannski
Bretlands.
Ýmir Kristins-
son verka-
Ég ætla til
Spánarað
skemmta mér.
Ögri Kristins-
son nemi.
Égerað
fara með tíunda
bekk til
Danmerkur.
Helga Karen
Kjartansdóttir
. nemi. ,
Ferðaskrifstofurnar eru í óða önn að selja ferðir til útlanda og fslendingar
skipuleggja einnig ferðir innanlands. Hvert ætlar fólkið á götunni í sumar?
Danska Moggakreppan
ía'ffl
Heimurinn er allt-
af að snúast á hvolf.
í gamla daga voru
það kommarnir
sem voru hræddir
við hagnað og nýja pen-
inga og sáum skratt-
ann gægjast úr andlits-
dráttum sérhvers sem
hagnaðist. í dag er það
Mogginn. Það er engu
líkara en Mogginn sjái
ofsjónum yfir að það
er nýtt fólk, sem ekki
tilheyrir gömlu ættar-
veldunum, sem er orð-
inn drifkraftur efna-
hagslífsins í gegnum
bankana. Hann fer
á taugum ef einhver
græðir sem ekki er í
liðinu.
[...]
Gamall ritstjóri veit nokk hvað
menn eru að hugsa þegar rekið
er upp „gól“ á for-
síðu, og hvaða
afleiðingar það
getur haft í för
með sér. Heims-
endaforsíða
Mogg-
ans var
að minu viti
ábyrgðarlaus og inni-
stæðulítil - einsog er að
koma á daginn, en ekki
án tilgangs.
Hælbítur á bankana
Hún náði því hins vegar að skelfa
litla fjárfesta sem flykktust með
fé sitt í hrönnum út úr bönkun-
um, svo verðið á þeim hríðféll
um sinn, og væntanlega hafa það
verið fjárfestingardeildir stóru
bankanna sem komu í kjölfarið
og hirtu upp hlutabréf á tomb-
óluprís. Þannig að hafi það verið
„litli maðurinn" sem Mogginn
var í orði kveðnu að verja þá sá
blaðið til þess að það var einmitt
hann sem tapaði mestu.
Ég tek það fram að ég
á sjálfur enga hluti í
þessum bönkum
og því síst um sárt
að binda. En ég dái
Össur Skarphéðinsson alþingismaður skrifar á ossur.hexia.net
framtak bankanna
og finnst þeir standa
sig mjög vel, og skil
ekki þetta sífellda
hælbit Moggans. Væri
hann samkvæmur sjálfum
sér ætti hann einsog einn
dag að snúa sér að efnahags-
stefnu ríkisins og reikna út
hvað yfirvofandi verðbólgu-
skot vegna viðskiptahalla og
afleiðinga hans munu kosta
almenna landsmenn á næstu
misserum.
Lesblindur Moggi
Auðvitað skrifar Mogg-
inn ekkert um það. Hann
er lesblindur þegar kem-
ur að því að gagnrýna það
sem raunverulega er að í
efnahagskerfinu, en skrif-
ar af gamalli og óskiljanlegri
heift um KB og Landsbankann,
sem helst er tekið mark á af af-
dönkuðum dönskum bankastjór-
um sem kunna ekki að reka sina
eigin banka - enda verða þeir
vonandi orðnir íslenskir fyrr en
seinna.
Dyggir lesendur Mogg-
ans geta svo örugglega á
næstu dögum séð lagt út
af þessum pistli í vand-
lætingartóni í pólitískri skolp-
rás blaðsins á næstöftustu síðu,
og þar verður þeim örugglega
gerð grein fyrir þvi að bankarn-
ir séu líklega
líka búnir að
kaupa Össur
Skarphéðins-
son. Þannig er
Danski Moggi
í dag.
Greining mín á efnahagsástandinu
Hér á eftir fer greining mín á
efnahagsástandi landsins.
Mikilvægt er að þetta lesist
upphátt og þá hægt og ekki með of
miklum tilþrifum. Greiningin hljómar
svona: Allt mun fara vel ef menn spila
skynsamlega úr sínum spilum. Það er
hins vegar hætta á því að allt fari til
fjandans ef farið er of geyst. Gott er að
skulda ekki of mikið, því þá er erfiðara
að fá lán. Betra er að geta fengið lán,
en verra ef menn nýta sér það. Vont
er að tapa á fjárfestingum, altént ef til
langs tíma er litið. Það er í lagi ef menn
fara síðan að græða. Það kostar jú alltaf
peninga að afla peninga.
Menn þurfa að passa sig á að taka
ekki of mikla áhættu. Áhætta getur þó
borgað sig einstaka sinnum. Lífið er jú ein
allsherjar áhætta og ef enginn tekur neina
áhættu er hætt við að mönnum verði lítið
úr verki. En vont er að taka áhættu sem ekki
borgar sig. Hinni gullni meðalvegur er svar-
iðíþessusem öðru.
Bankar verða að gæta hófs í útlánum. Ef
landsmenn taka of mikil lán verða þeir skuld-
ugir. Ef þeir verða of skuldugir hætta þeir að
geta borgað skuldirnar og verða gjaldþrota
Slíkt kostar þjóðarbúið marga peninga. Mikil-
vægt er að almenningur gæti hófs í þessu sem
öðru. Ef almenningur borðar of mikið, leiðir
það til offitu sem kostar samfélagið ótæpileg
útíát. Sama er með misnotkun áfengis. Áfengis
er best neytt í hófi.
Mikilvægt er að allir þegnar lands-
ins hafi vinnu svo þeir eigi fyrir skuld-
um. Einnig er líklegra að sá sem hef-
ur vinnu eignist böm og börnin eru
jú einu sinni framtíðin. Mikilvægt
er þó að eignast ekki of mörg börn,
þ.e. ekki fleiri en hver og einn tel-
ur sig hafa efni á að ala upp. Ann-
ars er hætta á ómegð og slíkt getur
kostað samfélagið ómælda pen-
inga. Sá sem ekki nær endum sam-
an um mánaðamót vegna ómegðar
eða of lágra launa verður skuldugur og
að lokum gjaldþrota. Slíkt getur kostar samfélagið... já,
já, það þarf ekki að segja það aftur.
Svo við súmmerum þetta upp, þá má segja að
greiningin sé einhvern veginn svona: Bankarnir þurfa
að passa sig á að skulda ekki of mikið og lána ekki
þeim sem ekki geta borgað. Ef það gerist er hætta
á að hagvöxtur minnki. Bankastjórar verða líka að
passa sig á að drekka ekki of mikið og borða ekki of
mikið. Þeir eru fyrirmynd fyrir almenning í land-
inu. Ef allir gerðu eins og þeir (þ.e. ef bankastjórar
drykkju mikið og ætu mikið) þá gæti það kostað sam-
félagið ómælt fé. Það er hins vegar
fátt sem fær greiningaraðila
til að halda það að banka-
stjórarnir lifi óhóflega
(og ef þeir gerðu það
hefðu þeir efni á því)
og þess vegna má
halda því fram að
allt gæti farið vel
ef ofangreinds er
gætt.
Líklegt má
telja að dollar-
inn fari niður J 65
krónur eftir birt-
ingu þessarar grein-
1
Sigurjón Kjartansson
hugleikur