Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 4
4 F0STUDAGUR21.APRlL.2006 Fréttir DV 17kærðirá 12tímum Ólíklegt er að nýr stjórnmálaflokkur, sem ætlar að láta innflytjendamál til sín taka, bjóði fram í næstu Alþingiskosningum. Ásgeir Hannes Eiríksson finnur hins vegar mikinn stuðning frá kjósendum sem vilja nýtt afl á svipuðum nótum og hann sjálfur. 17 manns voru kærðir fyrir hraðakstur frá klukkan sjö um kvöldið fyrir sumar- daginn fyrsta til sjö morg- uninn eftir. Lögreglan segir að talsvert sé um ofsaakst- ur en einn ökumaður var stoppaður á Höfða á 137 kílómetra hraða. Hann var sviptur ökuleyfl á staðnum. Lögreglan segir að mikið agaleysi sé í umferðinni og greinilegt að það sé komið vor í kappsama ökumenn. IIVBIIMIÍllíl Samskip til Seoul Samskip hafa opnað skrifstofu í Seoul í Suð- ur-Kóreu. Skrifstofan er sú fimmta í röðinni í Asíu, en fyrir eru skrifstofur í Pusan í Suður-Kóreu, Dalian og Qingdao í Kína og Ho Chi Minh í Víetnam. Skrifstof- ur Samskipa eru þá orðnar 56 í 22 löndum. Skrifstofan mun sinna almennri flutn- ingsmiðlun en einnig fryst- iflutningum á svæðinu líkt og aðrar skrifstofur Sam- skipa í álfunni. Yfirmað- ur skrifstofunnar í Seoul er Young-Hak Kim og hefur hann mikla reynslu af flutn- ingastarfsemi í Asíu. Lamdi stúlku með hafna- boltakylfu Maður réðst á 16 ára stúlku með hafnabolta- kylfu í Laugardalnum í fyrra kvöld. Árásin var hrottaleg en hann j sló stúlkuna í höfuðið með kylfunni. Maður- í inn sleit svo tösku sem stúlkan hafði með- ferðis og hljóp í átt að skautahöllinni. Stúlk- an slapp furðu vel miðað við aðstæður en hún hlaut minni- háttar meiðsl. Lög- reglan hefur ekki handtekið neinn en lýsir eftir mannin- um sem hún telur vera um átján ára aldur, dökkhærðan og á milli 170 og 180 á hæð. Asgeir Hannes Hiríksson Vill vitræna umræðu og aðgerðir i stórmáli sem nágrannaþjóðir okkarhafa þurft að kljást við og islendingar standa einnig frammi fyrir. Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi alþingismaður og núver- andi veitingamaður í Blásteini í Árbæjarhverfinu, býst síður við að nýr stjórnmálaflokkur gegn óheftum innflutningi á nýbúum bjóði fram í næstu Alþingiskosningum. Ásgeir Hannes veðjar frekar á þær næstu þar á eftir. „Það er mikill misskilningur að ég hafi eitthvað á móti svertingjum. Það kom svertingi til mín á Blástein í gær og hann fékk afgreiðslu hjá mér eins og aðrir," segir Ásgeir Hannes sem vill að umræðan um innflytjenda- mál nái vitrænum hæðum en sé ekki bundin á klafa pólitísks rétttrúnaðar en taki þess í stað mið af því ástandi sem er í innflytjendamálum í ná- grannaríkjum okkar. Mikil hvatning „Ég ætla ekki að stofna þennan flokk sjálfur. Flokkurinn verður að koma frá fólkinu og ef og þegar það verður þá verð ég fyrstur manna til að ganga í hann," segirÁsgeir Hann- es sem undanfarna daga hefur feng- ið mörg símtöl og þakkir frá fólki sem hvetur hann áfram: „Þetta fólk hefur á orði að gott sé að það er þó einn maður sem þorir að viðra þessi sjónarmið," segir Ás- geir Hannes. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var er ljóst að töluverður hljómgrunnur er fyrir stofnun stjórnmálaflokks sem beiti sér gegn óheftum innflutningi útlendinga hingað til lands. Allar varnir að bresta „Niðurstöðurnar sýndu okkur að þriðjungur kjósenda finnur sig ekki í þeim stjórnmálaflokkum sem fýrir eru og eru að flosna upp. Og menn gera sér ekki grein fyrir að 1. maí bresta allar varnir þegar landið verður opnað fyrir öllum íbúum Evr- ópusambandsins sem geta þá kom- ið hingað og væntanlega notið allra „Þetta fólk hefur á orði að góttsé að það erþó einn maðursem þorirað viðra þessi sjónarmið" réttinda sem fólk hér hefur," segir Ásgeir Hannes sem aldrei hefur leg- ið á skoðunum sínum í innflytjenda- málum og reyndar á öðrum sviðum einnig eins og allir vita sem muna þingmannstíð hans þegar hann meðal annars sat í fjárveitinganefnd Alþingis og bryddaði þar upp á ýms- um nýjungum. Morðhótun og fjárstyrkur Ásgeir Hannes hefur oft mátt tíða fýrir skoðanir sínar og nú síðast þeg- ar honum barst morðhótum frá þel- dökkum fyrrum starfsmanni Al- þjóðahússins, Akeem Oppong, sem síðar var dæmdur fyrir verknaðinn en fékk þrátt fyrir það fýrir skemmstu styrk frá dómsmálaráðherra tii að vinna gegn fordómum hér á landi. Akeem Oppong Fyrrverandi starfsmaður Alþjóðahússins sem dæmdur var fyrir morðhótun á Asgeiri Hannesi. „Það er af og frá að ég sé á móti einhverjum. Ég vil aðeins umræðu og aðgerðir í stórmáli sem við getum ekki horft fram hjá frekar en aðrir," segir Ásgeir Hannes Eiríksson. Fuglaflensumambó Eini fjölmiðill landsins sem reynt hefur að skapa einhvern æsing í kring- um fuglaflensuna er Kastljós en mál- ið var til umræðu í nokkrum þáttum þess fyrir páskana. Það vakti óneitan- lega athygli Svarthöfða að Kastljós- fólk bauð áhorfendum að senda inn fyrirspurnir um málið sem síðan var svarað. Tvær fyrirspurnir bárust, ann- ars vegar frá golfáhugamanni og hins vegar einhverjum sem stundar betja- tínslu af miklum móð. Báðar áttu þessar fyrirspumir það sameiginlegt að lýsa áhyggjum yfír því að smit gætí borist með fugladrití. Svarthöfði stundar ekki golf og ætl- Svarthöfði Hvernig hefur þú það ar sér ekki að byrja á því nú um stund- ir ef eitt helsta vandamálið á flötunum er fugladrit af himni ofan. Mátti skilja af fyrirspuminni að golfarar hefðu vart undan að varast dritið á milli teighögga og pútts. Em skiljanlegar áhyggjur golfararans af smithættu af þessum sökum. Honum var þó bent á að hverfandi tíkur væm á smiti af þessum sökum. Fyrirspum berjatínslumannsins var þó illskiljanlegri því hann spurði „Ég hefþað alltafgott/'segirRúnar Gunnarsson, dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins.„Nýbú- inn að hlaupa í kringum Elliðavatnið ásamt félaga minum á ágætum tíma en þetta eru 12,2 kílómetrar." hvort hætta væri á að smitast ef menn borðuðu ber með fugladrití á. Halló, hvað er í gangi hér? Svarthöfði man á sínum yngri ámm er farið var í berja- mó að þau lyng sem útbíuð voru í drití voru einfaldlega sniðgengin. Nú er víst öldin önnur éf menn em farnir að leggja sér dritdrifin berin til munns. Þessum fyrirspyrjanda var bent á að meiri hætta væri á að smitast af ýms- um öðrum sjúkdómum en fuglaf- lensu ef drituð ber væm borðuð. En það er víst enn engin lækning til við heimsku. Annars sér Svarthöfði ekki hvern- ig fuglar smitaðir af lífshættulegri flensu ættu að komast til landsins ffá Evrópu. Bara venjuleg flensa legg- ur Svarthöfða yfirleitt í rúmið og það síðasta sem hann getur hugsað sér við stíkar aðstæður er að leggja upp í yfir þúsund kílómetra ferðalag til fjar- lægra stranda. Svarthöfði DV-Mynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.