Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR21. APRÍL 2006 Sport DV Gunnarog félagar töpuðu Fyrir skömmu höfnuðu íslenskir eigendur enska knattspyrnufélagsins Stoke City til- boði í þeirra hlut í félaginu sem hljóðaði upp á 560 milljónir króna. Talsvert meira þarf til þannig að „Stoke-ævintýrið“ svokallaða komi út réttum megin við núllið. Gunnar Heiðar Þor- valdsson og félagar í Halm- stad töpuðu í gær íyrir Elfsborg á heimavelli í sænsku úrvalsdeild- inni en tveir leik- ir fóru fram í gær í keppninni. Gunn- ar Heiðar spil- aði allan leikinn fyrir Halmstad en hann er sem kunn- ugt er búinn að semja við þýska liðið Hann- over 96 og heldur þang- að í sumar. í hinum leik kvöldsins vann Djurgárden lið Kalmar á útivelli, 1-0, en hvorki Sölvi Geir Otte- sen né Kári Árnason voru með sænska meistaraliðinu vegna meiðsla. Þá komust Islendingaliðin Hammarby og Malmö áfram í sænsku bikarkeppninni í gærkvöld. Boro slapp vel Middlesbrough komst ágætlega frá fyrri viður- eign sinni gegn Steueu frá Búkarest í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld en leikurinn fór fram í Rúmeníu. Nicolae Dida skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu fyrir heimamenn en þeir ensku geta þakkað markverði sín- um, Mark Schwarzer, að ekki fór verr. Schalke og Sevilla gerðu markalaust jafntefli í hinum undanúr- slitaleiknum sem fór fram í Þýskalandi. Fram vann KR Lokaumferðin í 1. og 2. riðli í deildarbikarkeppni karla, A- deild, fór fram í gær. Fram vann 3-2 sigur á KR en hvor- ugt liðið átti þó mögu- leika á sæti í undanúrslitunum. Þar mun FH mæta Þór en íslands- meistararnir unnu í gær ör- uggan sigur á Fjölni, 5-2, á meðan Þór vann góðan 1-0 sigur á Víkingi R. í hinum undanúrslitunum mæt- ir Keflavík liði ÍBV en síð- arnefnda liðið vann í gær Þrótt R., 1-0, en Keflavík gerði 1-1 jafntefli við ÍA. „Allt er til sölu ef rétt er boðiðsagði Magnús Kristinsson í sam- tali við DV sport í gær. Meira vildi hann ekki tjá sig um málefni Stoke City en Magnús er aðaleigandi Stoke Holding, eignarfélags Stoke City. Nýlega barst félaginu tilboð frá Bretanum Peter Coat- es sem var hafnað. Hljómaði það upp á fjórar milljónir punda en Gunnar Þór segir að Stoke Hofding þurfí tíu milljónir punda, 1,4 milljarða króna, til að koma út á sléttu. Sj ö ár eru liðin síðan Stoke Hold - ing bauð Peter Coates 3,5 milljónir punda í sinn hlut í Stoke City. Sá hlutur er 66% og fyrir stuttu síð- an barst tilboð frá Coates upp á 4 milljónir punda fyrir sinn gamla hlut. Stoke Holding hefur hins vegar gegn útgáfu skuldabréfa lánað fé- laginu rúmar fimm miljónir punda og hefur hlutur þess batnað mikið síðan þá. Skuldir Stoke City við ut- anaðkomandi aðila hefur minnk- að úr þremur milljónum í tæplega eina og þriggja milljóna punda skuld félagsins sem byggði Brittan- ia-leikvanginn er nú að fullu greidd en Stoke City á helmingshlut í því félagi. „Efmenn fá ekki ásætt- anlegt verð halda menn bara áfram og reyna þá annaðhvort að klára verkefnið eða bíða þess að einhver annarsé tilbúinn að borga betra verð." Vill afskrifa skuldirnar Peter Coates vill hins vegar að Stoke Holding afskrifi skuldir Stoke City gegn því að kaupa hluta- fé Islendinganna á fjórar milljón- Glæsilegur leikvangur Brittania- leikvangurinn er stórglæsilegt mannvirki og heimavöllur Stoke City. Nordic Photos/Getty ir punda. Því var hafnað og seg- ir Gunnar Þór Gíslason að það sé stórt bil á milli tilboðsins og þeirr- ar upphæðar sem Stoke Holding þurfi til að koma út á sléttu. „Það þyrfti sennilega að fá tíu milljónir punda til að standa nokkurn veg- inn á sléttu. Ég tel það ekki ásætt- anle'gt að afskrifa svo miklar skuld- ir. Það deilir enginn um að staða félagsins hefur batnað mikið á undanförnum árum, bæði erum við með miklu betri og verðmætari leikmannahóp og vitanlega einni deild ofar." Sjálfsögð kurteisi Eins og Magnús benti á er fé- lagið til sölu fyrir rétta upphæð en Gunnar bætir við að félagið hafi ekki leitað tilboða. „Þessi aðili hef- ur í tvígang sýnt áhuga á að kaupa félagið og er það sjálfsagt mál að athuga hvað hann hefur fram að færa. Það er sjálfsögð kurteisi." Og hann segir aðspurður að það sé vilji til að halda áfram að reka fé- lagið. „Ef menn fá ekki ásættanlegt verð halda menn bara áfram og reyna þá annaðhvort að klára verk- efnið eða bíða þess að einhver ann- ar sé tilbúinn að borga betra verð.“ eirikurst@dv.is NIOTTU LIFSiNS með HFILBRIGÐUM LIFSSTIL Carl Dickinson og Keith Tomas spila með Víkingum í sumar Tveir leikmenn Stoke til Víkings Enska 1. deildarliðið Stoke City, sem er í eigu íslendinga, hefur kom- ist að samkomulagi við Landsbanka- deildarlið Víkings um að tveir af yngri leikmönnum félagsins spili hér á landi í sumar. Um er að ræða varnarmanninn Carl Dickinson og framherjann Keith Thomas en báðir hafa þeir undanfarið átt við meiðsli að stríða. Dickinson hefur þó spil- að nokkra leiki með aðal- liði Stoke í vetur en báðir verða þeir hjá Vfkingum út júnímánuð. Johan Boskamp, knattspymustjóri Stoke City, sagði í samtali við heimasíðu félags- ins að vistin hjá Magnús Gylfason Þjálfari Víkingasem fær góðan liSstyrk I sumar. DV-mynd Vilhelm Víkingum verði kærkomin fyrir þá félaga. „Báð- ir voru þeir frá í hálft ár í vetur vegna fótbrota og þeir þurfa frekar að spila nú í sumar en að taka sér enn meiri hvíld. Ég bind því vonir við að þeir afli sér góðrar reynslu á Islandi og komi sterkir inn í undirbúningstíma- bilið." Gunnar Þór Gíslason, stjórnar- formaður Stoke City, staðfesti þetta í samtali við DV sport í gær og sagði að hann vildi að þeir félagar kæmu aftur til Stoke í byrjun júní til að taka þátt í undirbúningstímabili Iiðsins af fullum krafti. Nú þegar hefur verið ákveðið að félagið fafi í æfingaferð til Hollands og Belgíu í sumar. Dickinson er vinstri bakvörður sem hefur spilað nokkra leiki með aðalliði Stoke að undan- förnu og staðið-sig vel. Keith Tliomas hefur vakið verðskuldaða athygli í vet- ur bæði með unglinga- og varaliði félagsins en báðir eru þeir nítján ára gamlir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ungmenni frá Stoke City hafa verið lánaðir til íslenskra liða. Fyrir tveim- ur árum komu þeir Richard Keogh og Jermaine Pal- mer til landsins og léku með . , Víkingum og Jft sumarið 2001 komu þeir 'S Lewis Neal og Marc Good- fellow til ÍBV. eirikurst@dv.is johan Boskamp Knattspyrnu■ stióri Stoke vonar að tvímenning- arnir hafi gott af fslarídsdvölmni. Nordic Photos/Getty

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.