Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 Menning Kundera um skáldsöguna JPV-útgáfa hefur sent frá sér Tjöldin - ritgerð í sjö hlutum efdr Milan Kundera, í þýðingu Friðriks Rafnssonar. í þessu ritgerðasafhi, | sem kom út íParísífyrra, fjallar Milan Kundera um^i ■ evrópsku skáld- HÉg finn mér stól, kveiki mér í sígarettu, tek langan djúpan sniók og horfi á menn- ina sem sitja allt í kringum mig. Þeir eru svartir, hvítir, gulir og brúnir. Þeir eru stutthærðir og síðhærðir, með alskegg og yfirvaraskegg. Þeir eru feitir og mjóir, snyrtilega klæddir og illa klæddir. Þeir eru harðir, lifaðir, útjaskaðir og örvæntingar- fullir. Ógnandi, ruddalegir og geggjaðir fíklar. Allir ólíkir og allir eins. Og þar sem ég sit og reyki mína sígarettu hræðist ég þá meira en orð fá lýst. (James Frey, Mölbrotinn.) ' >" / ,Maðurinn sem blekkti Opruh,“ hefur rithöfundurinn James Frey verið kallaður 1 Bandaríkjunum. Frey skrifaði bókina A Million Little Pieces um krakkfíkn sína og meðferð á Hazeldan i Minnesota - grófa bók, fulla af ælu, ofbeldi og viðbjóði, en Oprah Winfrey heillaðist óskaplega af henni og mælti með henni í bókaklúbbi sínum. Milan Kundera Aðdáendur hans fá hér sitthvað fyrirsinn snúð; ritgerð I sjö hlutum. söguna, allt frá ís- lendinga- sögum til sam- tímahöfunda, og tengsl hennar við skáldsagnahefð annars staðar, svo sem í Suður-Ameríku og Jap- an. Kundera leggur áherslu á að skáldsagan sé sérstök listgrein, ákveðið form þekkingarleitar sem á að baki merka sögu, en býr líka yfir ákveðnum sérkennum þar sem kímni og húmor eru meðal lykil- atriða. Hann bendir á að skáldsagan sé manninum mikilvæg til þess að skilja flókinn nútímaheiminn, sjá í gegnum „tjöld fyrirframtúlkunar- innar," vita hvaðan hann kemur, í hvaða samhengi hann lifir og hvert stefhir. Sigurjón vill gera mynd um Hólafeðga Sigurjón Siglivatsson, nýbakað- ur menningarverðlaunahafi DV f kvikmyndalist, hefur staðið í samn- ingaviðræðum við JPV-útgáfu og í kjölfarið tryggt sér kvikmyndarétt á Oxinni og jörðinni eftir Ólaf Gunn- arsson. „öxin og jörðin geyma þá best," eru orð sem réðu í senn örlögum Hólafeðga og íslensku þjóðarinnar á sextándu öld. Einn kaldan nóv- embermorgun var Jón Arason biskup hálshöggvinn ásamt son- um sínum tveimur, Bimi og Ara. Með þessu grimmdarlega ofbeld- isverki hvarf öll mótspyma gegn hinum nýja lúterska sið og danska konungsvaldinu á fslandi. öxin og jörðin er söguleg skáld- saga um trú og efa, sjálfstæði og kúgun þar sem fjöldi einstaklinga stígur ljóslifandi fram úr þoku for- tíðar. Ljós og skuggar koma fram á þeirri mynd sem lifað hefur með þjóðinni um píslarvættisdauða Jóns biskups Arasonar. öxin og jörðin kom fyrst út hjá JPV árið 2003, fékk góðar viðtökur og varð ein af metsölubókum árs- ins. Húnhlautbæði Bóksalaverðlaun- in og íslensku bókmennta- verðlaunin. Það verður gaman að vita hvort heimsbyggðin sýnir kvikmynd- innijafhmik- inn áhuga og íslendingar bók- Eins og með allar bækur sem Oprah mælir með, þá jókst sala henn- ar til muna og Frey velti sér uppúr auðæfunum, enda líta margir Banda- ríkjamenn á Opruh sem helstu fyrir- mynd sína í lífinu. Það fóru þó að renna á menn tvær grímur þegar ýmsir rannsóknar- blaðamenn byrjuðu að rýna í fortíð Freys og komust að því að bókin, sem sat á toppi sölulista svokallaðra Non- fiction-bóka - sannsögulegra bóka - reyndist alls ekki alveg sönn. Oprah var skömmuð og Frey var úthrópað- ur lygari og hann látinn éta ofan í sig ýmislegt hvort sem honum líkaði það bet- ur eða verr. Meiraðsegja voru skrifaðar bækur gegn honum og gert grín að honum í South Park- teiknimyndaþáttunum! Nú hefur bókaútgáfan Sögur gefið bók Freys út í íslenskri þýðingu fvars Bjarklind, undir heit- inu Mölbrotinn. woarottM i Mölbrotinn Bók James Frey. Ælt og skitið blóði Bókin íjallar um Frey, sem núna er 36 ára, og er sögð í sjálfsævisögulegum stíl. Þetta er höfundur sem hlífir ekki sjálfum sér, heldur segir frá mesta niðurlægingartímabili lífs síns. Þegar hann ældi og skeit blóði á hverjum degi. Þegar hann sveik og meiddi afla sem komu nálægt honum. Þegar hann var alkóhólisti, fíkill og glæpa- maður. Slíkar bókmenntir höfum við flest Mölbrotinn EftirJames Frey i þýðingu ívars Bjarklind. Bókaútgáfan Sögur 2006. Bókmenntir lesið áður. Ég minni á Samhjálpar- bækumar (sem iðulega vom aðeins lesnar til hálfs, vegna þess að þær urðu svo leiðinlegar um miðbikið, þegar fíklarnir frelsuðust) auk fleiri bóka á borð við Dýra- garðsböm Kristjönu F. Ekkert mál, eftir feðg- ana Njarðvík, Drykkju Ástarsögu, eftir Caro- line Knapp og Lygasögu Lindu Viihjálmsdóttur, sem allar greina á ein- lægan hátt frá baráttu við alkóhólisma. Frey gengur inn í hefðina og segir fjálg- lega frá skömm- inni og niðurlæging- unni, sjálfshatrinu og * ógeðinu sem fylgir ofneyslu áfengis og eiturlyfja - og hann leyfir lesandanum að fylgjast með því þegar hann kemur smám saman aftur til sjálfs sín í með- ferðinni á Hazeldan. Hrossalækningar Það sem er óvenjulegt við bókina Mölbrotinn er að James Frey hafnar hvers kyns guðstrú - og hann hafnar AA-samtökunum eins og þau leggja ! Frey hjá Opruh I Spjallþáttadrottningin féll alveg fyrir Frey, en I lenti fyrir vikið I bölvuðu veseni. sig. Hann vill ekki standa í pontu og segja frá því sem hann hefur gert af sér og hann viU ekki tileinka sér tólfsporakerfið. Þar vakna spumingar hjá lesanda, vegna þess að Frey býður enga lausn í staðinn. Að vísu kemur fram að hann tileinkar sér óljósan taóisma, sem hann eyðir þó ekki miklu púðri í að útskýra. Má segja að Frey haldi sjálfur alkóhólismanum í skefjum og noti til þess hálfgerðar hrossalækningar, vegna þess að hann tekur ekki leið- sögn í meðferðinni. Eitt af því sem hann gerir eftir sex vikna meðferð er að fara rakleiðis á bar og bera fúllt glas af áfengi upp að nefinu, en segja við sjálfan sig eitthvað á þessa leið: „Ég drekk þetta ekki! Nú er ég hættur," og ganga síðan út. Ég hugsa að margir alkar í ævi- langri glímu við sjúkdóminn yrðu ansi fegnir ef þetta virkaði. Gjaldgeng alkabók Mölbrotinn er spennandi og ógn- vænleg bók. Hún irígheldurj eins og sagt er, en mér þótti hún aðeins oflöng og eiginlega vekja fleiri spumingar en hún svarar. Þýðing fvars Bjarklind er vel gerð og fátt um hnökra. Honum tekst ágætlega upp í því að ná hinum sérkennilega stíl höfundarins, sem er bæði tær og endurtekningasamur. Mér er nokk sama um það hvort James Frey hefur setíð inni í þrjá mán- uði eða eitthvað skemur. Nokk sama hvort lestarslysið sem hann sagð- ist hafa átt aðild að var bara feik eða ekki. Mér er eiginlega nokk sama. Bókin Mölbrotinn fjallar um alkó- hólisma og er fyllilega gjaldgeng sem slík. Hún segir frá því stjórnleysi og ótta sem alkóhólistar standa frammi fyrir - og hún segir frá því hvernig einn af þeim náði að vinna upp úr skítnum. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Uppreisnin á barnaheimilinu var lesin í útvarp fyrir um þrjátíu árum og þótti á mörg- um bæjum svívirðilegur kommúnistaáróður. Nú kemur sagan út á hljóðbók hjá Dimmu og lika Fíasól í hosíló eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Súrmjólkurstríð og ormar í rass Sigurjón Sighvatsson Er aðdáandi bókarinnar Öxin og jörðin og ætiar núað gera kvikmynd eftir henni. Dimma ehf. hefur gefið út á hljóðbók söguna Fíasól í hosíló, eft- ir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, í lestri höfundar, en prentuð útgáfa verksins seldist vel fyrir síðustu jól og hlaut Bókaverðlaun barnanna í gær. Gleðisprengjan Fíasól kann best við sig heima í hosfló. Hún býr í hræðilega herberginu í Græna- lundi og ásamt vinum sínum lend- ir hún nær daglega í einhverjum ævintýrum. Hér koma við sögu orm- ar í rassi, ógnarlangt verkfall, jóla- bjáni og Jón finka, svo eitthvað sé nefnt. Bókin er sjálfstætt framhald Bjbókarinnar Fíasól í fínum málum. ........mmssmm Vandfundið óskemmt eintak Einnig er komin út á hljóðbók Uppreisnin á barnaheimilinu, eftir Dr. Gormander í þýðingu og flutn- ingi Olgu Guðrúnar Árnadóttur. f sögunni segir frá barnaheimilinu Kanónunni þar sem börnin fá aldrei að gera það sem þau sjálf vilja. Þess vegna gera þau uppreisn og taka völdin eftir grimmilegt grautar- og súrmjólkurstríð. Uppreisnin á barnaheimilinu var fyrst flutt í Ríkisútvarpinu fyrir rúm- um þremur áratugum og vakti þá óhemju athygli og umtal. Skömmu síðar var hún gefin út á prenti en nú er vandfundið óskemmt ein- tak af henni. Segja má að Olga Guðrún hafi orðið þjóðkunn af flumingi sögunn- ar, en hún hefur auk þess sent frá sér sér frumsamin skáldverk, ljóð og tónlist. Höf- undur sögunnar heit- ir réttu nafni Gunn- ar Ohrlander og hefur skrifað fjölda bóka und- ir höfundarheitinu Dr. Gormander auk þess að | fjalla um menningarmál á síðum dagblaðsins Aft- onbladet. DV Menning FÖSTUDAGUR 21. APRlL 2006 21 Mr. Bean Breski leikarinn Rowan Atkinson hefurskapað þennan þögla en bráðfyndna karakter og nú er von á mynd númer tvö. Önnur mynd um Mr. Bean Röwan Atkinson ætlar að vera í Cannes um miðjan maí. Þar verður hann við tökur á annarri kvikmyndinni um Mr. Bean, þann bráðfyndna karakter, sem hann skapaði ásamt Richard Curtis. Áfram halda þeir samvinnunni, en fá í lið með sér leikstjórann Steve Bendelack. Atkinson, í hlutverki hms þögla ólíkindatóls, Mr. Bean, sló í gegn í vinsælum sjónvarpsþáttum sem hófu göngu sína í Bretlandi árið 1990 en voru síðan sýndir í yfir 200 löndum. Kvikmynd í fullri lengd sem kölluð var Bean: The Ultímate Disaster Movie, var gerð árið 1997 og var leikstýrt af Mel Smith. Skiptar skoðanir voru um ágæti myndarinnar, mörgum að- dáendum sjónvarpsþáttanna þótti hún ekki komast í hálfkvisti við þá, en sumir voru þokkalega hrifnir. Þá er að vita hvort sólin í Cann- es megnar að kynda undir nýja verkefninu, því að á góðum degi er Bean skelfilega fyndinn. ,Fókusinn er á þeirri tilhneigingu okkar íslendinga að detta samstundis í hug að ein- hverjar verur eða vættir hafi valdið grjóthruni og skriðum,“ segir Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður sem opnar sýninguna, Bein í skriðu, í Gallerí 101 í dag. Teiknar sémlensk viðbrönð Steingrímur segir að hann hafi verið í sveit í sjö sumur og þar hafi þessi trú verið landlæg. „Eitt sinn fór snjóflóð yfir fjárhúsin og enginn var í minnsta vafa um að það hefði ver- ið dvergurinn sem bjó í fjallinu sem kom því af stað. Ég fór svo að hugsa um allt þetta drama þegar ég sá frétt í blaði í fyrra um að grjóthrun hefði orðið í Þvottárskriðum. Þannig fékk ég hugmyndina að sýningunni." Að teikna viðbrögð Á sýningunni eru hundrað teikn- ingar sem Steingrímur vann á síðasta ári, en auk teikninganna sýnir hann vegaskilti sem vara við grjótkasti og skúlptúra sem eru hugsaðir sem fjöl- feldi af myndunum. Þá hefur hann unnið úr áli og spreyjað rauða. „Myndimar eru af tröllum og öðr- um verum sem flestar eru með grjót. Þetta eru myndir af viðbrögðum sem margir kannast við, vegna þess að þegar við erum úti í náttúrunni og það kemur grjót niður hh'ðina erum við svo fljót að láta okkur detta í hug að það sé tröllið í fjallinu sem ýttí við því. Þó að maður trúi ekki á nein- ar verur sem ekki sjást þá grípur til- finningin mann í örskotsstund. Flest- ir geta sagt af slflcum viðbrögðum. Ég hef teiknað þau." Steingrímur Eyfjörð ! myndlistarmaður Seg/> að tilfínningamarséualvegjafn | mikilvægarog tungumálið. DV-mynd: Heiða. I Tileinkuð Ásmundi „Ég vildi líka taka mið af vinnu kollega minna um aldamótín 1900," segir Steingrímur. „Þegar Ásgrímur Jónsson fór að gera myndir af tröllum og ýmsum vættum. Sýningin er til- einkuð honum og þessum element- um íþjóðarsálinni." Steingrímur segir að við fslend- ingar ættum að leggja rækt við vætta- trúna og passa að hún glatíst ekki. „Tilfinningar okkar sem fslend- inga eru alveg jafn mikilvægar og tungumálið og menningin. Mér finnst eiginlega að það ætti að friða tilfinningar, alveg eins og landsvæði. Efvið missum séríslenska sýn okkar á heiminn, þá er þetta búið." Gallerí 101 er til húsa að Hverfis- götu 18a og er opið fimmrndaga til laugardaga milli kl 14-17 eða eftír samkomulagi. Sýning Steingríms stendur til 3. júní 2006. FERMINGARLEIKUR RÚMG0TT Þrjú heppin fermingarbörn sem fá nýtt rúm frá Rúmgott í mars og apríl, fá andvirði I rúmsins í fermingargjöf frá Rúmgott. Dregið verður 5. maí. C0MF0RTLATEX 120x200 verð 43.110 140x200 verð 52.110 160x200 verð 59.900 NEVERTURN 90x200 verð 35.910 100x200 verð 37.710 110x200 verð 41.310 120x200 verð 44.910 130x200 verð 51.210 Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 - taugardaga kl. 11-16 - ' máTraFlex Rafmagnsrúm www.rumgott.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.