Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 32
J”1 fét Íí J Við tökum við1
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
^vafnleyndar er gætt. ^ * (j j-1
SKAFTAHLÍÐ 24,105REYKJAVÍK [sTOFNAÐ 1910] SÍMI550 5000
690710 111117'
Keisarinn
Aftur
„Eitthvað þurfti að gera þarna
á horninu en ég get lofað að þessi
staður verður hvorki mér né öðr-
um Reykvíkingum til leiðinda eða
ama," segir Margeir Margeirsson
veitingamaður, lengst af kenndur
við Keisarann á Hlemmi. Margeir
hefur nú fest kaup á húseigninni
að Laugavegi 105, á horninu and-
spænis Laugavegi 116 þar sem
Keisarinn gamli var áður.
„Þarna ætla ég að opna gott
kaffihús með nokkrum spilaköss-
um. En að sjálfsögðu verður hægt
að fá sér bjór með og lesa DV," seg-
ir Margeir og ítrekar að þeir sem
sóttu gamla Keisarann séu margir
hverjir ekki lengur í tölu lifenda.
„Gamli Keisarinn er farinn og
eins margir sem sóttu þann stað
sem mest. Þeir eru horfnir yfir
móðuna miklu nema þá þeir sem
fluttu sig niður í Kaffi Austurstræti,
eða Rökkurbarinn eins og hann
heitir víst í dag," segir Margeir.
Þegar Keisaranum var lokað á
sínum tíma var það vegna þess að
fyrirtæki og kaupmenn í nágrenn-
inu sameinuðust um kaup á hús-
næðinu og íslandsbanki, sem þá
var og hét, kom sér fyrir á staðnum.
Því er það kaldhæðni örlaganna
að Margeir skuli nú hafa keypt það
húsnæði sem bankinn flutti úr
þegar hann fór yfir götuna þar sem
">*• Keisarinn var áður.
„Þetta er mjög góð staðsetning
og ég ætla ekkert sérstakleg að stíla
upp á gamla Keisaragengið. Frek-
ar að reyna að höfða til venjulegs
fólks sem á þarna leið framhjá og
vill fá sér kaffibolla eða bjórkrús og
kannski setja örfáar krónur í spila-
kassa til styrktar góðu málefni,"
segir Margeir Margeirsson, Keis-
arinn við Hlemm sem hefur snúið
aftur. Með stíl.
„Ég reyni að opna í sumar eða
næsta haust," segir hann.
• Framkvæmdastjóri Fróða, Þórir
Hrafnsson, er hættur. Kom það
starfsmönnum á óvart í ljósi þess
að Þórður hafði ekki verið lengi í
starfi. Nýr framkvæmdastjóri hef-
ur verið kynntur til sögunnar: Elín
G. Ragnarsdóttir. Elín hefur með-
al annars starfað hjá íslenska út-
varpsfélaginu og þykir fengur fyrir
Fróða. Hún
er gift Su-
doku-kóngi
með meiru,
Ásmundi
Helgasyni
(bróður
Gunna og
Hallgríms), og eykst því enn vegur
þeirrar
ágætu
fjöl-
skyldu.
Hins
veg-
ar gefa
þessar
vendingar undir fótinn sögusögn-
um um að Fróði muni seldur inn
í hið óformlega fjölmiðlabanda-
lag sem samanstendur af Síman-
um, Mogga, Blaði, Skjá einum og
einhverjum útvarpsstöðvum. Víst
er að Þorgeir Baldursson og þeir
Oddamenn hafa engan metnað
í að eiga fjölmiðil: Þeir vilja bara
prenta hann...