Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. APRlL 2006
Fréttir DV
Enginn þvott-
uráíslandi *
Björn Friðfinnsson, for-
maður samstarfsnefndar
um aðgerðir gegn pen-
ingaþvætti, segir að erlend '
dagblöð og vefsíður hafi
rangt eftir sér í fréttum sem
birtust í gær þess efnis að
mikið af nýfengnum auði á
íslandi sé fenginn með pen-
ingaþvætti á fjármunum frá
Rússlandi. Björn segir að
koma sérfræðinganefnd-
ar á sviði peningaþvættis
til íslands tengist þessum
fréttum ekki, heldur sé hún
hluti af reglulegum heim-
sóknum nefndarinnar til
landsins.
„Hjá mér liggur á að skapa
frið og sátt í nýrri sókn,"
segir séra Skúli S.
Ólafsson sóknarprestur í
Keflavíkurprestakalli. „Svo
liggur sumrinu á og mér
að njóta þess."
Þrír af þeim íjórum sem handteknir voru í stóra BMW-málinu á skírdag hafa annað-
hvort játað eða gefið í skyn að þeir vilji leysa frá skjóðunni. Höfuðpaurinn þegir enn en
erfitt verður fyrir hann að neita þar sem lögreglan hleraði BMW-bílinn sem fíkniefnin
voru falin í.
Þrír aí tjórnm játa í
stóra BMW-mólimi
Flestöll kurl virðast því vera komin til grafar í stóra BMW-málinu
þótt angar þess muni eflaust teygja sig lengra eftir því sem á líður.
Yfirheyrslur lögreglunnar yfir þeim fjórum, sem handteknir voru
á skírdag með 22 kíló af amfetamíni og hassi í BMW-bifreið á
Krókhálsi, hafa gengið vel og hafa þrír vitorðsmannanna játað
eða gefið í skyn að þeir muni játa.
DV hefur áreiðanlegar heimildir
fyrir því að þrír af þeim íjórum, sem
handteknir voru í iðnaðarhúsnæði
við Krókháls á skírdag með 22 kíló
af amfetamíni og hassi falin í bens-
íntanki BMW-bifreiðar, hafi annað
hvort játað aðild sína að málinu eða
muni gera það í dag eða á morgun.
Þrír opna sig
Lögreglan hefur haldið íjór-
menningunum í einangrun frá
því að handtakan fór fram. Sam-
kvæmt heimildum DV hefur bfla-
salinn Hörður Hilmarsson þegar
játað aðild að málinu en vinirnir Ár-
sæll Snorrason og Hollendingurinn
Rotterdam zHér kynntust þeirJohan
Handrick og Ársæll Snorrason sem báðir sitja
núi gæsluvarðhaldi og búa sig undir að játa
aðild sína að stóra BMWmálinu
Johan Handrick hafa gefið það út að
þeir muni játa og leysa frá skjóðunni
um aðfld sína að málinu.
Höfuðpaurinn þegir
Heimildir DV herma að höfuð-
paur þessa máls og reyndar einn af
höfuðpaurum stærsta dóphrings fs-
lands, Ólafur Ágúst Ægisson, hafi
ekkert sagt við yfirheyrslur og ætli
ekki að gefa sig jafn auðveldlega og
félagar hans þrír. Eins og DV greindi
frá á miðvikudag er Olafur Ágúst
höfuðpaur dóphringsins ásamt fé-
laga sínum Sverri Þór Gúnnarssyni
en þeir voru aðalmennirnir í stóra
fflcniefnamálinu árið 2000.
Sérfræðingurfrá Hollandi
DV hefur öruggar heinildir fyrir
því að Hollendingurinn Johan Hand-
rick hafi verið keyptur til verksins
vegna sérfræðiþekkingar sinnar á að
koma fíkniefnunum fyrir og ná þeim
úr bensíntanki. Hann kom til lands-
ins sama dag og lögreglan lét til skar-
ar skríða en vinskapur hans og Ár-
sæls nær langt aftur. Sömu heimildir
herma að aðkoma Ársæls að mál-
inu hafi verið að koma Ólafi Ágústi í
tengsl við sérffæðinginn Johan. •
BPBnPÍSS
Hlerunarbúnaður í bílnum
Samkvæmt heimildum DV var
lögreglan afar vel undirbúin þeg-
ar Hörður Hilmarsson bílasali leysti
BMW-bílinn út. Komið hafði ver-
ið fyrir hlerunarbúnaði í bflnum
þannig að lögreglan heyrði alit sem
fór manna á milli í bflnum frá því að
hann var leystur út úr tollinum þar til
wal
mennimir fjórir, Ólafur Ágúst,
Ársæll, Hörður og Hollendingurinn
Johan voru handteknir. Öll þeirra
samskipti í bflnum eru skráð og
skjalfest í bókum lögreglunnar og því
erfitt fyrir hina handteknu menn að
neita aðild að málinu.
andri@dv.is
oskar@dv.is
Fermingartilboð
Kynnum nýjar gerðir af rúmum með 20% kynningarafslætti.
Rafstillanleg rúm 120x200sm
með svæðaskiptri pokafjaðradýnu
Réttverðkr. 118.000.
Tilboðsverð kr. 94.400.-
c
rúmco
lanaholtsveol 111,104 Rvk.
Sími 568 7900
Hanson rúm með fjaðrandi rumbotni,
svæðaskiptri pokafjaöradýnu og lúxus
yfirdýnu með hrosshárum
(án höfðagafls). 120x200.
Verðkr. 110.600.
Tllboðsverð kr. 88.480.-
Opið:
virka daga 11-18 • laugardaga 11-16.
Skammhlaup á skemmtistað
Rjúkandi stuð á Kaffibarnum
,■ t ••
' '! •
’ ■ ! i ‘
• ‘
Litíu mátti muna á föstudeg-
inum langa að eldur brytist út á
Kaffibarnum þegar bjór helltist yfir
rafmagnstæki á barnum og plötu-
snúðagræjur. Orsök óhappsins má
rekja til stúlku sem virðist hafa misst
bjórinn sinn yfir barborðið með
þeim afleiðingum að skammhlaup
varð og rafmagnið fór af, stuttu síð-
ar varð að loka staðnum og kalla á
slökkviliðið.
„Það rauk úr græjunum," seg-
ir Steinunn Arnardóttir sem mynd-
ar ásamt vinkonu sinni plötusnúð-
adúettinn SilliE&StoniE. Hún segir
að einhver ólánssöm stúlka hafi
misst bjórinn sinn yfir millistykld
sem varð til þess að rafmagnið fór
af. Skammhlaupið eyðilagði sam-
kvæmt heimildum afgreiðslukass-
ann og kaffivélina en mikill fjöldi
Steinunn Arnardóttir Steinunn og Silja,
eldheitir plötusnúðar.
var inni á staðnum og varð að dúsa í
myrkrinu í þó nokkurn tíma.
„Þetta var í raun bara eins og
góð kvöld eru á Kaffibarnum," seg-
ir Steinunn hlæjandi og bætir við
að stúlkugreyið hafi sennilega ekki
einu sinni tekið eftir því hvert bjór-
inn hennar fór og því enginn sér-
stakur skömmustusvipur á henni
eftir á.
Loka þurfti staðnum í kjölfarið
en stemningin var þó góð. Að sögn
gesta var brunalykt eftir herlegheit-
in en heimildir segja að rokið hafi
úr rafmagnstöflunni og starfsfólk
ekki viljað taka þá áhættu að yfir-
gefa timburhúsið án þess að kalla á
slökkviliðið.
Steinunn telur ekki um guðlega
íhlutun að ræða vegna tímasetn-
ingarinnar og bætir við að lokum:
„Þetta er nú ekki það versta sem
maður hefur lent í."
vatur@dv.is