Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 Fréttir DV Vara við dóm- stólafrumvarpi Á nýafstöðnum aðal- fundi Blaðamannafélags ís- lands var samþykkt ályktun þar sem varað var við svo- kölluðu dómstólafrumvarpi Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra. Sú þróun að upplýsingar til almenn- ings séu takmarkaðar er að mati fundarins varhuga- verð. Fjórir nýir stjórnar- menn voru kjörnir í stjórn félagsins á fundinum. Jó- hannes Kr. Kristjánsson af NFS, Sigurður Már Jónsson afViðskiptablaðinu, Þor- valdur Örn Kristmundsson formaður Blaðaljósmynd- arafélagsins og ljósmyndari á Morgunblaðinu og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir af NFS. Svifryk til vandræða Svifryk fór tíu sinnum yfir heilsuvemdarmörk í mars síðastliðnum og hefur farið fjórum sinnum yfir núna í apríl. Hæst voru klukku- stundargildin þann 14. apríl. f febrúar fór svifryk fjórum sinnum yfir heilsuvemd- armörk og einu sinni í jan- úar en þann mánuð var úr- koma alla daga. Mars var þurrviðrasamur en meira ber á uppspændu malbiki í frostí og rakalitlu loftí. Árið 2005 fór svifryk 21 sinni yfir heilsuverndarmörk en hefúr nú þegar farið 19 sinnum yfir mörkin á þessu ári. Enn ein svört skýrsla Dagblaðið Bör- sen birti í gær út- drátt úr enn einni svartri skýrslu um íslenskt efnahags- líf, að þessu sinni frá Danske Bank. Greining bank- ans segir að framundan sé alvarlegt samdráttarskeið í íslensku efnahagslífi, krón- an muni halda áfram að falla og hlutabréf að lækka í verði. Fram kemur einnig að þótt Seðlabankinn fari með stýrivexti í 16% eins og Davíð Oddsson bankastjóri hefur boðað er ekki víst að það dugi til. „Það er að hlýna hér þannig að við erum að vona að það sé að koma vor/'segir Hjörtur Arnason, hóteleigandi í Borgarnesi. „Hér ermikill uppgangurog mikið að gera þannig aö við erum ánægð hér í Borgarnesi um þessar mundir. Það er helst að okkur vanti fólk í vinnu." Landssíminn íbúar við Strandgötu og Mjósund í Hafnarfirði eru ekki ánægðir með byggingarfram- kvæmdir sem skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á lóð Strandgötu 39. íbúarnir eru búnir að kæra Hafnarfjarðarbæ fyrir skemmdir á húsum og lóðum. Flórent Sæmundsson sem býr við Mjósund 1 ætlaði að setja upp heitan pott í garðinum hjá sér en komst að því að nýbyggingin fer inn á lóð hans þar sem potturinn átti að standa. Flórent Sæmundsson húseigandi bendir á staðinn þar sem heiti pott- urinn átti að vera „Þetta eru fáránleg vinnubrögð og bxjaryfirvöldum er aiveg sama." Húsið hans Flórentsog heiti potturinn sést til hægri við húsiðá myndinni sést hvernig búið er að eyöileggja lóð Flórens Krist- ján segir að þeg- ar unnið er sam- Á laugardagsmorgni, þann 8. apríl, hóíust framkvæmdir við nið- urrif byggingar á lóð Strandgötu 39 og byggingu nýbyggingar. íbúar í nágrenninu urðu þess varir á óskemmtilegan hátt því heill bflskúrsveggur var eyðilagður, girðingar lóða brotnar, loftnets- staur brotinn og snúrur í sundur, sprungur á íbúðum komu ffam og rabbarbaragarður eyðilagður. Nágrannarnir vissu um fram- kvæmdirnar en óraði ekki fyrir hversu mikil eyðilegging yrði í kjölfar þeirra. framkvæmdimar væru að hefjast og nágrannarnir hérna eru mjög reið- ir út í bæjaryfirvöld enda erum við búin að kæra Hafnarfjarðarbæ fyr- ir þessi hræðilegu vinnubrögð og þær skemmdir sem þau hafa vald- ið," segir Flórent. Hann segir að allt sem snúi að þessum ffamkvæmdum sé fáránlegt og ekki eðlilega að hlut- unum staðið. „Mér finnst ansi dapurlegt hvern- ig staðið er að þessum framkvæmd- um," segir Flórent Sæmundsson, húseigandi í Mjósundi 1, sem lentí í því að garðurinn hans var að hluta til eyðilagður, grindverk brotíð, sjón- varpsloftnetsstaur einnig og rabbar- baragarðurinn hans eyðilagður. „Ég er búinn að kaupa mér heitan pott tíl að setja upp í garðinum en það verð- ur eklci hægt því þeir ætla að byggja á hluta lóðar minnar þar sem pottur- inn átti að standa," segir Flórent. Hræðileg vinnubrögð „Ég held að byggingafulltrúi Hafnarfjarðar yrði ekki ánægður ef ég myndi mæta á lóðina við hús- ið hans og rústa henni eins og gert var við mína lóð," segir Flórent Sæ- mundsson sem á laugardagsmorgni lenti í því að vinnuvélar mættu til vinnu við niðurrif á húsinu við hlið- ina á hans og eyðilögðu lóðina hans. „Okkur var ekki tilkynnt um að Bílskúr eigenda Strandgötu 37 Svona leit bllskúrinn út þegar búið var að rífa húsið í burtu. Mannleg mistök „Þetta eru mannleg mistök sem voru gerð við hönnun og yfirferð gagna," segir Kristján Þórarinsson byggingafulltrúi Hafnafjarðar. „Þetta verður allt skoðað og metið en það kemur oft sitthvað í Ijós þegar vegg- ur er rifinn frá öðrum vegg og hugs- anlega voru sprungur þar fyrir," segir Kristján. Hann segir að þessar ffarn- kvæmdir hafi verið í deiliskipulagi og fýrir allnokkru var allt miðbæjar- skipulag Hafnarfjarðar kynnt fyrir al- menningi. kvæmt gildandi deiliskipu- lagi sé nágrönnum ekki til- kynnt sérstaklega þegar framkvæmdir hefjast en all- ar upplýsingar varðandi samþykki og framkvæmdir Hafnarfjarðarbæjar liggi fyr- ir á netinu. „Þetta mál verð- ur tekið fyrir á fundi og vænt- anlega verða leiðrétt mistök í hönnun og yfirferð gagna vegna skekkjunnar upp á 0,75 fermetra," segir Kristján. Hann segir að vegna þessar- ar skekkju hafi verið gert ráð fyrir meira plássi á lóð ná- grannans en það muni allt verða leiðrétt. Unglingur á gröfunni Samkvæmt íbúa í næsta húsi við framkvæmdirnar við Strandgötu 39 var það mjög ungur maður sem stjórnaði gröfúnni sem húsið var rif- ið niður með og telur hann að líklega hafi ungi maðurinn ekki haft mikla reynslu við að vinna svona verk því - Veröndin á Strandgötu 37 Handriöið varrifíð i burtu með gröfunni og eftir standa rústirnar. hann hafi rifið burt vegg á bílskúr, handrið á verönd, girðingu lóðar, bortið loftnetsstaur, eyðilagt þvotta- snúrustaura og tætt upp garð ná- grannans. jakobina@dv.is Mikið að gera á Ferðalangi á heimaslóð Um 500 börn fóru á hestbak Ferðahátíðin Ferðalangur á heimaslóð var mjög vel sótt sumar- daginn fyrsta en þetta er í þriðja sinn sem aðilar í ferðaþjónustu bjóða al- menningi að taka þátt í fjölbreyttri af- þreyingu ferðaþjónustunnar á þess- um degi. Samkvæmt upplýsingum frá Dóru Magnúsdóttur, markaðs- stjóra ferðamála, var mikil þátttaka í helstu dagskrárliðum Ferðalangs. Til dæmis notuðu um 500 börn tæki- færið til að skella sér á hestbak. Sjö aukaferðir í Siglingu um sundin var ýtt úr vör við Reykjavík- urhöfn og dð sögn Dóru er ljóst að mikJll áhugi er á siglingum og síð- degis í gær var líf og fjör við höfn- ina. Starfsfólk íshesta hefur aldrei séð annað eins og telur að teymt hafi verið undir 500 börnum auk mik- illar þátttöku í hefðbundna reiðtúra og aðra dagskrárliði í Hafnarfirði. Um það bil 250 manns hafa tekið þátt í Skemmtiferðum á heimaslóð með hópbílafýrirtækjum út fyr- ir jaðar höfuðborgarsvæðisins. Að auki var uppselt í útsýnisflug yfir höfuðborgarsvæðið með Flugfélagi íslands, afbragðs góð þátttaka hef- ur verið í gönguferðum og hlaupum sem eru á dagskráliðnum Hraustur ferðalangur, mikið um heimsókn á ýmis söfn á höfuðborgarsvæðinu öllu og Símaleikur Ferðalangs hefur að sama skapi vakið athygli á ýms- um styttum og byggingum í miðbæ Reykjavíkur. Markmið Ferðalangs á heima- slóð er að hvetja almenning til að kynnast fjölbreyttni ferðaþjón- ustunnar á heimaslóð og skoða umhverfi sitt með augum ferða- mannsins. Allir dagskrárliðir Ferða- langsins voru með verulegum af- slætti eða ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.