Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 Fréttir DV Bókaverðlaun barnanna afhent Bókaverðlaun barn- anna voru afhent í fimmta sinn í gær. Verð- launaafhendingin fór fram á fjölskyldudagskrá í aðalsafni Borgarbóka- safns í Grófarhúsi. Yfir 5.000 börn á aldrinum 6-12 ára á öllu landinu tóku þátt í. kosningunni. Kristín Helga Gunnars- dóttir hlaut verðlaun- in í flokki frumsaminna bóka fyrir bók sína Fíasól í Hosiló sem Halldór Baldursson myndskreytti. Helga Haraldsdóttir hlaut verðlaunin í flokki þýddra bóka fyrir Harry Potter og blendingsprins- inn. Verðlaunin að þessu sinni voru listaverk eftir íslenska myndlistarmenn úr Artóteki Borgarbóka- safns. Lækka skatta á bensíni eða sparneytnari bíl? Guðbrandur Bogason ökukennari. „Fólk á að fá sér sparneytn- ari bíl og aka á hagkvæmari hátt. Það er hægt að spara I benslnkostnaði með því að beita réttu aksturslagi, þetta kaliast vistakstur. Með þessu er stuðlað að minni eidsneytisbrennsiu, minni loftmengun og minna sliti á hjóibörðum. Það þarfað fara i nám til að læra að aka með þessu lagi. En fólk á náttúrlega að velja sér rétta bíla sem eyða litlu." Hann segir/Hún segir „Bæði. Maður á að vera á sparneytnum bíl en það á líka að lækka skatta af bensini. Mér finnst bensín vera óþarflega mikill kostnaður sem ég er ekki tilbúin að borga fyrir." Jóhanna Vigdís Arnardóttir leik-og söngkona. (rabakkamæður Áhyggjufuilar vegna dæmds barnaniðings. Trtfr' " i Sigurður Jónsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi á síð- asta ári fyrir að nauðga geðfötluðum pilt býr í írabakka foreldr- um til mikils ama. Sigurður hefur orðið íyrir árásum á heimili sínu en rúða var brotin hjá honum í síðust viku af óprúttnum aðilum og kalla þurfti til lögreglu þegar hópur manna réðst inn á heimili hans. £ tyj Sigurður sætir ofsóknum .Æ: 4 ' þessa dagana vegna þess að hann dvelur í Irabakka en rúða var brotin í síðustu viku hjá hon- um. Sigurður sagði í samtali við wWlÉk DV í mars að hann hygðist ílytja A en hann flutti í íbúð vinkonu ■ jV}- sinnar í Irabakka þegar hann losnaði úr fangelsi fyrir kynferð- islega misnotkun. llann liefur B ekki enn flutt og íbúar í hverfinu virðasl vera búnir að fá nóg. ar hópur manna ruddist inn til Sigurðar. Tveir lögreglu- bílar vom sendir á staðinn til að stilla til friðar en ekki er vitað hvaða menn þetta voru né hvað þeir vildu. Sigurð- ur hlaut engan skaða í þeirri heimsókn. Mmn Foreldrar reiðir Mikill titringur er hjá for- | eldrum í hverfinu að sögn Oddnýjár Línu. „Við erum rosa- lega reið," segir hún en foreldrar eru ekki sáttir við að hafa Sigurð nálægt börnunum sínum. Hún spyr hversu mikið þurfi að ganga á svo gripið verði í taumana, en að sögn nágranna er varla stund- arfriður vegna þess að börn og unglingar eru sífellt að hringja bjöllunni hjá honum eða mana hvert annað upp í að kíkja inn um gluggann hjá honum. riksson framkvæmdastjóri Fé- lagsbústaða þegar við hann var rætt í mars. Sigurður Jónsson er ekki með lögheimili í írabakka heldur dvelur hann í íbúð vin- konu sinnar og því geta Félags- bústaðir lítið að gert. Ekki náðist í Sigurð Jónsson í gær. valur@dv.is ■ Börnin logandi hrædd ■ „Börnin hlaupa skelfd inn ■ til foreldra sinna þegar hann Y gengur yfir leiksvæðið," seg- ir Oddný Lína Sigurvinsdóttir talsmaður áhyggjufullra mæðra í írabakka. Hún segir að mikið hafi gengið á síðustu viku þeg- Lítið hægt að gera „Mín persónulega skoðun er sú að dæmdir barnaníðingar eigi ekki að vera í sama fjölbýlishúsi og börn," sagði Sigurður Kr. Frið- Sigurður Jónsson Hefur sætt ofsóknum undanfarið en flyturekki. Sigurður Jónsson dæmdur barnaníðingur hefur ekki ennþá flutt frá írabakka en áhyggjufullir foreldrar í hverfinu hafa lagt hart að honum að flytja á brott. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti á síðasta ári fyrir að nauðga geðfötluðum dreng. Oddný Lína Sigurvinsdóttir, talsmaður áhyggju- fullra mæðra í írabakka segir börnin logandi hrædd við manninn. mars íslendingar fá 60 tonna túnfiskkvóta Um 100 milljónir í súginn í fyrra íslendingar fá 60 tonna túnflsk- kvóta á Norður-Atlantshafi í ár og hefur sjávarútvegsráðuneytið skipt þeim kvóta til helminga milli tveggja útgerða. f fyrra fengum við 50 tonna kvóta en ekkert var veitt af honum. Fþr þar um 100 milljón kr. aflaverð- mæti í súginn. Um er að ræða svo- kallaðan bláuggatúnfisk sem er einn sá dýrasti í heimi en Japanir greiða um 2.000 kr. fyrir kg af honum. Stefán Ásmundsson skrifstofu- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins seg- ir að kvótinn hafi verið auglýstur til úthlutunar um áramótin en veið- arnar fara yfirleitt fram síðla sumars. „Við gátum ekki yfirfært kvóta síðasta árs yfir á þetta sökum þeirra reglna sem gilda um túnflskveiðar okkar á Norður-Atlantshafi," segir Stefán. Sveinn Rúnar Valgeirsson, út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum, er annar þeirra sem fengu úthlut- un. Sveinn er hóflega bjartsýnn á að kvótinn náist í ár. „I fyrra strönd- uðu veiðar okkar á því að við höfðum fengið Kanadamenn til að veiða fyr- ir okkur kvótann. Þeir fengu svo aft- ur á móti ekki undanþágu fyrir þann sverðfisk sem er aukaafli í þessum veiðum og því féll þetta niður," seg- ir Sveinn Rúnar. Hann ætlar aftur að reyna samninga við Kanadamenn um veiðar á sínum hluta kvótans. Skipið Byr, sem hann á og er sérhæft til veiðanna, er statt í Namibíu og segir Sveinn kvótann of lítinn til að kalla skipið heim til veiðanna. Það hefði hann hins vegar gert ef hann hefði fengið öll 60 tonnin. Friðrik J. Arngrímsson fram- kvæmdastjóri LÍÚ segir að mik- ilvægt sé fýrir fslendinga að geta stundað þessar veiðar og aukið þar með fjölbreytni í sjávarút- vegi hérlendis. Sveinn Rúnar ValgeirssonÆf/ar aftur að reyna samstarfvið kanadiska útgerð. FriðrikJ. Arngrímsson Mikiivægtað geta þróað þessarveiðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.