Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Page 11
DV Fréttir ÞRIÐJUOAGUR 25. APRÍL 2006 11 SiSSWWWwww NNWWWW m\WWWW\w Eggert Skúlason Talsmaður Magnúsar Þorsteinssonar ferðast helst umá reiðhjóli. Magnús Þorsteinsson Ferfyrir hópi íslenskra auðmanna sem íhuga flugvélakaup til eigin þarfa. Björgólfur Guðmundsson Lítur einkaþotuna íflugskýli I hýru auga. Eðvald segir Dani og innflytjend- ur hafa rifist heiftarlega fyrir utan skemmtistaðinn eftir þetta en lögregl- an hefur gefið út að árásarmaðurinn sé innfiytjandi. Bjöm Thomsen, faðir Tue, segir í viðtali við B.T. í Danmörku að hann sé vel þjálfaður í að missa ástvini og syrgja þá. Stóri bróðir Tue lést á Lanz- arote árið 1997 í köfúnarslysi þegar hraðbátur keyrði á hann. Tue hafði komið til íslands fyr- ir um tveimur árum að hitta skyld- menni sín hér á landi. Hann átti von á bami í september og var, rétt fyrir dauða sinn, að skipuleggja box bar- daga með gömlum hnefaleikakemp- um í Danmörku. atli@dv.is Omega í kristlegri útrás um gervihnetti Endurvarpar Billy Graham til Evrópu Sjónvarpsstöðin Omega ánú sam- starf við nokkra sjónvarpspredikara vestan hafs um afnot af gervihnatta- rásum stöðvar- innar til Evrópu. Þeirra þekktast- ur er Billy Gra- ham en Omega endurvarpar efni frá sjónvarpsstöð hans um rásir sín- ar. „Þetta er sam- vinnuverkefni milli okkar þar sem Ivið send- Eiríkur Sveinbjörnsson Erf útrás með fagnaðarerindið. um fagn- aðarer- indi þeirra um þær gervihnattarásir sem við höfum aðgang að,“ segir Ei- ríkur Sveinbjörnsson, sjónvarps- stjóri Omega. Fram kemur í máli Eiríks að gervihnattasendingar séu oft eina leiðin til að koma kristilegum boð- skap á framfæri í þeim löndum sem vilja loka fyrir slíkt. „Við flytjum heill- andi og fallegan boðskap til þeirra þjóða sem þurfa á slíkri upplyftingu að halda," segir Eiríkur. Aðspurður segist hann sjálfur ekki hafa rætt við Billy Graham held- ur aðstoðarfólk hans er samvinnu milli þeirra var komið á. Billy Gra- ham sé orðinn 84 ára gamall og nú til dags komi hann ekki fram á stöð sinni nema einu sinni til tvisv- ar á ári. „Það er óhætt að segja að Billy Graham hef- ur skilað sínu lífsstarfi og gott betur," segir Ei- ríkur. * Q GO Q < CúC LL. Munið að skila kauptilboðum fyrir kl. 16.15 fimmtudaginn 4. maí nk. V_______________________________________ Úlfarsárdalur - nýlthverfi í mótun Nánari upplýsingar í síma 411 8000 og á www.reykjavik.is/fs ÚLFARSÁRDALUR Lóðir fyrir 10 einbýlishús - útboð á byggingarrétti Úlfarsárdalur er nýtt íbúðahverfi sunnan undir Úlfarsfelli í Reykjavík. Skipulag þess gerir ráð fyrir þéttri byggð, þar sem blandast saman íbúðabyggð og atvinnustarfsemi, sem þrífst í nánd við íbúðahverfi, og gefur möguleika á vistvænni byggð sem nýtir til fuilnustu náttúrulega kosti svæðisins. Fyrsti hluti fyrirhugaðs hverfis hefur verið deiliskipulagður og verður í honum byggð með liðlega 900 íbúðum auk möguleika á nokkru atvinnuhúsnæði. Ennfremur verða þar grunnskóli, leikskóli og önnur þjónusta, en megin verslunarmiðstöð hverfisins alls verður við Leirtjörn. Byggðin er umlukin vinsælum útivistarsvæðum. í suðri er Úlfarsá og handan hennar Grafarholtshverfið, í austri teygir Úlfarsárdalur sig í átt að Hafravatni, í vestri er útsýni til sjávar og í norðri er Úlfarsfell. Gert er ráð fyrir að lóðir í fyrsta áfanga verði byggingarhæfar í nóvember 2006. Reykjavíkurborg auglýsir eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir 10 einbýlishús við Gefjunarbrunn og Iðunnarbrunn. Útboðsskilmálar, tilboðseyðublöð, deiliskipulagsskilmálar og almennir lóðaskilmálar verða afhent í þjónustuveri Framkvæmdasviðs í Skúlatúni 2. Þessi gögn fást endurgjaldslaust á geisladiskum eða útprentuð gegn 2.500 króna gjaldi. Þau er einnig að finna á vefsvæði Framkvæmdasviðs, www.reykjavik.is/fs, undir málaflokknum lóðir. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 411 8000. Brýnt er fyrir bjóðendum að kynna sér vel alla þessa skilmála. Einstaklingar (ekki lögaðilar) geta gert kauptilboð í framangreindan byggingarrétt. Tilboðum skal skila í lokuðum umslögum, merktum „Úlfarsárdalur - kauptilboð", til Frámkvæmdasviðs fyrir kl. 16.15 fimmtudaginn 4. maí nk. Tilboðum verður veitt móttaka í þjónustuveri Framkvæmdasviðs gegn greiðslu tilboðstryggingar, 250.000 kr. vegna hvers bjóðanda. Tilboðin verða opnuð 4. maí kl. 17:00 í Skúlatúni 2, 5. hæð, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.