Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 17
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 25. APRlL 2006 1 7 Þetta var mark Lið Halm- stad hefur em ekkiskorað mark í sænski úrvalsdeild- inni eftir fyrst þrjár umferð- irnar. Með liðinu leikur Gunnar Heið- ar Þorvalds- son sem í fyrra varð markahæsti mað- ur deildarinnar. í fyrradag lék liðið gegn Hammarby og fékk á fjórum mínútum dæmdar þrjár homspyrn- ur. Fyrst var varið á línu, svo skotið í stöng og eftir þá þriðju skoraði Haim- stad mark sem dæmt var af þar sem Gunnar Heiðar var dæmdur brotlegur í teign- um. En leikmenn Halmstad finnst þeir vera sviknir. „Ég snerti hann ekki. Þetta var mark," sagði Gunnar Heið- ar. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. (shokkí-liðið á heimavelli Islenska karlalandsliðið í íshokkí keppir á heima- velli í vikunni þegar 3. deild heimsmeistaramótsins fer fram í Skautahöllinni í Laugardalnum. íslenska liðið féll í fyrra en ætlar sér að vinna sér sætið á ný en þangað ætla líka Tyrkland, Luxemborg, írland og Ar- menía sem eru komin hing- að til lands. Þetta er í þriðja sinn sem HM fer fram hér á landi en alls verða leikn- ir tíu leikir í Skautahöll- inni í vikunni. íslenska liðið lék síðast á heimavelli árið 2004 og tókst þá að vinna sér sæti í 2. deild en féll síðan aftur þegar liðið tók þátt í 2. deildinni í Belgrad í Serbíu og Svartfjallalandi í fyrra. ísland spilar við Ira á morgun og Armena annað kvöld en lokaleikurinn er síðan gegn Tyrkjum á laug- ardaginn. Valsstúlkur geta borið höfuðið hátt eftir að hafa fallið úr leik í undanúrslitum Áskor- endakeppni Evrópu fyrir rúmenska liðinu Constanta. Valur vann leik liðanna í Laugar- dalshöllinni á sunnudagskvöldið og lék frábæran handbolta en stórt tap á útivelli var nánast óyfirstíganlegt. stoðu sig vel Valsarinn Hafrún Kristjánsdóttir gerir hér atlögu að marki Constanta i leik iiðanna á sunnudag. DV-mynd Pjetur u Ágúst Þór Jóhannsson hefur náð góðum árangri með Valssliðið í vetur. Liðið náði öðru sæti í DHL-deild kvenna, komst í undanúr- slit bikarkeppninnar og undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu. Góður árangur án þess þó að liðið næði einhverjum titlum eða jafnvel sæti í úrslitaleik. Framundan er þó keppni í deildarbikar kvenna og er skammt stóru högga á milli. „Við spiluðum að mínu mati stór- kostlega á sunnudagskvöldið," sagði Ágúst í samtafi við DV sport í gær. „Við spiluðum frábæran bolta, sérstaklega í sókn, og spiluðum mjög hraðan leik. En það er einnig ljóst að þetta einvígi tapaðist á útivelli og var það þá sér- staklega slæmur leikkafli í fyrri hálf- leik sem varð okkur að falli. Þá fengum við mikið af hraðaupphlaupsmörk- um á okkur en þetta er sterkt lið sem er fljótt að refsa fyrir mistök. Ég er viss um að ef við hefðum tapað með sjö til átta marka mun úti hefðum við getað náð þessu hér heima." Constanta komst í úrslitin með samanlögðum fimm marka sigri og mætir í úrslitunum öðru rúmensku liði sem hafði betur gegn liði frá Frakklandi í mjög spennandi og jöfn- um viðureignum. En þrátt fyrir að Val- ur komist ekki í úrslitaleikinn er Ág- úst ánægður með reynsluna sem liðið hefur fengið í vetur. Hraðari leikir en hér heima „Liðið hefur eflst með hverjum leiknum í Evrópukeppninni og það er mjög góð stígandi í hópnum. Oft á tíðum höfum við verið að spila hrað- ari leiki en gengur og gerist hér heima og hefur liðið tekist að valda því verld mjög vel. Ég er mjög ánægður með hvemig liðið hefur komið út í þessari keppni." Valsstúlkur eiga sætí í EHF-keppn- inni á næsta keppnistímabili þar sem þær náðu öðru sætinu í DHL-deild kvenna. Það er þó enn ekki ráðið hvort Valsstúlkur taki þátt í keppninni en Ágústi finnst það líklegt. „Hvað fjárhaginn varðar kom þátttakan í vetur ágætlega út að ég held. Stelp- urnar hafa verið duglegar að safna og við höfum fengið góða styrki ffá fyr- irtækjum." Þjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson hefur stýrt liði Vals með góðum árangri í vetur. DV-mynd Pjetur Lögðu teppi í Smáralind Ágúst segir að leikmenn hafi beitt margskonar aðferðum við söfnun- ina, svo sem sala klósettpappírs, lík- amsræktarkorta og þá lögðu þær gólf- teppi í Vetrargarðinum í Smáralind. „Þær hafa verið mjög duglegar og þetta hefur þjappað hóþnum saman. Það er góður andi í liðinu og því hefur gengið vel. Tímabilið hefúr verið gott, heildina á litíð." Valsstúlkur fá þó ekki langt ffí eft- ir baráttuna í Evrópukeppninni því strax í kvöld taka þær á mótí Haukum í fyrstu umferð deildabikarkeppni kvenna. Og þannig hefur það verið á löngum köflum í vetur, leikjaálagið hefur verið mikið. „Um leið og mað- ur tekur ákvörðun um að taka þátt í Evrópukeppni fylgir því mikið álag og þýðir eldcert að kvarta undan því. Þetta veit maður þegar maður tekur þátt í slíku ævintýri." eirikurst@dv.is SSA AF ÞESSU 18.00 Hitað upp fyrir Meistaradeildina með Guðna Bergs á Sýn. 18.30 Villarreal-Arsen- al í Meistaradeildinni í beinni á Sýn. & 18.35 Aston Vilia- Manchester City' í ensku úrvalsdeildinni í beinni á Enska Boltanum. si=m 20.35 Meistaradeild- armörkin með Guðna Bergs á Sýn. 19.15 Valur-Haukar og ÍBV-Stjarnan í DHL- deildarbikarkeppni- kvenna í handbolta. 23.00 Washington- Cleveland í úrslita- keppni NBA í beinni á NBATV. Fjögur bestu lið kvennahandboltans mætast í kvöld DHL-deildarbikarkeppni kvenna hefst í kvöld í kvöld hefst keppni í deildarbik- arkeppni kvenna en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er með slíku fyr- irkomulagi. Fjögur bestu liðin úr DHL-deild kvenna mæta hér hvert öðru líkt og um úrslitakeppni væri að ræða. Keppnin er einnig styrkt af DHL og ber því keppnin nafn fyrir- tækisins, líkt og í deildarkeppninni. íslandsmeistarar ÍBV og Valur, sem varð í öðru sætí deildarinnar, fá heimavallarétt og taka á mótí Stjörn- unni og Haukum í kvöld. Leikirnir hefjast klukkan 19.15 en það lið sem er fyrst til að vinna tvo leiki í rimm- unni kemst áfram í úrslitaviðureign- ina. Búast má við spennandi keppni en þessi fjögur lið voru í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur. Helst var að FH-ingar veittu þessum liðum einhverja keppni. FH lauk keppni í deildinni í fimmta sæti og tekur því ekki þátt í mótinu. Liðin mætast svo aftur á heima- völlum Hauka og Stjörnunnar á fimmtudaginn og oddaleikur á sunnudaginn ef þörf er á honum. Tekið á því Haukar og Valur íleik liðanna fyrr i vetur. Má búast við hörkuleik liðanna I Laugardalshöllinni i kvöld. sportbar.is BOLTINN I BEINNI W VEISLUSALUR & afmæli. steggir / gæsir og einkasamkvæmi- ? POOL & SNOKER, f Hverfisgata 46 s: 55 25 300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.