Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ2006 Fréttir i»V íslenskt lið hefur tryggt sér þátttökurétt í fj órðungsúr slitum í heimsmeistaramótinu í póker sem haldið verð- ur í Barselóna í næsta mánuði. Fimm íslenskir pókerspilarar leggja land undir fót og spila fyrir hönd lands og þjóðar. Pókeræði fer nú um heiminn og ísland hefur ekki farið varhluta af því. íslendingar eru góðir í póker en Halldór Már Sverrisson viðskiptafræðingur og fyrirliði liðsins segist verða kominn í plús Qárhagslega ef íslenska liðið sigrar en vegleg verðlaun eru í boði. S til að kalla út víkingasveit- W ina. Svo mætti náttúrulega I tala mikið um spilafíkn í f þessu samhengi en þar i sem allir eru í eðli sínu ÉM fíklar er nóg að segja að §E langflestir ná að hemja 'Qj Gfsli Ásgeirsson Telurþetta stórfréttog villaö Islenskir Iþróttafréttamenn fylgist grannt með gangi mála. Brynjar Valdimarsson Einn þeirra sem fer út til Barselona að spila póker fyrir hönd þjóðarinnar. Spila póker „Það verður bara að koma í ljós," segir HaUdór Már Sverrisson viðskiptafræð- ingur aðspurður hvernig það horfi við honum sem netspilara að fara nú og spila fyrir framan sjónvarpsmyndavélar í hinum taugastrekkjandi leik póker. íslenskt lið hefur tryggt sér þátttökurétt í fjórðungsúrslitum heimsbikarmótsins í Póker - Tex- as Hold'em - sem fram fer í Barsel- óna dagana 20. til 24. júní. Átta lið fá frítt far, gistingu og uppihald og etja kappi fyrir framan sjónvarpsmynda- vélar. Mótinu verður sjónvarpað um heim allan. Þeir sem skipa lið- ið kalla sig CASINOICE, raisemast- er, tacqtiX, bigsinc og Gusti.is en mennirnir á bak við CASINOICE, sem nýtur takmarkalausrar virðingar í hinum ört stækkandi pókerheimi á netinu, og raisemaster eru þeir Hall- dór Már Sverrisson og Brynjar Valdi- marsson. Gamalreyndir casinospil- arar en Brynjar þekkja margir sem afreksmann í snóker. Verðlaunafé 14,6 milljónir Mótið er á.vegum Pokerstar.com og viðurkennt sem heimsmeistara- mótið í póker. Verðlaunafé er ekki skorið við nögl eða alls 14.562.000 ís- lenskra króna. Fyrsta sæti gefur um 7,3 milljónir og deilist afgangurinn á næstu þrjú sæti. 4. sædð gefur 1,5 milljónir. Liðin sem ísland etur kappi við og hafa tryggt sér sætí í úrslitun- um eru USA North Carolina, Eng- Iand, Canada Alberta, Brasilía, Ir- land, ísrael og Pólland. Vekur athygli að allt eru þetta þjóðir sem hafa gert það gott í bridge- heimin- „Já, það er rétt," segir Halldór Már sem spilar sem CASINOICE og fer fyrir liðinu. „Allir þeir sem hafa ver- ið að gera það gott í bridge hafa verið að standa sig velí þessu." Halldór tel- ur ekki kylfu ráða kasti hverjir standa upp úr í póker þó svo að margir haldi að heppnin ein ráði. Bullið er rétt að byrja í riðli með íslendingum voru Danmörk, Eistland, Finnland, Sví- þjóð' og Noregur en Noregur var í öðru sætí í fyrra. Þá vann Kosta Ríka. Islenska liðið vann það norska í eftír- minnilegum leik í sfðustu viku í um- spili um hvort liðið kæmist áfram í fjórðungsúrslitin. ísland vann 3- 1. Aðspurður segist fyrirliðinn hafa spilað frá því hann man eftír sér. En pókerafbrigðið Texas Hold'em er til- tölulega nýtt hér á landi og Ilalldór ætlar að það hafi hann spilað í um tvö ár. Gríðarlegur uppgangur er nú í póker og fer þetta afbrigði sem eldur í sinu um heiminn. „B - o - b - a, segi ég og skrifa. Það er engin smá sprengja í þessu. Og bullið er rétt að byrja," segir Halldór. Spilamennskan er helst á net- inu og aðspurður hvernig reikning- ar standi segist hann sposkur vera að nálgast ballansinn. „Og verð örugg- lega í plús ef við vinnum þetta mót." Verja heiður þjóðarinnar Gísli Ásgeirsson þýðandi hef- ur verið þulur í pókerþáttum sem Sýn sýnir af og til og hann segir þetta sama afbrigðið og hann hefur verið að lýsa. „Almennt séð, miðað við íslensk lög, kemur þetta okk- ur lítið við. Hér er bannað að spila upp á peninga (Há- skólinn og Rauði krossinn eru undanþegin) og að bjóða upp á fjárhættuspil með einhverj- um hætti er nógu alvarlegt mál Sigurvegararnir frá f fyrra Kosta Rlka vann keppnina I fyrra en Noregur, sem íslenska liðið sigraði eftirminnilega í riðlakeppnlnni, varölöðrusæti. fíkilinn í sér. Hinir enda í einhverri vitleysu," segir Gísli fremur háðskur á síðu sinni. Hann segir jafnframt að við hljót- um að hugsa hlýtt til þeirra félaga og fara fram-á að íþróttafréttamenn fylgist með gengi þeirra þar sem þeir eru að verja heiður sinn og þjóðar- innar. Pukrið fóðrar ógæfuna „íslendingarnir eru búnir að slá í gegn í þessu. Það er eitthvað. Stærð- fræði í þessu og spilamat. Við erum náttúrlega fyrrverandi heimsmeist- arar í bridge. Þetta á við okkur," segir Guðmundur Sveinsson, sérffæðing- ur í póker með meiru, um þennan árangur fslendinganna. Fjölmargir landsmenn iðka pókerspil grimmt á netínu, þeirra á meðal Guðmund- ur, og njóta þeir virðingar sem góðir spilarar. Póker, og casino-spU almennt, eru mjög umdeUd hér á landi líkt og Gísli bend- ir á og standa marg- ir í þeirri meiningu að þau ali á spUafíkn. Guðmundur telur það misvísandi málfluming. Telur vandann fyrst og fremst felast í afmrhaldssamri, skUningsvana og óftasleginni afstöðu stjórnvalda sem elur á fordómum meðal almenn- ings. Hann telur vandann ekki síst felast í pukrinu sem kallar fram lygi og þá er ógæfan handan við homið. Meðan er fýrirliggjandi að ekki verð- ur böndurn komið á netíð. Þátttaka margfaldast „Fyrir gamlan spUamann eins og mig er fróðlegt að fylgjast með því hvernig flóran hefúr margfaldast. Við erum að tala um tíföldun á spila- hópnum í það minnsta. Og annað viðhorf. Nú er þetta meira skemmt- un þó aUtaf sé von um þann stóra," segir GUðmundur. Hann telur nauð- synlegt að ræða þetta á jákvæðum og hreinskiptum nótum. Ekki tengja þessa umræðu harmleikjum sem eiga sér stað við spilakassana þar sem vinningslíkur eru engar. AUs staðar erlendis er þetta uppi á borðum og er skU- greint sefn afreksíþrótt í Bandaríkjunum. „Stöðugt eru mót í gangi á netínu og ekki þarf að hætta miklum fjármunum. Þú gemr farið í fimm dollara mót og spUað í þrjá tíl fjóra tíma. Það telst ódýr skemmt- un. Ekki spilar þú fyr- ir slíka fjármuni í þrjá tíma við spilakassa. Það held ég sé langsótt hugmynd." Mtklir fjármunir Guð- mundur bendir á að einnig megi spila sér tU gam- ans með platpeninga. En þarna er lflca um stóra fjármuni að tefla. Miklum sögum fer af gróða sem og að menn hafi tapað aleigunni. Guðmundur segist ekki hafa spilað mikið að undanförnu. En hefur heyrt eitt og annað. Síðasta vika mun hafa verið gjöful íslenskum spilurum. „Eins og ég sagði virðist þetta liggja fyrir okkur. Síðasta vika var víst góð liðinu sem hefur verið að gera strandhögg. Ég hef heyrt talað um að menn hafi verið að taka 30 tíl 40 þús- und doUara. Og af öðrum heyrði ég sem tók 118 þúsund dollara í róleg- heimm eina kvöldstund í einu mót- inu. Sem gera um sjö mUlur. Stóri potturinn um helgar er oft í kringum 160 þúsund doUarar í stærstu mót- unum og taka þá upp í átta klukku- tíma. En, eins og ég segi, þá má nota 160 þúsund doU- ara í gott sum- arleyfi," segir Guðmund- ur. jakob@dv.is - ' ■ Guðmundur Sveinsson Islendingar eru búniraðsláigegn I pókernum sem virðist liggja vel við okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.